Skírnir - 01.01.1986, Side 394
390
HELGA KRESS
SKlRNIR
tungumáls, tjái sig í hugtökum, fullyrðingum og jafnvel klifunum. Pannig er
t. a. m. ljóðið Enn er stríð ofhlaðið hugtökum, sem segja lítið meir en hið al-
menna mál getur tjáð: hungurllimlestinglþjáning/dauði. Setningar eins og en
hvað árin líða fljóttlsvo allt ofallt offljótt í Líf í borg eru nokkuð þvældar, og
sama má segja um samlíkingar eins og bókina sem aðeins er höfð uppi í hillu
tii skrauts (Bók), litla friðsæla húsið og kjarnorkusprengjuna (Hvað vill hún
þér), torfbæinn og tölvuöldina (Stofa X), hugsjónirnar sem verða að engu og
við borðum sunnudagssteikinalmeð bestu lystlogfólkið úti í heimi/sveltur heilu
hungri (Til Birnu). Einnig kemur fyrir að myndir hanga ekki saman, eins og
t. a. m. í Hús, þar sem húsin eru ýmist persónugerð: þreytuleg sliguð hús, hús
sem hugsa, hús sem hlæja, eða myndhverfð sem leikfangakubbar og sögð lítil
og stórllitfögur þroskaleikföng mannsandans. í þessu er ekkert samband milli
persónugervingar húsanna og þess að þau séu þroskaleikföng.
Þessa tilhneigingu til uppgjafar gagnvart skáldlegu máli má ef til vill tengja
því, að í nokkrum ljóðanna kemur skáldið fram sem óvirkur áhorfandi. Það
er eins og hún taki ekki almennilega þátt í sínu eigin lífi. Hún sér eitthvað og
leggur gjarnan út af því, jafnvel eins og dæmisögu. f Hvað vill hún þér horfir
hún á barn á leið til skóla og hugleiðir út frá því: ég sá þig / og spurði. í Stofa
X er það gömul kona sem hún virðir fyrir sér á elliheimili sem vekur upp
ljóðið: og ég hugsaði með mér, í Dagur í desember barnshafandi kona við
glugga og í Húsmóðir kona sem sýnir henni húsið sitt: seinna hugsaði égstund-
um um það. í Þýskaland föla móðir endursegir hún annarra reynslu út frá
þekktri bíómynd, en það er athyglisvert að það er móðurmyndin sem hún hef-
ur tekið hér eftir og að móðirin talar: rödd konu sem sagði.
VII
I'að sem togast á við þessa óvirkni er það áberandi og um leið athyglisverða
einkenni þessarar bókar að mikill hluti ljóða hennar er í formi spurninga.
Merking þeirra er margþætt. Nærtækast er að sjá í þeim óvissu um eigin stöðu
í heiminum, eins og þegar barnið í Dögun kallar á mömmu sína. Stundum
virðist þó hlutverk þeirra vera það eitt að vekja áhuga á efni sem er í rauninni
margþvælt, gera það nýtt og spennandi með spurningu: Geturþú teiknað eða
skilgreint / þann Guð / sem mér ber að trúa á (Myndin af guði), hvað vill hún
þér / hvað vill hún ykkur I kjarnorkusprengjan (Hvað vill hún þér), Hvað varð
úr okkar háleitu hugsjónum (Manstu). En einnig má sjá í þeim tilraun til að
knýja fram samband og samskipti, skapa samræmi milli sín og annarra á sama
hátt og þú-ljóðmælandinn sem einnig er mjög áberandi í bókinni skapar ein-
ingu milli lesanda og þess sem í ljóðinu talar.
Spurningunum er aldrei svarað, nema þær svari sér sjálfar. Og móðirin í
Dögun svaraði ekki. Það gerir hins vegar haustið, eins og nafn bókarinnar
bendir til. Það taiar, en ekki á hinu almenna máli, heldur á máli skáldskapar-
ins, segir fram skáldskapinn sjálfan, bestu ljóðin í þessari bók.
Helga Kress