Skírnir - 01.01.1986, Síða 395
SKÍRNIR
RITDÓMAR
391
VilmundurJónsson
MEÐ HUG OG ORÐI
Af blöðum Vilmundar Jónssonar landlæknis I—II.
Þórhallur Vilmundarson sá um útgáfuna.
Iðunn, Reykjavík 1985.
Þegar Vilmundur Jónsson, síðar landlæknir og fleira, var ungur maður við
háskólanám í Reykjavík, tókhann einu sinni meðal annars svo til orða í löngu
bréfi, sem hann byrjaði að skrifa Guðbrandi Magnússyni, frænda sínum, síðar
forstjóra, 18. desember 1914: „Ekki þar fyrir, mér leiðist ekki svo afskaplega.
Ég er í mörgu lagi - það er minn vanmáttur yfir höfuð að tala - og ekki nema
partur af mér, sem er að studéra medicin. Þeim partinum leiðist ákaflega
mikið. Hinir hlutarnir eru alltaf að reyna að hafa ofan af fyrir honum, vesal-
ingnum, og tekst þaðfurðanlega" (II, bls. 254).-Lengimáum þaðdeila, hvað
er máttur og hvað vanmáttur í persónugerð manna, enda bregðast menn mis-
jafnlega við ásköpuðum hneigðum sínum. En hitt er víst, að úr þeim efniviði,
sem í Vilmundi bjó, hefði vafalaust mátt gera marga menn og þá alla mikil-
hæfa, eins og Haraldur konungur Sigurðarson hafði á orði um Gissur biskup
ísleifsson. Ferill Vilmundar sem héraðslæknis og landlæknis hefði einn nægt
honum til góðs orðstírs. En störf hans um ævina urðu bæði margvísleg og
fjölþætt. Þar á meðal eru ritstörf, sem þau tvö bindi, firna fjölbreytt, sem hér
eru til umræðu, bera ærinn vott um, þó að þau séu ekki nema lítill hluti þess,
sem eftir hann liggur á því sviði. Þess er þó engin von, að öllum falli jafnvel í
geð öll skrif hans í þessum bókum. Til þess eru þau of sundurleit að efni og
framsetningu. Þar eru saman komnar angurværar endurminningar, rökvísleg-
ar ritgerðir með embættislegu sniði, margvísleg gamanmál, stundum blandin
gráglettni og nöpru háði, innan um alvöruna, og síðast en ekki sízt magnaðar
baráttugreinar um deilumál dagsins og stjórnmál líðandi stundar, þrungnar
orðkynngi og skaphita.
Sonur höfundar, Þórhallur prófessor Vilmundarson, sem annazt hefur út-
gáfuna, gerir stutta grein fyrir henni í formála. Af inngangi Þórhalls og efnis-
yfirliti því yfir bæði bindin, sem birt er fremst í fyrra bindi, sést þegar, að þetta
safn ritsmíða Vilmundar Jónssonar skiptist í átta flokka, sem bera eftirfarandi
fyrirsagnir: Minningaþættir, Eftirmæli, Sagnaþættir, Laust og bundið, ís-
lenzkt mál, allir í fyrra bindi. En í sfðara bindi eru þættirnir: Stjórnmál, Heil-
brigðismál og Bréf. Síðast í síðara bindi eru svo nafnaskrár, mannanöfn sér og
örnefni sér í flokki.
Fjölmargir þættir ritsins eru prentaðir hér í fyrsta sinn, en aðrir hafa birzt
áður í blöðum og tímaritum og nokkrir sérprentaðir í fáeinum eintökum. Þeir
hafa því að undanförnu aðeins verið í fárra höndum, svo að það eitt út af fyrir
sig helgar réttmæti þessarar útgáfu og sýnir, að hún er fyllilega tímabær. Hinu
er ekki að leyna, að greinar um deilumál dagsins eru oft býsna fljótar að missa
gildi sitt, enda þótt þær kunni að vera snöfurmannlega ritaðar. Engin grein er