Skírnir - 01.01.1986, Qupperneq 396
392
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKfRNIR
hér um lækningasögu, enda kom út tveggja binda verk, Lœkningar og saga,
um það efni frá hendi höfundar 1969, gefið út af Menningarsjóði. Engin sýnis-
horn eru hér tekin úr vísindalegum verkum höfundar, hvorki prentuðu riti frá
1949, Lœkningar-curationes-séra Þorkels Arngrímssonar, sem tekið var gilt
til doktorsvarnar á sínum tíma, né úr óprentuðu riti höfundar um sögu lækna-
kennslu á íslandi. Úr ritinu Skipun heilbrigðismála á íslandi, Rvík 1942, eru
engin sýnishorn tekin hér. Ekki er hér nema smælki eitt, nokkrar sprettilræð-
ur, sem Austfirðingar kölluðu svo forðum, birt úr þeim ættfræðilegum saman-
tektum, sem grunur leikur á, að höfundur hafi látið eftir sig í handritum og
þeim ekki allsmáum.
Af orðum útgefanda er ljóst, að valdar hafa verið mismargar ritgerðir í
flokkana af því efni, sem eftir höfundinn lá og til greina kom. Til dæmis farast
Pórhalli svo orð í formála: „f þremur efnisflokkanna, Minninga- og Sagna-
þáttum og íslenzku máli, er að finna þorra þess, sem Vilmundur ritaði um þau
efni. Hins vegar er hér úrval ritsmíða hans um stjórnmál og heilbrigðismál og
sýnishorn bréfa hans ... Ritsmíðar þessar eru samdar á löngum tíma, frá 1910
og fram á sjöunda áratuginn" (1, bls. 5-6).
Af þeim minningaþáttum, sem birtir eru, hefur höfundur skrifað alla nema
einn á árunum milli 1950 og 1960, þar af sex árið 1956. Einn þáttanna er skrif-
aður 1949, er höfundur stóð á sextugu. Það fer því ekki á milli mála, að endur-
minningar hafa sótt talsvert á hug höfundar á sjötugsaldrinum. Allir þeir, sem
umgengust Vilmund að ráði, munu vera samdóma um það, að hann var ein-
stakur frásagnameistari, þegar hann rifjaði upp ýmislegt af því, sem á dagana
hafði drifið og hann hafði skynjað af mannlífinu í kringum sig.
Eiginlegar bernskuminningar eru engar í ritinu nema fyrsta greinin Hljóður
grátur, ljúfsár minning um sjómann/verkamann á Seyðisfirði, sem rataði í
ógæfu og sá þann kost vænstan fyrir sig að drekkja sér, en bjargaðist með
næsta kynlegum hætti. Þar segir á hugljúfan hátt frá fágætu trúnaðartrausti
milli fátæks og umkomulítils en bókhneigðs manns annars vegar og hins vegar
lítils drengs, sem þjáist „af undarlega þungbærri einmanaleikskennd“ og
saknar „þess sárt og ákaft að eiga ekki bróður" (I, bls. 18). Á vissan hátt kem-
ur fram lýsing á ekki ófögru mannlífi á Seyðisfirði, þar sem þeir, sem betur
mega, rjúka ekki upp til handa og fóta til að steypa umkomulausum manni í
hina mestu bölvun, þó að honum verði það á að seilast lengra en lögmálið að
fornu og nýju leyfir. Merkileg er sú játning höfundar á rótgróinni feimni sinni,
sem hann grunar, að hafi verið metin sér „til ræktarleysis, ef ekki yfirlætis" (I,
bls. 25), sem skýrir það, að honum mun ekki hafa orðið tíðgengið í annarra
manna híbýli að stórnauðsynjalausu, hvað þá að hann sæti veizlufagnað eða
sækti í fjölmenni að þarflausu. En hvað gerir ekki nýdubbaður landlæknirinn
á embættisferð í Vestmannaeyjum? Hann hefur fengið spurnir af, að þar sé
búsettur fornvinurinn fátæki og breyski frá bernskuárum hans á Seyðisfirði.
Þá vinnur hann þann bug á sjálfum sér, að hann heimsækir manninn og fjöl-
skyldu hans, verður þess áskynja sér til gleði, að honum hefur farnazt vel í
hinu nýja umhverfi, maðurinn hefur getað veitt sér þann munað að eignast