Skírnir - 01.01.1986, Page 397
SKÍRNIR
RITDÓMAR
393
nokkrar vel valdar bækur og er auk þess farsæll viðskiptavinur bókasafns
bæjarins.
En áhrifamest er þó lýsingin á hinum einmana og grátgjarna dreng, sem í
einni svipan verður fullorðinn maður, þegar hinar þyngstu raunir steðja að
þessum snauða náunga hans, og grætur aldrei síðan nema hljóðum gráti. Mér
segir svo hugur um, að þessi stutti minningaþáttur muni um langan aldur þykja
merkur vitnisburður um þroskasögu barns.
Næsti þáttur, Guðmundur prófessor Magnússon og Þórður bóndi í Svartár-
kotiy er stutt og laggóð frásögn, sem bregður næsta skýru ljósi yfir nokkurn
brest í fari hins mikilhæfa læknaprófessors og sérkennilega vísnagerð og stutt-
aralegt tilsvar Þórðar bónda í Svartárkoti Flóventssonar. Vafalaust eru þeir
til, sem segja kunna af þessu tilefni, að oft megi satt kyrrt liggja, en aðrir munu
telja, að minning Guðmundar prófessors, sem hlotið hefur mikinn lofstír, eigi
að standa undir þessari smásögu nemanda, sem vafalaust hefur haft einurð til
að svara kennara sínum fullum hálsi, ef út af hefur borið í þeirra skiptum.
Greinin Lögmál byrst, hin þriðja í röð minningaþátta, er á margan hátt hin
merkilegasta. Þar er á eftirminnilegan hátt lýst hinum erfiðu kjörum héraðs-
lækna í strjálbýlum og víðlendum læknishéruðum fyrr á árum, svo sem ferða-
lögum lækna við misjöfn veðurskilyrði að vetrarlagi. En tilþrifameiri cr þó lýs-
ing á viðureign höfundar við þá, sem voru í hans augum stórbokkar eða þver-
lundaðir strákar í byggðarlaginu. Þar koma og fram tvenn einkunnarorð, sem
höfundur telur sig, vafalaust með réttu, hafa lifað eftir langan embættisferil
sinn. Aðra lífsregluna hefur hann eftir frægum norskum læknaprófessor, sem
hann hafði þó aðeins óbein kynni af. Prófessornum fórust svo orð við nemend-
ur sína, er hann sá, að hann gat engu tauti komið viðódælan sjúkling, sem tók
þann kost að strjúka fremur af spítala en beygja sig undir óhjákvæmilegar
reglur stofnunarinnar: „Mine herrer! Vel er vi leger patienternes tjenere, men
likevel, vi gár ikke med en serviett under armen“ (I, bls. 32). Greinina endar
hann með þessum orðum að lokinni langri frásögn um rysjótt viðskipti sín við
Langnesinga: „Það er hér, sem mér hefur komið vel að hafa til hliðsjónar það,
sem Hallgrímur Pétursson hefur kennt mér um hreinskipti heilags anda:
Lætur hann lögmál byrst
lemja og hræða;
eftir það fer hann fyrst
að friða og græða“ (I, bls. 50-51).
Framar í frásögninni er eftirminnileg lýsing á raunalegum atburði í læknis-
ferð og viðkvæmri lund höfundar: „í Heiðarhöfn leit ég inn til taksóttarsjúkl-
ings, bláfátæks húsmanns, er ég vissi þar berjast við dauðann. Hitti ég svo á,
að hann var einmitt að gefa upp öndina, er ég kom inn á pallinn, og stóð ég fá-
ráður frammi fyrir grátandi ekkju og veinandi börnum. Hér hafði ég orðið að
láta í minni poka fyrir ofurefli og þótti mér sá ósigur yfrið nægur á einum degi.
Var mér þungt í sinni, er ég gekk út úr kotinu til móts við samfylgdarmenn