Skírnir - 01.01.1986, Qupperneq 398
394
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
mína. Satt að segja átti ég þá um tvo kosti að velja, að vera klökkari en ég
kærði mig um að játa fyrir sjálfum mér eða brynja mig nokkrum kaldran-
ahætti“ (I, bls. 44). - Á eftir orðunum „fyrir sjálfum mér“ hefði höfundi að
mínu viti verið óhætt að bæta við: „og öörurrf'. Vitaskuld hafa þessar ástæður
ekki linað þau tök, helzt til harkaleg og e. t. v. ekki alveg verðskulduð, sem
hann tók ungan fylgdarmann sinn. En vafalaust er þetta ekki í eina sinn, sem
viðkvæm lund höfundar hefur leitt til hörkulegra viðbragða hans, þegar í odda
skarst milli hans og annarra. í sama vers séra Hallgríms vitnar höfundur í bréfi
sínu til Benedikts læknis Tómassonar, dagsettu 8. maí 1956 (II, bls. 340).
Fjárhagsástœður er býsna spaugilegur þáttur, endurminningar höfundar úr
kosningabaráttu fyrir bæjarstjórnarkosningar á ísafirði í ársbyrjun 1922, þar
sem höfundur mun ekki hafa legið á liði sínu. Aðalpersónan í frásögninni
verður þó sáþjóðkunni Pétur Hoffmann, sem allir Reykvíkingar a. m. k. vissu
deili á um langan aldur. Voru kosningahorfur ískyggilegar fyrir Alþýðu-
flokksmenn fyrst lengi í þessari hörðu baráttu, þó að betur rættist úr fyrir þeim
í lokin en á horfðist um hríð. Lýsingin á viðbrögðum forvígismanna andstæð-
inganna, þeirra sem urðu að lúta í lægra haldi, má þó ekki nöturlegri vera.
Lifandi naglbítur er kostuleg frásögn, sem raunar er sögð af góðvini Vil-
mundar, Hans Einarssyni (1885-1936) kennara á ísafirði, sem lét sér nægja að
segja sögur, en færði ekkert í letur. Hans virðist hafa verið gæddur óvenjulegu
skopskyni. Stjórnmál eða önnur þjóðfélagsmál koma hér ekkert við sögu. Satt
að segja sakna ég hér frásagnar, sem ég heyrði af vörum Vilmundar og höfð
var eftir Hans, um einkennilega bilaða klukku, sem rogginn búfræðingur stóð
ráðþrota gegn, og afar einfaldar tiltektir Hans, sem sá á augabragði, hvað am-
aði að. Það síðasta, sem ég heyrði frá Vilmundi um frásögn þessa, var það, að
hann taldi sig vart hafa sett sig nægilega inn í gangverk klukkna og sérstaklega
þó vísabúnað þeirra til að skrá söguna eins og honum líkaði. Aðalpúðrið í
naglbítssögunni er, að drengur á Guðrúnarstöðum í Eyjafirði, sem heyrir hin-
ar furðulegustu sögur um naglbít þennan, trúir því eins og nýju neti, að þessi
forláta naglbítur sé „undan naglbít, sem hann Jóhannes á, og undan naglbít
frá næsta bæ“. Svona hefur þá gamansemin í Eyjafirði verið um síðustu alda-
mót.
Greinin Staðarprestar bregður upp leiftrandi mynd af þeim séra Magnúsi
Jónssyni (1864-1951) á Stað í Aðalvík og séra Jónmundi Halldórssyni (1874-
1954) á Stað í Grunnavík. Enginn skyldi þó ætla, að þar sé að finna alhliða lýs-
ingu á þessum hressilegu og stórbrotnu klerkum. Séra Magnúsi kynntist ég að
vísu ekki, en hef haft skilyrði til að hafa af honum þó nokkrar spurnir. En ég
minnist með mikilli ánægju, að ég var samtíða séra Jónmundi nokkra daga á
ísafirði um höfuðdagsleytið 1944, og eru mér þau kynni ógleymanleg. Þar
fékk ég nokkuð aðra eða öllu heldur fjölbreyttari mynd af manninum en þá,
sem Vilmundur bregður upp. Hins vegar er ýmislegt í greininni, sem Iýsir
höfundi talsvert, ekki síður en þeim Staðarprestum. í upphafi þáttarins segir
höfundur, að drykkjurútar og prestar hafi hænzt undarlega mikið að honum
um dagana. Ég er ekki frá því, að þessi orð, sem að vissu marki eru sögð í