Skírnir - 01.01.1986, Side 400
396
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
læknishjálp. Þegar síðari konan lézt, var dóttir Jens af fyrra hjónabandi lítt
vaxin. Hún var síðan fyrir framan hj á föður sínum, en árið 1917, þegar hún var
16 ára, varð hún nálægt veturnóttum úti af bróður sínum á líku reki á milli
bæja í einhverjum brýnum erindum heimilisins. Kom pilturinn berandi lík
systur sinnar heim að bæ í Furufirði. Sigrún lánaði þá Jens dóttur sína tvítuga.
Ótrauð settist unga stúlkan, Jóhanna Sigríður, í hinn áhættusama húsmóður-
sess og tók þegar að eiga börn án þess að láta sér bregða" (II, bls. 88). - Já,
lífið hefur sinn gang, þó að ýmislegt bjáti á. En er ástæða til að fyllast vandlæt-
ingu eða þó ekki sé nema söknuði, þó að slíkar byggðir sem þessar leggist í
eyði? Það eru því engan veginn óumdeilanleg orð Vilmundar í annars fallegu
bréfi hans til Margrétar Magnúsdóttur á Sæborg við Garða í Aðalvík, sem sár-
bænt hefur landiækni í bréfi haustið 1945 „í nafni Guðs að senda okkur lækni,
þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina . . Lækni á þennan stað er hvergi að
fá, en landlæknir gerir sér tíðrætt um, „að hin mesta ógæfa sveitanna sé sú, að
hvers konar fríðindum kaupstaða hefur verið hampað svo fyrir sveitafólki, að
því hefur gleymzt, að það hafi nokkur fríðindi, er vegi þar á móti“ (II, bls. 313
og 316). - Það er einkennileg mótsögn, að einmitt við nútíma tæknilegar að-
stæður verða sveitir eins og Sléttuhreppur og Grunnavíkurhreppur óbyggileg-
ar, hvað sem síðar kann að verða. En dýrlegri þjóðgarður er vafalítið vand-
fundinn á kringlu heimsins. Við megum bara ekki spyrja eins og útlendingarn-
ir, sem skotið var á land í Grunnavík: „Hvar er hóteiið?“
Vitavörður við erfiðasta vita landsins er vissulega með hinum skoplegri þátt-
um í ritinu, en þó ekki alls kostar ófróðlegur um framboð og kosningabaráttu
höfundar í Norður-Isafjarðarsýslu. Er svo að sjá sem kjörfylgi hans á Horn-
ströndum hafi a. m. k. stundum oltið á afstöðu Guðmundar Pálmasonar,
bónda í Rekavík bak Látur og vitaverði við Straumnesvita, „erfiðasta vita
landsins", sem Guðmundur þreyttist aldrei á að kenna sig við. Ekki virðist
Guðmundur þó hafa getað talizt til hóps fyrirmanna í liði Hornstrandabænda,
en heldur óhöfðinglegur í sjón, fasi og framkomu. Hann vottar Vilmundi á
götu á ísafirði lotningu sína með þessum orðum, sem lengi vel eru höfundi og
sennilega lesanda álíka torræð: „Hvílík snilld og unun! Mikið mætti manni
renna til rifja" (I, bls. 107). Það má þó mikið vera, ef hér er ekki kominn
endurómur úr ekki alls kostar ónaglalegri grein Með kossi í Skutli 14. júní
1927, sem höfundur skrifaði um framboð séra Sigurgeirs Sigurðssonar (síðar
biskups) í alþingiskosningunum 1927, en séra Sigurgeir mun hafa talið sig
sammála ýmsum skoðunum jafnaðarmanna, þó að hann byði sig fram utan
flokka á móti Haraldi Guðmundssyni, en studdur af íhaldsflokknum: „Mér er
sem ég heyri hann vitna í heilaga ritningu og segja: „Yfir litlu varstu trúr, yfir
mikið mun ég setja þig“. Og: „Vertu trúr allt til dauðans, og ég mun gefa þér
lífsins kórónu". Og ég heyri íhaldið segja: Hvílík snilld og unun. - En ég
hlusta með andagt á steinþegjandi prédikun konunnar í kjallaranum og
margra annarra hennar líka af verkafólki þessa bæjar, og mér rennur til rifja
ónytjungsháttur minn og ræfilsskapur í baráttunni . . .“ (II, bls. 20-21). Það
yrði því að vera tímatalsskekkja höfundar, þegar hann telur sig helzt minna,