Skírnir - 01.01.1986, Blaðsíða 401
SKÍRNIR
RITDÓMAR
397
að Guðmundur hafi mælt hin fleyguorðsín 1925 (I, bls. 106-107). En hafihöf-
undur rétt að mæla í þeim efnum, hefur hann auðsjáanlega notað orðalag
Guðmundar í hinni óvægilegu grein gegn séra Sigurgeiri árið 1927.
Þó að Guðmundur í Rekavík geti engan veginn talizt hafa verið í höfðingja-
tölu, er ekki ófróðlegt að Iesa um viðtökur þær, sem Vilmundur hlaut á heimili
hans: „Um gistinguna í Rekavík bak Látur er það að segja, að aldrei hef ég
hvílt við íburðarmeiri rekkjuklæði. Gaf þar að líta handbragð Bjarneyjar
Andrésdóttur, hinnar myndarlegu bústýru og barnsmóður Guðmundar
Pálmasonar. Margslungið laufaverk og gataprjál á yfirlaki og verum kodda og
svæfils var einhver hinn hnúskóttasti hvítsaumur, sem ég hef nokkurn tíma
augum litið, en auk þess man ég ekki betur en breitt blúndumilliverk væri bæði
til höfða og fóta í undirlaki. Það ætla ég, að félögum mínum hafi verið búnar
mun alþýðlegri hvílur og þó sæmilegar. Að sjálfsögðu var slátrað kind til mat-
búnaðar næsta dag og engan veginn látið nægja lamb. Éghef ekki verið veizlu-
maður um dagana, því að svo slapp ég frá nokkurra ára þingmennsku og svo
hef ég gegnt landlæknisembætti hartnær háifan þriðja áratug, að ég hef enga
veizlusetið. En það ætlaégengu síður fullvíst, aðskákað geti égjafnvel hinum
veizlureyndustu og átglöðustu samferðamönnum mínum á lífsleiðinni í því,
að þrátt fyrir allt sitt veizlustand hafi þeir aldrei setið yfir stærri steikum en ég
einn virkan síðsumardag í Rekavík bak Láturá Hornströndum. Eftirsteikinni
fór annar viðurgerningur og fagnaður" (I, bls. 115).
Guðmundur Pálmason dugar Vilmundi vel og með góðum árangri í kosn-
ingum í Norður-ísafjarðarsýslu 1933, en öllu miður 1934, enda féll þá
kappinn.
Ekki var höfundur ánægður með að skiljast við kjördæmið með þessum
hætti og gaf því kost á sér til framboðs 1937. Er ekki ófróðlegt til skýringar á
skaplyndi höfundar að líta á rökstuðning hans fyrir framboðinu: „Var hér til
að dreifa nokkrum sportáhuga að endurvinna kjördæmið, svo tvísýnt sem það
var, og ekki segi ég mig lausan við þann hégómaskap, svo óljúf sem mér var
þingseta, að ég æskti ekki heldur að kjósa mig frá henni sjálfur en láta aðra
gera það" (I, bls. 119). Og sjá! Guðmundur Pálmason brást ekki: „Dýrmætt
fylgi hans og hans húss var mér fyllilega tryggt. Enda rættust ritningarnar, og
vann ég kosningarnar eftir atvikum með svo drjúgum atkvæðamun, að ég hef
síðan ekki fundið sérstaka þörf hjá mér til að vinna fleiri kosningar“ (I, bls.
121).
Pað verður svo hver um sig að mynda sér skoðun á því, hvers vegna höfund-
ur greip tækifærið sumarið 1941, þegar alþingiskosningum var frestað, að
segja af sér þingmennsku og gefa sig síðan ekki opinberlega við stjórnmálum.
Á þingi átti hann alla tíð mikla aðild að ýmsum nýmælum, sem lýðræðissinn-
aðir jafnaðarmenn börðust fyrir á þeim árum.
Þátturinn Utan einu sinni er líklega dæmi um það, hvað umræður á Alþingi
geta lagzt lægst, og hefði höfundi verið sæmst að láta þau Jónas frá Hriflu og
Guðrúnu Lárusdóttur ein um karp þeirra um kaffidrykkju á kirkjustöðum.
Þátturinn Fígúruverk um kynni höfundar af Jóhannesi Kjarval er merkileg-