Skírnir - 01.01.1986, Side 402
398
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
ur, ekki síst fyrir það, að móðir Vilmundar og fóstra Kjarvals voru aldavin-
konur, svo að þeir höfðu spurnir hvor af öðrum áður en þeir sáust. Er bersýni-
legt, að tal Kjarvals við Vilmund hefur farið fram í ýmsum tóntegundum og til-
brigðum, en ekki verður þó sagt, að þátturinn sýni annars ókunnar hliðar á
þessum samræðumeisturum.
Áhrifamikil og gagntæk eru hin einu eftirmæli, sem eftir Vilmund liggja og
mega heita orðið sígildar bókmenntir, þar sem þau eru birt hér í fjórða sinn -
Eitt sá tómt helstríð - um Sigríði Elísabetu Árnadóttur, eina barnið, sem af
komst er börnin frá Hvammkoti drukknuðu 1874 í Kópavogslæknum. Sigríð-
ur Elísabet dó á ísafirði árið 1939 á níræðisaldri. Það er margt, sem gerir þessi
eftirmæli minnisstæð: hinn hörmulegi atburður og þjóðkunnugt ljóð Matthí-
asar, innblásið guðmóði, en ekki síður stórbrotin örlög þessarar konu og fá-
gætt sálarþrek og hugarró hennar í þeim hörmungum, sem að henni steðjuðu.
Eftirmæli þessi bera fagran vott um hlýhug og samúðarríkan skilning höfund-
ar, sem þá var kunnari fyrir það að taka ekki alltaf mildilega til orða. Áður hef-
ur verið ýjað að því, að hann muni að upplagi hafa verið flestum mönnum við-
kvæmari í lund. Það kann að vera skýringin á því, að hann mælti ekki eftir
fleiri samferðamenn sína á lífsleiðinni. - Það verður þá ekki heldur sagt, að í
honum hafi hlakkað eins og ungum bókmenntafræðingi yfir öldnum rithöf-
undi: Mikið déskoti verður gaman að skrifa um þig, þegar þú ert dauður.
Sagnaþættir eru alls 28, allir í fyrra bindinu, og verður hér stiklað á stóru um
þá, enda margir áður kunnir.
Ég hef ekki smekk fyrir þættina Frá Guðmundi Gissurarsyni og Sögur af
Lambertsen, en vitanlega kann hverjum að sýnast sitt um þá eins og um svo
margt annað. Þættinum Bráðkvaddir á Hornbjargi hefði mátt fylgja saman-
burður við samtíma heimildir, svo sem kirkjubækur, og ef til vill skýring Vil-
mundar á orsökum að dauða þeirra manna, sem frá segir, enda er hér varla um
eiginlegar þjóðsögur að ræða.
Þátturinn Ólafur í Melgerði kvænist aftur verður að flokkast undir drauga-
sögu, og liggur við, að látinn maður sé þar að leita vínbrúsa síns, og er það
minni ekki óþekkt.
Þátturinn Frá Árna í Háagerði, sem „var bráðlyndur ákaflega og svo hroða-
fenginn í orðum, klæminn og blótsamur, að til þess verður lengi j afnað í Eyj a-
firði“ (I, bls. 180). Þátturinn er skráður eftir Eyfirðingunum Haraldi Leóssyni
skólastjóra og Hans Einarssyni kennara. Hann hefur ekki verið birtur áður,
en þó hafði ég spurnir af honum fyrir allmörgum árum frá öðrum en skrásetj-
anda, og fylgdu þeim spurnum þau ummæli, að þátturinn mundi hafa verið
skráður til að ganga fram af Þórbergi Þórðarsyni, en til þess hefur sjálfsagt
þótt þurfa nokkuð. Á Þórbergur þá að hafa sagt: „Nei, þennan andskota get-
um við ekki birt.“ Sel ég þá sögu ekki dýrara en ég keypti. Það fer ekki á milli
mála, að teprulaust hefur verið hjal þessara mætu ísfirðinga og Vilmundar á
I safj arðarárunum.
Mannskaðinn í Borgarey er ekki ófróðlegur þáttur af sviplegum atburði. En
fyrir minn smekk eru í frásögninni leiddar fram helzt til margar persónur með