Skírnir - 01.01.1986, Síða 403
SKÍRNIR
RITDÓMAR
399
fróðleik um ættir þeirra og venzl, þó að það kunni að geta komið einhverjum
fræðimanni í góðar þarfir.
Sagnir úr Keflavík vestra eru hins vegar einstaklega vel sagðar sögur, áhuga-
verðar og dulúðlegar að efni. Ekki sízt er áhrifamikil lýsing á þessum af-
skekkta stað, þar sem lengi var í byggð kot eitt í víkurdragi úti við hið yzta haf.
Það er engu líkara en að höfundur hafi sérstakan áhuga á afskekktum
byggðum.
Þátturinn Rostungar á Hornströndum er örstutt frásögn, sem stendur þó
fyrir sínu sem framlag til íslenzkrar náttúrufræði.
Hesturinn í Stakkadalsós er frásögn af furðulegum fyrirburði, skráð eftir
trúverðugri konu, þar sem „framliðinn“ hestur varar konuna við að ganga á ísi
viðsjárverða leið. Að vísu hefði verið fróðlegt, ef rannsókn hefði farið fram á
því, hvort ísinn á þessari fyrirhuguðu Ieið konunnar hefur verið ótraustur eða
með hættulegri vök, ef þessi sýn hefur átt að vera sérstök viðvörun til konunn-
ar.
Þátturinn Frá Jóni Ebba er ósvikin sjómennskusaga, en minnir um sumt á
það, sem Vilmundur kallaði í frásögnum sínum „vestfirzkan djöfuldóm“ og þá
engan veginn laus við lotningartón.
Kveðskapur Símonar Dalaskálds er þáttur, sem veitir skemmtilega staðfest-
ingu á því, ásamt með góðum dæmum um það, sem menn hafa að vísu vitað
áður, að Símon taldi það aldrei eftir sér að yrkja um allt fólk, sem varð á vegi
hans, unga og aldna. Sjálfsagt hefur hann glatt margt barnið með góðlátlegum
vísum sínum.
Mæðgurnar undan Núpi er skemmtileg þjóðsaga, en ekki er ég jafntrúaður
á sannsögulegan kjarna hennar og skrásetjandi, enda hvergi bent á heimild
fyrir því, að dótturdóttir Þorláks sýslumanns Einarssonar hafi dvalist eða jafn-
vel alist upp í Hollandi. Steinar með skálum í, líklegar til að vera þvottalaug-
ar, er óþarft að setja í samband við hollenskt tærilæti, einkum af því, að ekki
er víst, að þrifnaður í Hollandi um 1600 hafi verið eitthvað í líkingu við það,
sem síðar varð. Einnig má benda á, að skálar í steinum, sennilega gerðar af
mannahöndum hér á landi og notaðar sem handlaugar, eru miklu eldri en
þessi vestfirzka skál er að mati höfundar. Ég minnist t. d. slíkra steina við
skáladyr bæði á Stöng í Þjórsárdal og Þórarinsstöðum á Hrunamannaafrétti,
en rústir þeirra bæja, sem fóru báðir í eyði í Heklugosi um 1100, lágu óhreyfð-
ar, unz þær voru grafnar upp á þessari öld. Um þessa steina við inngang í
gamla bæi verður að vísa til fræðirita, svo sem Árbókar Hins íslenzka forn-
leifafélags. - í mesta lagi get ég fallizt á, að freistandi sé að setja söguna í sam-
band við téðan Þorlák sýslumann, en of djarft er að gera ráð fyrir, að hún
geymi minjar um Hollandsdvöl dótturdóttur hans.
Afbókfelli eilífðarinnar er þríeinn þáttur, inngangsritgerð eftir Vilmund og
tvær dulrænar sögur, skráðar eftir Guðjóni Samúelssyni húsameistara, báðar
býsna athyglisverðar, hinar ágætustu að orðfæri, og bera það með sér, að þær
eru sagðar af heilum hug og af mestu samvizkusemi. Helzt þykir mér það rýra
seinni frásögu Guðjóns, að sannleiksgildi hennar er að nokkru leyti komið