Skírnir - 01.01.1986, Síða 404
400
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
undir traustleika hins kunna manns, Jóhannesar á Borg, sem ég hafði lítil sem
engin kynni af, en reyndi einu sinni að hinu furðulegasta óðagoti og írafári,
sem maður hefur verið gripinn í minni viðurvist. En hið besta eru sögurnar
sagðar, og varlega skyldu menn rengja frásagnir skilríkra og óljúgfróðra
manna.
{ þættinum Dómur um þjóðsögur er aðalatriðið skemmtilegur níðkveð-
skapur séra Bjarna Sveinssonar (1813-1889) á Stafafelli um Þjóðsögur Jóns
Árnasonar. Sannleikurinn er líka sá, að útgáfa þeirra var umdeildari á sínum
tíma en höfundur vill vera láta. Séra Árni í Görðum hefði helzt viljað láta
prenta ósómann (Þjóðsögurnar) á latínu til þess að gera ekki alþýðu manna
vitlausa í myrkfælni. „Það er rétt gott fyrir þá lærðu, sem þurfa að hafa eitt-
hvað til að leika sér við, af því þeir hvorki kunna að róa eða slá“ (Ur fórum J.
Á. I, bls. 355-356). Þess er líka að minnast, að Jón Sigurðsson hlaut ekki ein-
róma lof fyrir það sem forseti Bókmenntafélagsins að eiga þátt í að greiða fyrir
útgáfu þjóðsagnanna, en þar komu raunar einnig fjármál við sögu. Vafalaust
mætti víðar finna níð um þjóðsögurnar frá þeim tímum, sem höfundur gerir
einkum að umtalsefni, og væri það ekki ófróðlegt frá bókmenntasögulegu og
menningarsögulegu sjónarmiði að draga það fram í dagsljósið. Andi upplýs-
ingarinnar gerði menn fráhverfa þjóðsögum, sem vissulega eiga flestar rót
sína í hjátrú; „til skamms tíma höfum vér flestir íslendingar amazt við alþýðu-
sögum af því þær væru hjátrú,“ segir Jón Árnason 1861 (Þjóðsögur J. Á. Ný
útgáfa, Rv. 1954,1, bls. xvii). J’essi andi lifði lengi, oghansgætir jafnvelenn.
Þátturinn Tvœr kosningavísur eftir Þorstein Erlingsson sýnir berlega, að
ekki hefur kveðið mikið að Þorsteini sem áróðursmanni í stjórnmálaþjarki.
Hitt er þó lakara, að vísurnar auka ekki verulega skáldhróður hans. Raunar
gegnir sama máli um þáttinn Tvcer stökur eftir Örn Arnarson. En það á þó full-
an rétt á sér að halda til haga vísum eftir þessi bragfimu öndvegisskáld eða
góðskáld, hvort sem menn vilja heldur kallasvo, þó aðmönnum finnist e. t. v.
ekki sérlega mikið til listagildis vísnanna koma.
Hér er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um þrjá næstu þætti (Hjálpið
þið upp á hreppstjórann, Afturganga Eyjólfs í Mörlungu og Faðirinnfyrir son-
innsór), sem mér þykir minna til koma en margra annarra þátta ogstyðjast lítt
við persónulega reynslu höfundar eða viðmælenda hans. Þess skal aðeins getið
um fyrsta þáttinn, að óviðkunnanlegt er að hafa orð á því í textaskýringum
höfundar, að kona, sem hvergi kemur við frásögnina, hafi verið talin með af-
brigðum óþrifin, þó að manni hennar sé brugðið um það í níðkvæði, að hann
sé lúsugur. Um þrifnað mannsins er hins vegar ekki vikið einu orði. Réttast
væri e. t. v. að vísa málinu til jafnréttisráðs.
Öðru máli gegnir um þáttinn Valtýr á grœnni treyju, sem fjallar um höfund
samnefndrar og vel kunnrar austfirzkrar þjóðsögu eða öllu heldur um heimild-
armann að þekktustu gerð þessarar sögu. Ótvírætt er, að Vilmundi hefur tek-
izt af mikilli glöggskyggni með atbeina ættfræðiþekkingar sinnar að sýna fram
á, hver var heimildarmaður (sem Vilmundur kallar með vafasömum rétti
höfund) þeirrar Valtýs sögu, sem Magnús Bjarnason (1839-1928) frá Hnappa-