Skírnir - 01.01.1986, Side 405
SKÍRNIR
RITDÓMAR
401
völlum skráði og Jóhann Gunnar Ólafsson hefur gert allrækilega grein fyrir í
útgáfu sinni af þjóðsögum Magnúsar (Rvík 1950). Er svo að sjá sem þessi sami
heimildarmaður hafi skráð uppkast það af sögunni, sem birt er í skýringum
Jóhanns Gunnars. í þessari frásögn er sagan látin gerast á sýslumannsárum
Jóns Arnórssonar í Suður-Múlasýslu (1769-1778). Á því eru þó ærin tor-
merki, eins og fram kemur í orðum Jóhanns Gunnars og raunar einnig Vil-
mundar. Hitt er gersamlega fráleitt, sem Guðni Jónsson síðar prófessor hélt
fram í tímaritsgrein í Helgafelli 1943, að Valtýs saga sé tilbúningur einn, þ. e.
uppspuni einn og hafi aldrei haft við nein munnmæli að styðjast. Mér finnst,
að Vilmundur gefi þessari skoðun Guðna fullmikið undir fótinn í hinum
merka þætti sínum, þó að því verði ekki neitað, að saga er saga, misjafnlega
listræn, hvort sem hún hefur gengið í munnmælum eða ekki. Viðurkennt skal,
að sumt er það í sögu Magnúsar, sem sver sig meira í ætt við skáldsögu en
þjóðsögu, svo að Guðna, sem varla hefur þekkt söguna frá öðrum en Magnúsi
(í Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar, jafnvel í Austra 1884) og Sigfúsi Sigfússyni,
sem styðst að langmestu leyti við Magnús, er nokkur vorkunn. T. d. eru dóms-
orðin í frásögn Magnúsar ærið skáldskaparleg og virðast lítt líkleg til að geym-
ast í munnmælum. Af þeim tveim öðrum Valtýsfrásögnum, sem birtust í út-
gáfu okkar Árna Böðvarssonar (önnur er raunar áður birt í fyrrnefndum
skýringum Jóhanns Gunnars) af þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar (I-
V, Rvík 1954-1961), er ljóst, að sagan er skráð eftir munnmælum, sem eru
óháð sögu Magnúsar. Einkennilegt er, að Vilmundur skuli engu skeyta svo-
felldum orðum Sigmundar Long, sem hann lætur fylgja frásögn sinni: „Þess er
að geta að ekki segja allir eins sögu þessa, eins og svo margar af sögum okkar.
En nú er hún rituð eftir því sem flestir hafa og ég hélt fyllst og réttast. Ekki hef
ég getað vitað á hvaða tíma þetta var eða neitt þess háttar sem þó væri fróðlegt
að vita hvurju tímabili sá eða sá viðburður er eignaður, því allt þess háttar er
til að gjöra sögurnar því merkilegri og getur e. t. v. verið nauðsynlegt í vís-
indalegu tilliti“ (Þjóðs. J. Á. IV, bls. 668). -Ennþá hefur ekki verið prentuð
elzta gerð þjóðsögunnar, sem þekkt er, en hana hefur skráð Jón Sigurðsson í
Njarðvík (1801-1883), líklega um 1860 (sbr. tilvitnun Óskars Halldórssonar í
Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, Rvík 1982,1, bls. 104). Þetta handrit Jóns í
Njarðvík virðist hafa komið Jóni Árnasyni í hendur 1874, en einhvern veginn
lent áflækingsíðar, ogkomekki í Landsbókasafn fyrr en 1977. Jón í Njarðvík
gerir svofellda grein fyrir sögu sinni: „Þessa sögu sagði Hjörleifur sterki mér,
eptir gömlum mönnum, enn ártal ekki, og ekki hvör þá var valdsmaður í
Múlaþingi. - J. S.“ (Lbs. 4201, 8vo). Hjörleifur sterki Árnason í Snotrunesi
(annar nafnkunnra Hafnarbræðra) var uppi á árunum um 1760-1831 og hefur
því getað munað menn, sem fæddir voru laust eftir 1700. Það eru því alls engin
líkindi til, að efni sögunnar eigi sér stoð í atburðum á 18. öld. Öllum þessum
sögum er sameiginlegur fastur og óbifanlegur kjarni, þó að mismunandi
sagnaminni slæðist með hjáhinum ýmsu skrásetjendum. Eftirtektarvert er, að
allar sögugerðir nefna Valtýsvetur, hörkuvetur, sem gerir eftir aftöku hins
saklausa Valtýs. Nú vill svo vel til (heimild mín: Jón Marinó Samsonarson
26 — Skírnir