Skírnir - 01.01.1986, Síða 407
SKÍRNIR
RITDÓMAR
403
hinn sérstæða mann Árna Þorvaldsson menntaskólakennara á Akureyri, sem
fáir hafa sennilega haft náin kynni af.
Þátturinn Blóðblöndun og bíldhöggvarar er fróðleg grein um íslenzkt móð-
erni danska myndhöggvarans Edvards Eriksens, sem mest orð hefur getið sér
fyrir hafmeyna frægu við Eyrarsund. Höfundur gerir sér títt um vafasamt fað-
erni þessarar konu, sem hefur þó fengið prentað nafnið sitt óbrenglað í dönsk-
um fræðiritum, sem aðeins fáir Islendingar geta státað sig af. Vonandi verða
þessir tilburðir höfundar ekki til þess, að Danir færist nú í aukana við að hafa
íslenzkt faðerni af Thorvaldsen.
Þátturinn Sagnir úr œttartölum og flokkurinn Laust og bundið hafa að
geyma fjölþætt efni, sem yrði of langt mál að rekja nákvæmlega. Þó er þarna
elzta ritverk höfundar, Palladómur um Árna Jónsson frá Múla, frá 1910,
snaggaralega skrifaður að hæfilegum ungæðishætti skólapilts. Þarna eru líka
tvö lagleg ljóð í stíl Heines (eða Þórbergs?) frá ísafjarðarárunum, enn fremur
nokkrar meinlegar stökur í gamansömum tón, þar sem hver fær þó sitt. Ekki
er laust við, að þátturinn Nokkrar persónulegar stíltegundir sé í fullmiklum
ertnistón eða beri með sér nokkra kerskni og þarfleysuhjal. Ekki dettur mér
í hug t. d. að kalla stíl höfundar andkafastíl, þó að honum sé býsna mikið niðri
fyrir, jafnvel af litlu tilefni. Þegar kemur að gátum og öðru smælki, sem helzt
eiga það erindi að reka menn á gat, hlýtur maður á mínum aldri að hugsa til
ummæla Finns Jónssonar um riddarasögur og ráðlegginga hans við lestur
þeirra: „. . . derimod er de deraf fölgende begivenheder i det hele noget af det
kedeligste, der gives. Det hele bliver en kæde af frygteligheder og uhyrlig-
heder af enhver art; navnlig er kampskildringerne ulidelige, og de er netop
báda mange og lange; dem skal man helst springe over . . .“ (Den oldnorske
og oldislandske Litteraturs Historie, Kh. 1934, III, bls. 99).
Hins vegar er skylt að gefa fullan gaum flokknum íslenzkt mál, en þeir þætt-
ir varða ekki sízt nýyrðasmíð. Á því sviði vann höfundur stórmerkilegt starf
um dagana. Hinu er ekki aðneita, að mjögkennir í þessum flokki harðskeyttr-
ar málafylgju, sem kann að kitla suma lesendur og helzt þá, sem ekkert vita,
um hvað málið snýst, enda er vandséð, hvaða erindi þessi tónn á inn í fræðileg-
ar umræður. Af greinum í þessum dúr er vitanlega frægust Vörnfyrir veiru.
Það hefur vonandi ekki fariðfram hjáneinum, hvað veira er, endasómirorðið
sér hið bezta í málinu. Þó er ég svo forhertur, að mér finnst orðið vírus ekki
fara illa við hliðina á orðinu baktería, sem aldrei verður útrýmt úr málinu, þó
að við höfum orð eins og gerill, sýkill, sóttkveikja, smitefni og sóttarefni
(Samheitabók), sem varla eru nothæf nema í sérstökum samböndum. Eðaeru
veirur (vírur, vírusar) ekki einnig smitefni, sóttarefni og sóttkveikjur, ef þau
eru skilin eftir hinu rómaða gagnsæi þeirra? Þegar talað er um gerla, mun flest-
um verða hugsað til skyrs, súrdeigs, öls eða annarrar matargerðar. Þó að höf-
undur eyði miklu púðri í að hæðast að orðinu prímus, er þó ekkert annað orð
að finna í hinni nýju Samheitabók og Orðabók Menningarsjóðs um þennan
gamla þarfagrip, sem fram undir þetta hefur verið ómissandi á ferðalögum