Skírnir - 01.01.1986, Page 408
404
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
þess fólks, sem kýs að annast matseld sína sjálft í tjaldi á áfangastað, eða til að
ræsa hreyfla í vélbátum, sem lengi stóðu undir helzta atvinnuvegi þjóðarinnar.
En hví þá ekki að skopast að algengum mannanöfnum eins og Lárus, að
ógleymdum fornum mannanöfnum eins og Magnús og Markús? Eru ending-
arnar -us, -ús eitthvað hættulegri eða hlægilegri en endingamar -as, -es í Jón-
as og Jóhannes? Svo á það að vera einhver goðgá, að vírus sé karlkyns á ís-
lenzku, af því að virus er hvorugkyns í latínu. Mörg orð, sem hafa borizt út um
heiminn, runnin úr latínu, hafa skipt umkyn. Orðið cruxálatínu er kvenkyns,
kross á íslenzku karlkyns og kors á dönsku hvorugkyns. Sannast mála um
enska orðið cross er líklega, að það sé kynlaust. íslendingum finnst einhvern
veginn, að -us í latínusé karlkynsending. Því varð manntetri á að segja: Venus
karlinn. Ég skal játa, að mér hefur aldrei fundizt mannsnafnið Filippus sérlega
fallegt, en þó höfum við íslendingar látið okkur sæma að nota það samfellt allt
frá blómaskeiði íslenzkrar sagnaritunar á 13. öld. Ekki er ég heldur svo vand-
látur, að ég fordæmi orðin kýprus (kíprus?) og sedrus um suðrænar viðarteg-
undir. - Ekki get ég fallizt á, að hlj óðasambandið-ír- sé svo háskalegt sem höf-
undur lætur í veðri vaka, enda skirrðist Þórður í Svartárkoti ekki við að grípa
til þess í hringhendu, sem tilfærð er í ritinu. Ég er líka svo sljór, að orðið víra-
virki særir ekki eyru mín. Höfundi hefði líklega verið það að skapi, sem ung-
lingar í austfirzkum sjávarþorpum öpuðu eftir enskum togarasjómönnum að
kalla togvíra og aðra myndarlega víra í skipum væíra og það löngu áður en hin
hræðilega enska fór að tröllríða okkar ylhýra máli (fyrst höfundur hefur sér-
stakt dálæti á „skældu" ensku hljóði (sbr. I, bls. 328)). -Það er hægt að ofgera
málinu með íslenzkun tökuorða, rétt eins og mörgu öðru. Við skulum hugsa
okkur, að einhver mjög strangur málvöndunarmaður færi að rjála við orðið
píramídi. í því orði kennir svei mér margra miður hollra grasa: p-ið í upphafi
orðs sæmir ekki germönsku máli, þó að umbera verði Pétur og Pál; -ír- og-íd-
er hvort tveggja fyrir neðan allar hellur. Hvernig væri þá, að píramídarnir
nefndust feirumeiðar eða öllu heldur ófeyrumeiðmar vegna góðrar endingar
kjörgripa þessara og notagildis þeirra til að hafa fé út úr fjársterkum ferða-
löngum? Einhverjum fyndist þetta vafalaust gagnleg „fölsk eþýmólógía“, sem
höfundur hafði eftir „frjáslyndum málfræðingi", að „hentaði einmitt oft
mætavel til að setja svip á nýyrði . . .“ (I, bls. 339). Þetta er aðeins tekið sem
örlítið sýnishorn. Sambærileg orð skipta þúsundum í íslenzku máli. Mér finnst
þó, að íslenzkir málræktarmenn hafi fyrst um sinn brýnni verkefnum að sinna
en útbúa „falskar eþýmólógíur" á alla erlenda orðstofna í málinu. - Ég er ekki
frá því, að ég hafi verið helzt til neikvæður í dómi mínum um þáttinn Vörnfyr-
ir veiru, enda skal viðurkennt, að maður, sem slíka grein skrifar, er fimur
skylmingarmaður og kann vel til vígs. Það er aðeins blærinn, sem mér finnst
ekki hæfa tilefninu.
Margt er vel sagt og þarft í öðrum greinum höfundar um íslenzkt mál, en
ekki allt óumdeilanlegt. Höfundur talar réttilega um það, að ekki tjái að deila
umsmekkinn. Hæpiðert. d. aðgera harkalegaatrennuaðgömlumoggrónum
orðum eins og brjósthimna og lífhimna (hvaðan sem hið síðara kann að vera