Skírnir - 01.01.1986, Qupperneq 410
406
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
rúmum mánuði áður en ísland var hernumið af Bretum. Ekki er tiltökumál,
þótt ýmsir fyndu sárt til þess, að lýðræðisþjóðir heims áttu þá í vök að verjast.
En veður voru þá öll válynd í íslenzkum stjórnmálum og allur umheimur blóði
drifinn. Að öllu varð að fara með gát í stjórnmálabaráttunni, ef ekki ættu að
verða teknar gerræðislegar ákvarðanir um það, hverjir væru lýðræðinu í land-
inu hættulegir, og í því skyni beitt aðferðum, sem fælu í sér hættu fyrir lýðræð-
ið sjálft. Orð höfundar voru sannarlega í tíma töluð. Það leynir sér þó ekki og
kemur skýrt fram í greinum síðar í seinna bindinu, að ræðan er a. m. k. öðrum
þræði þáttur í stjórnmálauppgjöri og öðrum árekstrum höfundar og Jónasar
Jónssonar frá Hriflu, sem átti einmitt um þessar mundir í margvíslegum úti-
stöðum, bæði við listamenn og stjórnmálamenn, enda var nú skammt að bíða
einangrunar hans í stjórnmálabaráttunni.
Næsti kafli er Heilbrigðismál, alls 17 þættir. Þeir eru því allir á sérsviði höf-
undar. Er ekki nema eðlilegt, að þeir séu sundurleitir að efni á svo víðu sviði,
en ekki eru þeir síður ólíkir að framsetningu, einkennast sumir af rósemi og
rökvíslegri hugsun, en augljóst er, að við samningu sumra hefur höfundi
hlaupið kapp í kinn, enda eru þá jafnan til umræðu deilumál dagsins eða aðrar
uppákomur.
Tveir fyrstu þættirnir fjalla um áfengismál, Að kunna að drekka, fyrirlestur
frá 1924, og Áhrif öldrykkju á aðra áfengisneyzlu, frá 1932. Höfundur var
sjálfum sér samkvæmur í orði og verki alla ævi og vildi takmarka sem allra
mest neyzlu áfengra drykkja og aðgang manna að þeim. Enn í dag sækja and-
stæðingar bjórfrumvarpa, sem öðru hverju eru lögð fram á Alþingi, rök í hina
síðarnefndu grein.
Tveir næstu þættir fjalla um svokallað Kleppsmál, þar sem holskeflur risu
fjöllunum hærra á útmánuðum 1930 eins og raunar einnig í Islandsbankamál-
inu, sem stóð yfir næstum samtímis. En bæði duttu þessi mál í dúnalogn,
a. m. k. um hríð, meðan fagnaður Alþingishátíðarinnar upp úr Jónsmessu um
sumarið gagntók hugi manna. Fyrri grein Vilmundar nefnist Kleppsmálið -
Athugasemdir og skýringar og er tiltölulega hógvær greinargerð embættis-
manns, miðað við önnur samtíma blaðaskrif um málið. Fyrirsögn síðari grein-
arinnar, Trúin á lygina - Svar til prófessors Guðmundar Hannessonar, sýnir
berlega, að nokkuð er farið að hitna í kolunum, eins og eftirfarandi málsgrein
sýnir: „Læknablaðið og önnur flokksblöð íhaldsins sýna mér sem sé þann
drengskap að birta hvers konar árásir á mig, en neita mér um rúm til að bera
höndfyrir höfuð mér“ (II, bls. 86). -Skylt er að geta þess, að höfundurhefur
staðhæft það í fyrri greininni, að honum hafi verið synjað um birtingu svar-
greina í Morgunblaðinu og Læknablaðinu við árásum þessara blaða á land-
lækni vegna framkomu hans í þessu máli. Guðmundur Hannesson hefur reynt
að hanka Vilmund á orðum hans um vanmátt lækna til að lækna meginþorra
sjúkdóma, en Vilmundur gerir sér lítið fyrir og tilfærir 17 ára gömul ummæli
Guðmundur, sem ganga mjög í sömu átt (II, bls. 89), enda telur Guðmundur,
að margir læknar vilji viðhalda þessari fölsku oftrú fólks á mátt lækna. Þá bætir
Vilmundur við: „G. H. gefur síðan þessum hugsunarhætti ágætt heiti og kallar