Skírnir - 01.01.1986, Side 411
SKlRNIR
RITDÓMAR
407
hann trúna á lygina“ (II, bls. 90). Virðist mér þá komin til skila afsökun fyrir
höfund á nafni greinarinnar. Pað væri synd að segja, að þessar greinar séu
varfærnislega orðaðar í viðkvæmu deilumáli, en sannarlega gengur höfundur-
inn níðs ókvíðinn á hólm við Læknafélagið og ögrar því í lok síðari greinarinn-
ar.
En hvert er svo orsakasambandið milli Kleppsmálsins og þess, að Jónas
Jónsson gegndi ráðherrastörfum aðeins um skamman tíma eftir þetta og varð
aldrei aftur ráðherra, þó að flokkur hans væri þá langtímum saman aðili að
ríkisstjórnum? Að vísu varð Jónas ekki áhrifalaus í stjórnmálum fyrr en all-
löngu síðar, en þess var einnig skammt að bíða, að leiðir skildu algerlega með
honum og forsætisráðherranum og forseta sameinaðs þings á því herrans ári
1930, sem dr. Helgi Tómasson hafði ekki leynt grun sínum. Spurningunni um
orsakasamhengið verða sagnfræðingar framtíðarinnar að svara. Aðrar grein-
ar í þessu ritsafni bera þess ærin merki, að oftar en einu sinni skarst í odda með
þeim höfundi og Jónasi. Gekk þá á ýmsu milli þeirra, og dró hvorugur af sér.
Heilsuverndarstöð í Reykjavík er raunar bréf, sem höfundur skrifar bæjar-
ráði Reykjavíkur 1934. í eðli sínu er þetta vel og skipulega samin tillaga um
einn hinn mikilsverðasta þátt heilbrigðismála, rökvíslega fram sett og hin
þarflegasta ádrepa landlæknis á sínum tíma.
Vörusvikin ogþjóðfélagið er mynd, sem máluð er nokkuð dökkum litum um
ávirðingar „auðvaldsskipulagsins“, enda mjög vitnað til hinna kunnu brezku
Webb-hjóna, sem voru ódeigir sósíalistar og sáu fyrir sér óskalönd framtíðar
í hillingum á sinni tíð. Raunalegt er þó, að við nútímamenn, sem höfum fengið
að kynnast vörum frá þeim ríkjum, sem hvað ákafast kenna sig við sósíalisma,
höfum þá reynslu, að þær eru yfirleitt sýnu verri en framleiðsla „auðvaldsríkj-
anna“, svo sem vélar, sem oft vilja sundrast við fyrstu átök, sem þeim eru
ætluð. Þó að í hugann komi við lestur greinarinnar hið fornkveðna: „Fár
bregður hinu betra, ef hann veit hið verra“, mun það þó sannast mála, að ekki
veitir af skynsamlegu og öflugu aðhaldi neytendasamtaka, til þess að kaup-
endur svikinnar vöru geti náð rétti sínum.
Einn hinna viðameiri og kjarnbetri þátta í seinna bindinu nefnist Straumur
og skjálfti í landinu - Ritað gegn hjátrú, sem er raunar greinaflokkur frá 1936
um afskipti af skrifum ýmissa forvígismanna Sálarrannsóknafélags íslands,
sem mótmælt höfðu kröftuglega skrifum Halldórs Kiljans Laxness í Alþýðu-
blaðinu á sama ári gegn galdra- og huldulækningum, öðru nafni „straum- og
skjálftalækningum“ í Skagafirði. í skrifum sínum hafði Halldór vitnað um af-
leiðingar þeirra til heilbrigðisskýrslna. Höfðu skrif þessi farið mjög fyrir
brjóstið á mönnum eins og Einari H. Kvaran, Jakobi Jóh. Smára, Jónasi Þor-
bergssyni og séra Kristni Daníelssyni, sem allir voru meðal forvígismanna
spíritista hér á landi og þótti nærri sér höggvið. - í þessum greinaflokki Vil-
mundar skortir hvorki fimleika né rökvísi. Hann neitar því aldrei, að svokall-
aðar „andlegar lækningar“ geti gert sitt gagn, en leggur áherzlu á, að allir, sem
við lækningar fást, hafi tilskilið lækningaleyfi lögum samkvæmt. Yfir þættin-
um er einhver ferskur léttleiki, sem sýnir, að höfundi hefur ekki þótt ástæða