Skírnir - 01.01.1986, Qupperneq 412
408
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
til að grípa til „fastra skota“ í þessari viðureign, þó að ekki skorti lýsingar
hroðalegra afleiðinga skottulækninga eftir traustum heimildum, bæði hér á
landi og erlendis, einkum í Noregi. Pað fer ekki heldur milli mála, að þrátt fyr-
ir grundvallarágreining gætir höfundur fyllstu hæversku gagnvart Einari H.
Kvaran, sem hann ber augljóslega mikla virðingu fyrir. Gaman er að viðtali,
sem höfundur hermir frá, að hann hafi átt við skipstjóra einn, sem hafði mikla
trú á miðlum og þá sérstaklega til ýmiss konar lækninga. Vilmundur leggur þá
fyrir skipstjóra þær spurningar, hvort ekki væri óhætt að fela miðlum ýmis
önnur nákvæmnisstörf, svo sem úrsmíði, verkfræðilega útreikninga, banka-
starfsemi og loks skipstjórn, sbr. það að Sigurður Ingjaldsson á Balaskarði,
alls ólærður í siglingafræði, bjargaði að sjálfs hans sögn skipi heilu í höfn, eftir
að vanur skipstjóri hafði gefizt upp. Andmælandi höfundar vildi þá flokka af-
rek Sigurðar undir slympilukku. „Nema Sigurður hafi verið gæddur dular-
gáfu“ sagði þá höfundur. Hummaði þá í skipstjóra og ennþá meira, þegar höf-
undur spurði, hvernig væri að veita miðlum skipstjórnarréttindi (II, bls. 135-
139). Þessi aðferð höfundar minnir ekki lítið á þá aðferð Sókratesar að spyrja
viðmælendur sína í þaula og reka þá þannig á stampinn.
Tveir næstu þættir eru háfræðilegs og embættislegs eðlis, Afkynjanir og van-
anir, greinargerð með stjórnarfrumvarpi frá árinu 1937, samþykktu á Alþingi
sama ár sem lög, sem tóku gildi snemma árs 1938, „um að heimila í viðeigandi
tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt“ (II, bls.
164), en hinn er yfirlitsgrein höfundar á ensku, Icelandic Birth Control and
Fœticide Act, „um leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða
barnshafandi og um fóstureyðingar" (II, bls. 174), en íslenzk lög um þau efni
frá 1935 höfðu vakið talsverða athygli meðal lækna erlendis. Er ekki ástæða
til, að leikmaður fjölyrði um þessa þætti hér. Hinn fyrri fjallar á fræðilegan
hátt um viðkvæmt og vandmeðfarið mál. Ekki er heldur ólíklegt, að síðari
þátturinn geti enn vakið áhuga, þar sem mjög hafa verið til umræðu að undan-
förnu yngri og núgildandi lög um fóstureyðingar.
Þátturinn Úr formála þýðanda Borgarvirkis verður til að minna á framúr-
skarandi skemmtilega þýðingu höfundar á skáldsögu brezka læknisins A. J.
Cronin, The Citadel, sem kom út á íslenzku 1939. Mikið var á sínum tíma rætt
um siðferðilegan bakgrunn þessarar hugtæku skáldsögu, ekki einungis í Bret-
landi, heldur víðar um lönd. Var ekki trútt um, að jafnvel meðal íslenzkra
lækna gætti þess viðhorfs, að landlæknir gæti haft þarflegri iðju með höndum
en þýða skáldverk, þar sem læknastéttinni væri borin herfilega sagan. Þýðandi
telur, enda þótt í verkinu sé miðað við brezkar aðstæður, „að bókin eigi erindi
um allar jarðir" (II, bls. 183) og álítur það grunnfæran skilning á verkinu, að
í því felist vægðarlaus árás á lækna og læknastétt. „Þá fyrst ætla ég“, segir
hann, „rétt lesið, ef mönnum skilst betur eftir en áður, að ef læknastéttin er
breyskari eða á lengra í land að fullnægja heiðarlega köllun sinni en aðrar
stéttir, sé það af því, að meira er af henni krafizt en öðrum stéttum, enda henni
flestum, ef ekki öllum stéttum fremur búnar þær freistingar í starfi sínu, að
hún væri skipuð guðum einum, en ekki mönnum, ef einstökum meðlimum