Skírnir - 01.01.1986, Síða 414
410
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
upphafi haft með sér vel skipulögð samtök, svo að stundlegum hag þeirra sé
næsta vel borgið, enda hafi „ýmsar aðrar stéttir . . . orðið að þola og þrauka
til að ná svipaðri aðstöðu í þjóðfélaginu" (II, bls. 219). En gæta verður þess,
að orð þessi eru skrifuð 1942, svo að vafalaust horfa kjaramál þessarar stéttar
sem annarra öðru vísi við í dag en fyrir 44 árum.
Þátturinn Heilsuvernd á íslandi (frá 1944) er náskyldur þættinum Heilsu-
verndarstöð í Reykjavík (um áratug eldri), sem gerð hefur verið grein fyrir hér
að framan. Þó er í þessari seinni grein lögð meiri áherzla en í hinni fyrri á að
vara við háværum áróðri þeirra manna, sem oft hafa hinn furðulegasta hræri-
graut trúarbragða og vísinda að undirstöðu (II, bls. 232). Taki þeir nú sneið,
sem eiga.
Þátturinn Mýll og miski - Hugleiðing um trúnaðargát íslenzkra lœkna teng-
ist mjög, eins og nafnið bendir til, öðrum greinum höfundar, er varða siðaregl-
ur lækna, svo sem fyrri greininni um stállungað annálaða, sem drepið var á hér
að framan. Annars virðist grein sú, sem höfundur gerir að umtalsefni, sízt við-
sjárverðari sem birting sjúkrasögu óviðkomandi fólki til aðgöngu heldur en
fjölmargir læknaráðsúrskurðir, sem árum saman hafa verið birtir í Heilbrigð-
isskýrslum. Þó að nöfn hlutaðeigandi persóna séu dulin, getur venjulegur
leikmaður í okkar fámenna þjóðfélagi með hjálp annarra gagna og öðrum
fyrirhafnarlitlum eftirgrennslunum snuðrað uppi, hvaða persóna hefur átt í
hlut. Sama máli gegnir vafalítið um sjúkrasögu fólks, sem stundum má lesa um
í prentuðum hæstaréttardómum. En vissulega drepur höfundur hér á mikils-
vert samfélagslegt vandamál, og þátturinn er laus við þann glettnisbrag, sem
stundum ber á í ritinu.
Umsögn um laun til handa Benedikt Kristjánssyni er gott dæmi um þá kald-
hæðni, sem alloft gætir í þáttum höfundar, jafnvel þeim, sem skrifaðir eru í
embættisnafni eins og þessi. En hafa verður hugfast, að efnið tengist skottu-
lækningum, sem varða mjög embætti landlæknis og hann hlýtur að þurfa að
hafa vakandi auga með. Greinin er því verulega skyld skrifunum um straum-
og skjálftalækningar, sem getið hefur verið hér að framan. Umsögnin er í té
látin í desember 1956 í tilefni þess, að alþingismaður hefur lagt til við fjárveit-
inganefnd, að ákveðnum manni, gullsmiði að mennt og iðn, verði veitt árleg
laun úr ríkissjóði fyrir að hafa „fundið upp lyf“, segir höfundur, „við sjúk-
dómi, sem almennt er nefndur ekzem, en ég nefni á íslenzku exi“ (II, bls. 237).
Þar er skemmst frá að segja, að höfundur fer um tillöguna hinum háðulegustu
orðum, en gætir þess jafnframt að styðja ummæli sín læknisfræðilegum
rökum. Ekki fæ ég þó séð, hvað unnið er við það að kalla exem (ekzem,
eczem, sem einnig bregður fyrir í ritinu) exi á íslenzku, því að hið erlenda orð,
sem sjálfsagt er að stafsetja á sem einfaldastan og eðlilegastan hátt, fellur eins
vel að íslenzku beygingarkerfi ogá verður kosið, ekki síður enfjölmörgönnur
orð, erlend að uppruna, sem unnið hafa sér þegnrétt í málinu. Má þar tilnefna
orðið sement, sem varla nokkur maður kallar steinlím, enda má gera ráð fyrir,
að ýmis önnur efni en sement séu notuð til að líma saman steina. - Síðasta
kafla umsagnarinnar, sem er lítið annað en almennar glósur um óþarfa fjár-