Skírnir - 01.01.1986, Qupperneq 415
SKÍRNIR
RITDÓMAR
411
austur úr ríkissjóði, hefði höfundur að ósekju mátt spara sér, enda styrkir sá
kafli ekki umsögnina.
Þátturinn Eftirmáli þýðanda er fullur af meinlausu gamni, en varðar helzt
siðareglur lækna.
Að síðustu eru svo birt allmörg einkabréf höfundar frá ýmsum skeiðum ævi
hans, og hefur verið vitnað til sumra þeirra hér að framan. Viðtakendur eru:
Valgerður Jónsdóttir (ekkja Jóns í Múla), Guðbrandur Magnússon prentari
og bóndi (síðar forstjóri), Þórbergur Þórðarson rithöfundur, Þórhallur Vil-
mundarson (sonur höfundar, nú prófessor), Margrét Magnúsdóttir húsfreyja
í Aðalvík, ritstjóri Vísis, Kurt Zier skólastjóri og myndlistarmaður, Skúli
Helgason læknir og Benedikt Tómasson læknir. - Þessi bréf eru að ýmsu leyti
góð heimild um viðhorf höfundar á ýmsum tímum. Um innra líf hans sem ungs
manns er mest að græða á hinu fáorða bréfi, sem hann skrifar Valgerði Jóns-
dóttur eftir lát eiginmanns hennar árið 1912, og löngu kaflaskiptu bréfi, sem
hann skrifar Guðbrandi frænda sínum í desember 1914. Mjög svo eftirtektar-
verð eru þau orð, sem útgefandi velur úr bréfinu til Valgerðar og lætur prenta
framan viðþað: „Og hvernig áég að kunna að hryggjast með hryggum, svo að
á beri, þegar ég kann ekki einu sinni að gleðjast með glöðum, svo að í lagi sé?“
(II, bls. 251). Þessi orð skýra betur en langt mál margt í fari höfundar. Þarf þá
síður að undra, að þessi maður gerði sér ekki tíðförult í veizlur og annan
mannfagnað um dagana, eins og raunar einnig hefur verið drepið á hér að
framan. Fróðleg eru ummæli höfundar í bréfi til Þórhalls frá árinu 1935, sem
að mörgu leyti var eitthvert ömurlegasta kreppuárið, a. m. k. á Austfjörðum,
þegar Norðurlandssíldin brást ofan á allt annað: „Á Höfn er skemmtilegt og
lífvænlegt og ólíkt því, sem er á Seyðisfirði. Og hver myndi hafa slíku spáð,
þegar þangað var flúið í dýrðina? Yfirleitt held ég, að hvergi liggi betur á fólki
né bjartar litið á framtíðina en í Austur-Skaftafellssýslu og ekki sízt í Nesjum"
(II, bls. 300-301). Seyðisfjörður hafði ekki heldur beðið þess bætur 1935, að
hann hafði misst aðstöðu sem helzti verzlunarstaður Austurlands. Vonandi
hafa nú hvorartveggju þessar bernskustöðvar höfundar jafnað nokkuð metin
aftur.
Hér verður ekki fjölyrt um bréfin né um aðra þætti þessa ritverks frekar en
orðið er, enda mun umsögn þessa skorta annað fremur en lengdina.
Vilmundur Jónsson var eftirminnilegur maður hverjum þeim, sem honum
kynntist. Hjá honum fóru saman leiftrandi gáfur og sterk skapgerð, enda var
honum margt til lista lagt. Hann var orðheppinn og kjarnyrtur, fundvís á rök
og rökveilur í ræðu og riti. Hann var ör í lund og átti þá til að vera skjótráður
og dómharður. Hann var hamhleypa til allra verka og lét til sín taka á fjöl-
mörgum sviðum þjóðlífsins, í heilbrigðismálum, stjórnmálum ogmargháttuð-
um ritstörfum, bæði vísindalegs og alþýðlegs eðlis. Hann barðist harðri bar-
áttu fyrir margs konar umbótum og aukinni hagsæld alþýðu manna, en ætlað-
ist til þess, að framfarir og bætt kjör Ieiddu til betra og fegurra mannlífs. Hans
mun því lengi verða minnzt sem eins af afburðamönnum íslendinga á 20. öld.
En gæta verður þess, að tíminn líður ört og er fljótur að jafna út spor þeirra,