Skírnir - 01.01.1986, Page 416
412
BJARNI VILHJÁLMSSON
SKÍRNIR
sem hnigu aldnir að árum í valinn, þó ekki sé nema fyrir rúmum áratug, og
jafnvel þeirra, sem vel þekktu til hinna síðarnefndu á sínum tíma. Það hefur
því verið mikið þarfaverk, sem bókaútgáfan Iðunn hefur ráðizt í með útgáfu
þessara tveggja binda með greinum Vilmundar landlæknis. Þórhallur hefur,
sem nærri má um fara, annazt verk sitt af allri þeirri alúð og samvizkusemi,
sem honum er lagin, gert við það nauðsynlegar skýringar og víða samið fram-
an við einstaka þætti stuttar inngangsgreinar, sem ævinlega eru til mikillar
glöggvunar, valið í ritið myndir, sem í senn eru til fróðleiksauka og bókar-
prýði, en auk þess samið nauðsynlegar nafnaskrár. Ef nokkuð vantar á, er það
skrá yfir myndirnar, en um uppruna þeirra má fræðast í formála Þórhalls og
textum, sem fylgja myndunum.
Þórhallur og bókaútgáfan Iðunn eiga því þökk skilið fyrir vandað, tímabært
og skemmtilegt verk.
Bjarni Vilhjálmsson
Matthías Johannessen
BÓKMENNTAÞÆTTIR
Almenna bókafélagið 1985.
í Bókmenntaþáttum sem skiptast í tvo meginhluta fjallar fyrri hlutinn um
bókmenntir nítjándu og tuttugustu aldar. Hann nefnist Úr umhverfi okkar og
er um eftirtalda höfunda og skáldverk þeirra: Grím Thomsen, Sigurð Nordal,
Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Guðmund G. Haga-
lín, Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness, Jón úr Vör, Kristján Karlsson og
Jóhann Hjálmarsson. Síðari hlutinn ber heitið Umhverfis Sturlu Þórðarson og
fjallar um fornbókmenntir.
Fyrsta ritgerðin í fyrri hluta bókarinnar nefnist Nokkur orð um Grím
Thomsen. í upphafi hennar og að ritgerðarlokum greinir höfundur frá „ytra“
tilefni hennar og setur fram ályktanir sínar almennum orðum: Grímur hafi
verið rammíslenskt skáld sem vegna skáldgáfu sinnar og sjálfstæðra vinnu-
bragða og dýrmætrar, en beiskrar og óvenjulegrar reynslu í konungsþjónustu
og heimsglaumi höfðingja þar sem hart var barist hafi fært íslendingum lifandi
skáldskap sem enn eigi erindi við samtímann. Ævi Gríms, eðli hans og reynsla
annars vegar og ljóð hans hins vegar séu lyklar hvort að öðru og geti varpað
ljósi á gagnvirk tengsl lífs og skáldskapar. Hann hafi staðið föstum fótum í
fornri menningu og bókmenntum, en j afnframt haft nánari kynni af alþj óðleg-
um menningarstraumum en aðrir íslendingar um hans daga og verk hans notið
þess. „í skáldskap Gríms Thomsens renna þessar meginelfur í einn farveg.
Rammíslenzk hefð og alþjóðleg menning eru ekki andstæður í verkum hans,
heldur greinar á sama stofni" (bls. 27). En sjálft athugunarefnið sem höf-