Skírnir - 01.01.1986, Page 417
SKlRNIR
RITDÓMAR
413
undurinn notar einkum til þess að sýna fram á þetta er hið fræga kvæði Gríms,
Á Glœsivöllum.
Höfundur rekur nokkra þætti úr reynslu Gríms og tengir þá kvæðinu, enda
er megintilgangur ritgerðarinnar að skýra fyrir lesandanum gildi þess og ljóða
Gríms yfirleitt og minna á hve kjarnmikill og lifandi skáldskapur hans er þegar
skyggnst er undir yfirborðið. Það gerir hann ekki einungis með því að láta líf
Gríms og ljóð varpa ljósi hvað á annað, heldur sýnir hann glöggt fram á hvern-
ig hann notar aðeins söguna sem útaf var ort sem uppistöðu eða farveg eigin
tilfinninga að hætti góðskálda fyrr og síðar, en eykur sjálfum skáldskapnum
við frá eigin brjósti með sjálfstæðum tökum. í því sambandi gerir hann nokkr-
ar skemmtilegar og lýsandi athugasemdir um persónuleg og mótandi máls- og
stílseinkenni í kveðskap Gríms.
Önnur ritgerð Bókmenntaþátta nefnist Fornar ástir eftir Sigurð Nordal og
fjallar um það skáldverk -og þá einkum Hel-og höfund þess. Matthías freist-
ar þess þar að setja skáldskap Sigurðar í samhengi við líf hans og lífsviðhorf.
Hann hefur Fornar ástir að leiðarhnoða, greinir frá tilurð og sérstöðu bókar-
innar og með menningarandrúmsloft ritunartímans í baksýn les hann út úr
henni ákveðið hugmyndafar sem þar kom fram og mótaði einatt lífssýn og rit-
verk Sigurðar upp frá því. Mestu máli skipta þar skapgerðarandstæðurnar sem
hann kallaði einlyndi og marglyndi og fjallaði um í „Hannesar Árnasonar
fyrirlcstrunum" sem hann flutti í Reykjavík veturinn 1918-1919 eins og frægt
er orðið.
Höfundur bendir á að það hafi varla verið nein hending að Sigurður skrifaði
þá jöfnum höndum og síðasta kaflann í Hel og án þeirra sé varla unnt að skilja
uppgjörið í Fornum ástum. Fyrirlestrarnir hafa nú verið prentaðir, en í ritgerð
sinni sem vel og skynsamlega er studd dæmum og samanburði styðst Matthías
m. a. við útdrátt sem birtist úr þeim í Lögréttu. Kjarninn í máli hans er sá að
með fyrirlestrana til samanburðar megi sýna fram á að Fornar ástir séu „píslar-
saga baráttunnar milli einlyndis og marglyndis“ (bls. 39), en um hið síðar-
nefnda farast honum svo orð: „Marglyndið, hvort sem það birtist í lífsþorsta
eða leikhyggju, var einskonar tízkufyrirbrigði á þessum árum. Nýrómantíkin
sem þá var allsráðandi mótvægi eða andsvar við raunsæisstefnu Brandesar
prédikaði það óspart“ (bls. 34). Álfur frá Vindhæli var fulltrúi marglyndisins,
en Matthías segir að Sigurður Nordal hafi skrifað sig ungur frá lífi hans og ör-
lögum. Fornar ástir séu píslarsaga manns á tímamótum sem sé að reyna að
sigrast á marglyndi sínu eða sætta öllu heldur í sjálfum sér andstæður marg-
lyndis og einlyndis. Með þeim hafi Sigurður verið að skrifa sig frá marglynd-
inu, staðráðinn í að stíga sporið frá skáldskap til vísinda. Matthías segir bók-
ina sprottna úr borgaralegum jarðvegi þótt einnig gæti þar uppreisnar gegn
borgaralegum venjum sem orðnar voru of fjötrandi, en einkum hafi það verið
hin fórnlausa dyggð borgaralegs þjóðfélags sem að var vegið í Fornum ástum.
Sú fórn sem höfundurinn færði þegar hann ákvað að helga sig vísindunum hafi
verið dýru verði keypt, en einnig gefið mikið í aðra hönd. Annað markverð-
asta skáldverk hans en Fornar ástir, leikritið Uppstigning, sé grein á sama hug-