Skírnir - 01.01.1986, Page 421
SKÍRNIR
RITDÓMAR
417
hafi Davíð séð kœrleikann sjálfan eins og hann hafi best verið ræktaður með
þjóðinni. Kærleikshlutverk hennar sé boðskapur verksins.
Lengsta ritgerðin í fyrri hluta Bókmenntaþátta er Stríðið við herrann og
höfuðskepnurnar sem fjallar um Guðmund Gíslason Hagalín og tvær skáld-
sögur hans, Kristrúnu í Hamravík og Márus á Valshamri og meistara Jón.
Kynni Matthíasar af Kristrúnu eru orðin býsna löng og náin af Márusi líka þótt
síðar tækjust, enda eru þau svo fastmótaðar og ráðríkar persónur í sögum sín-
um að varla er annað unnt en kynnast þeim vel ef menn reyna það á annað
borð. Leitun mun á öllu fyrirferðarmeiri aðalpersónu en Kristrúnu sem fyllir
svo vel út í ramma skáldsögunnar að í hlutfalli við hana verður annað sögufólk
eins og litlir hnettir sem snúast um þá skæru sól. Skilningi sínum á skapgerð
hennar og lífsviðhorfi lýsir ritgerðarhöfundur víða ágætlega.
Kristrún þekkti ekki útlendan guð frekar en Kerlingin í Gullna hliðinu út-
lendan Kölska, en eitt af því sem Matthías vekur athygli á er að sitthvað eigi
þessar kerlingar skylt þótt ólíkar séu. Veruleiki þeirra eigi sér „hliðstæður,
eða öllu heldur glæsilegar fyrirmyndir í kaþólskri miðaldamenningu og þó að
lengra væri leitað aftur í aldir“ (bls. 94), jafnrammíslenskarogþær eru þó, og
hugarheimurinn eða andrúmið í verkunum um þær sé ekki alveg ósvipað, ræt-
ur þeirra hinar sömu. Þeirri skoðun til stuðnings ogskýringar bendir höfundur
til samanburðar á heimsmynd og hugarheim Dantes í Hinum guðdómlega
gleðileik og fróðlegt og skemmtilegt dæmi um orðræður Tevje í Fiðlaranum á
þakinu við himnaföðurinn, byggðar á aldagamalli arfleifð og lífsviðhorfi gyð-
inga.
Hann sýnir fram á hvernig bæði Kristrún og Márus á Valshamri nærast í sög-
um sínum á jarðvegi gamalla guðsorðarita, einkum Passíusálmunum og Vída-
línspostillu, og nefnir mörg dæmi um skyldleika stíls og orðfæris í þeim og
skáldsögunum. Hann dregur skýrt fram kjarna máls þegar hann segir með
Kristrúnu í huga: „Jafnrétti í viðskiptum við máttarvöldin er henni viðmiðun
í lífi og störfum. Samt leitar hún trausts og halds í skapara allra hluta, hlustar
á orð hans, en hefur stolt og sjálfstæði, en ekki undirgefni að grundvelli hug-
myndasinna. Hún vill sjálf vega ogmeta hlutina, mynda sér eigin skoðun, eig-
in hugarheim, jafnvel eigin trú. Þessum sömu einkennum bregður einnig fyrir
í persónulýsingu Márusar á Valshamri þó að hann standi ekki ávallt jafnkeik-
ur og Kristrún gamla. Ln bæði hafa þau . . . drukkið í sig manndómsanda ís-
lendingasagna sem var annar aðalþátturinn í uppeldi og mótun fólks fyrr á
tíðum" (bls. 133). Að láta lifandi og fastmótaðar persónur sýna það í skáld-
skap hverjir voru aðalþættirnir í uppeldi og mótun fólks fyrr á tíðum, hvaðan
það hafði hitann úr og hvert íslendingar gætu áfram sótt afl manndóms og
menningar í lífsbaráttu sinni - sá hlýtur að hafa verið megintilgangur Hagalíns
með sögum sínum.
Ungur fór hann að grafast fyrir um svörin við þessum spurningum og við-
fangsefnið sem svo miklu réði um verk hans og viðhorf var honum snemma
hugleikið. Matthías segir (bls. 106): „Aðalatriðið og undirstaða litríkrar frá-
27 - Skíi