Skírnir - 01.01.1986, Page 423
SKlRNIR
RITDÓMAR
419
verið talinn vestfirsk mállýska sem höfundur hafi ýmist kunnað, lagt sig eftir
eða aukið við. Ekki var því nema eðlilegt að Matthías tæki þetta allt til athug-
unar, en hún er þess eðlis og niðurstöðurnar þannig fram settar að óheppilega
stingur í stúf við aðra kafla ritgerðarinnar.
Sjálfsagt er skýringin sú sem fram kemur í eftirmála hennar og bókarinnar
að Stríðið við herrann og höfuðskepnurnar er elsta ritgerðin sem þar er
prentuð, rituð að hluta sem háskólaprófritgerð 1955, en síðan unnin upp að
nýju og miklu bætt við 1971. Höfundur segir að margt í gömlu ritgerðinni hafi
aðeins verið eins konar frumdrög að því sem síðar varð, t. d. hafi ekkert verið
fjallað þar um Márus á Valshamri og meistara Jón af skiljanlegum ástæðum.
Við endursamninguna hefur sagan um hann ekki fengið eins rækilega málfars-
rannsókn og Kristrún forðum. Af því og fleiru má ráða að gamla ritgerðin hafi
einkum fjallað um málið og e. t. v. stílinn á sögunni um Kristrúnu þó að höf-
undur taki það ekki beinlínis fram, enda vann hann við að orðtaka söguna fyr-
ir Orðabók Háskóla íslands samtímis því sem hann setti saman ritgerðina.
Eins og hann bendir sjálfur á með eðlilegum fyrirvörum getur þó eflaust sumt
af því sem þar segir um málið og stílinn á Kristrúnu í Hamravík einnig átt við
um Márus á Vaishamri og meistaraJón; annað er þar með öðrum formerkjum.
En eitt er málfræðiritgerð ungs háskólanema í íslenskum fræðum þar sem allt
snýst um orðtöku, talningu og flokkun orða og orðasambanda, samanburð og
sögulegar athuganir á uppruna þeirra, merkingu, notkun, aldri og útbreiðslu
o. s. frv. og ályktanir sem af því má draga. Annað er essay hans sem skálds og
blaðamanns áratugum seinna, ætluð hverjum sem er til lestrar í víðlesnu blaði
og bók, þótt sú „essay“ sé fræðilegog efnisfletirnir snertist. betta villekki loða
saman. Allt í einu fær lesandinn í fang þéttprentaða orðadálka með tilvitnun-
um upp á margar síður sem kljúfa eða fleyga ritgerðina og raska jafnvægi efn-
ishlutfalla og uppbyggingar um of. Þetta er ekki sagt til þess að kasta neinni
rýrð á málrannsókn höfundar sem er fróðleg og gagnleg sem slík, en vegna
síns fræðilega eðlis og þeirra efnistaka og frágangs sem hún krefst hvarflar að
lesandanum að hún hefði átt betur heima ein sér í fræði- eða tímariti um mál-
fræði. í ritgerð Bókmenntaþátta hefði eigi að síður mátt gera grein fyrir tilvist
hennar og sýna fram á helstu niðurstöðurnar í mun styttra máli með því að
draga þær saman og styðja þær fáum völdum dæmum. Hefði þá hvorki verið
vanræktur sá efnisþátturinn né hattað eins fyrir í ritgerðinni.
Eitt grundvallaratriðið í rannsókn Matthíasar á málinu á Kristrúnu í
Hamravík er vitaskuld að reyna að komast að og færa sönnur á hvort það sé
eins sér-vestfirskt og ýmsir hafa löngum talið. Pcim gæti komið á óvart sú
niðurstaða hans, studd ummælum Hagalíns sjálfs, að vestfirsk orð og orða-
sambönd sem hvergi hafi þekkst nema fyrir vestan séu að líkindum snöggtum
færri en ætla mætti í fljótu bragði. Á móti kemur þetta hvað sem líður einstök-
um orðum: „En fyrst og síðast eru ýmis stílbrigði sögunnar vestfirzk eða að
minnsta kosti tíðnotaðri á Vestfjörðum en annars staðar á landinu . . .“ (bls.
117). Einu gildir þó hver á heldur rannsókn sem þessari; aldrei fást óyggjandi