Skírnir - 01.01.1986, Page 424
420
HJÖRTUR PÁLSSON
SKÍRNIR
svör við öllum spurningum. Sumt er álitamál og deila má um einstök atriði eða
gera athugasemdir við túlkun og framsetningu þó að það breyti litlu um meg-
inniðurstöður.
Það getur t. d. verið álitamál hvaða orð Hagalín hafi myndað sjálfur eða
notað í nýrri merkingu, enda tekurhöfundur fram þegar hann ræðir þetta (bls.
113-114) að erfitt geti verið að skera úr um það. Þó virðist mér hann vera full-
djarfur í ályktunum sínum um nýmyndanahlutdeild Hagalíns þegar hann telur
augljóst að hann hafi myndað tiltekin orð sem hvorki finnast í orðabókum né
annars staðar á prenti en í Kristrúnu í Hamravík samkvæmt tiltækum heimild-
um. Þótt líkur bendi til þess sker það varla úr, en þetta er spurning um áhersl-
ur. Þó að Matthías telji að þau orð og orðasambönd „sem telja á vestfirzk í
þeirri merkingu að þau séu staðbundin á Vestfjörðum séu hverfandi fá“ (bls.
114) verður að minna á að erfitt getur verið að fullyrða um það svo að óyggj-
andi sé hvort sum orðin sem athugun hans tekur til skuli þannig talin vestfirsk.
Á þetta bendir hann, tekur þann kostinn að fullyrða sem minnst og minnir á
að ekki sé til nein orðabók yfir vestfirsku og takmarkað gagn að Orðabók Sig-
fúsar Blöndals í þessu sambandi því að Vf. merki þar oft ekkert annað en að
dæmi sé tekið frá Vestfjörðum. Ályktunum ritgerðarinnar um þetta verður
því að taka með fyrirvara og má t. d. geta þess að við tvö „vestfirsku" dæmin
kannast undirritaður úr máli Norðlendinga.
í þessari umsögn um Bókmenntaþœtti er því að mestu sleppt að telja upp og
benda á prentvillur í bókinni, en þær eru því miður of margar og frágangur
hennar og prentun ekki eins og best yrði á kosið. Víða er að vísu auðvelt að
lesa í málið þar sem prentvillur eru á ferðinni, en aðrar eru villandi og viðsjár-
verðar, svo sem Genfi. Gefn (bls. 12, 12.1.a.n.) og Fróðá f. Fróða (bls. 25,
ó.l.a.o.) í ritgerðinni um Grím Thomsen, eignazti. eignast (bls. 220,3.1.a.o.),
Eyrbryggju f. Eyrbyggju (bls. 296, 13.1.a.n.), Presta sögu f. Prests sögu (bls.
298, 14.1.a.o.) og Sturlungasafninu f. Sturlungusafninu (bls. 345, ll.l.a.o.),
svo að nefnd séu örfá dæmi. Sumar prentvillurnar hafa komist inn í tilvitnanir
sem vitaskuld eru margar í bókinni og frá þeim tilvitnunum er ekki ætíð nógu
vel gengið. Sviga- og tilvitnunarmerki vantar ýmist eða er ofaukið á nokkrum
stöðum og skáleturslínur koma fyrir þar sem þær eiga varla heima. Fleira
mætti tína til af svipuðu tagi. Stundum hefði mátt auðvelda lesandanum leit
með því að tilgreina betur heimildarit og hvar og hvenær sögð hafa verið eða
skrifuð ýmis orð höfundar eða annarra sem vísað er til. Dæmi þess má sjá á
bls. 151 þar sem getið er án dagsetninga um samtöl höfundar og Hagalíns í
Morgunblaðinu 1957 og 1958, en viðlíka dæmi eru mun fleiri. Ekki á illa við
að drepa á þetta almennum orðum þegar skilist er við ritgerðina um Hagalín
og sögur hans. Hún hefur hvað „vísindalegast" yfirbragð og misræmi og villur
þar gætu valdið ruglingi eða misskilningi og sama er að segja um orðalagið á
stöku stað, einkum þar sem fjallað er um orð af erlendum uppruna í köflunum
um málið og dœmi tekin um þau. Á heimildaskrá sem ritgerðinni fylgir eru líka
ýmsir gallar og fjarri því að frágangur hennar sé fullnægjandi. Ekki má gleyma