Skírnir - 01.01.1986, Page 425
SKÍRNIR
RITDÓMAR
421
því að ritgerðin er ætluð almenningi, en ekki fræðimönnum einum sem kynnu
að eiga auðveldara með að átta sig á þessu og lesa í málið.
Ríkisútgáfa námsbóka gaf út úrval úr ijóðum Tómasar Guðmundssonar
1978 undir heitinu Á meðal skáldfugla. Matthías Johannessen valdi ljóðin og
skrifaði formála um höfundinn og ljóðagerð hans. Sáformáli, Það varíþessari
veröld sem ég átti heima, er fimmta ritgerðin í bók Matthíasar og hefur yfir-
lætislausan undirtitil: Nokkur orð um Tómas Guðmundsson, æsku hans og
umhverfi. Auðséð er að höfundur hefur í huga unga lesendur sem hann vill
leiða til fundar við Tómas og vígja inn í veröld hans. Hann veit að vænleg að-
ferð til þess er að bregða upp mynd af Tómasi ungum og þroskaferli hans á
leiðinni til skáldskapar með hlutlægan og huglægan veruleika æsku hans og
umhverfis í baksýn. Það tekst honum með ágætum innan þess ramma sem rit-
gerðinni er markaður og styðst auk ljóða Tómasar, einkum æskuljóða, allra
heimilda mest við bréf sem hann skrifaði systur sinni þegar hann var innan við
tvítugt og samtöl sín við hann sem flest má finna í bók þeirra, Svo kvað
Tómas. Það er átthaga- og dýravinurinn Tómas Guðmundsson, fegurðardýrk-
andinn og húmanistinn sem hér ræður ferðinni, en jafnframt leiðir höfundur
í ljós hvernig bernskuvakin lífsskynjun hans mótar hugmyndagrundvöll ljóða
hans til æviloka og ljær þeim samhengi. Silfurlindin litla verður með tímanum
að helgu fljóti; óður hins viðkvæma unglings verður ástarjátning fulltíða
skálds, hylling og lofsöngur tilverunnar í gleði og sorg og bergmálið frá
hljómbotninum æ dýpra eftir því sem árin liðu. Um það hvernig Tómas fann
og ræktaði þau málfars- og stíleinkenni sem hann gerði að séreign sinni og
fangamarki ljóða sinna og jarðveginn sem þessi einkenni eru sprottin úr hafa
margir fjallað, en Kristján Karlsson af hvað mestu innsæi, enda styðst Matt-
hías við ummæli hans í ritgerð sinni. En hvað þann þáttinn varðar er fróðlegast
að athuga dæmin og umsagnirnar um æskuljóð hans sem einkum snúast um
kvæði hans, Um sundin blá, breytingarnar á því og athugasemdir höfundar um
það. Ogmjög vel tekst honum upp þegar hann talar um þá í sömu andrá, Jónas
Hallgrímsson og Tómas, enda skyldleiki þeirra ótvíræður og skemmtilegt
samanburðarefni. Hann minnir á þau ummæli Tómasar (bls. 155-156) að öll
ljóð Jónasar hafi áður en varði orðið að ástarjátningu til íslands og föðurlands-
laust kvæði finnist naumast í Ijóðabók hans, en jafnframt hafi hann kunnað til-
finningum sínum tignara hóf en nokkurt skáld sem ort hafi á íslensku. Þessi
orð Tómasar hitta hann að mörgu leyti fyrir sjálfan og Matthías hittir naglann
óvenju vel á höfuðið þar sem hann færir rök fyrir því (bls. 172-174) að ljóð
Tómasar um Jónas Hallgrímsson sé ættjarðarljóð og þjóðhátíðarljóðið Heim
til þín, ísland frá 1974 eins konar framhald af því - og kalli einna helst fram í
hugann ísland farsælda frón ef því eigi að líkja við eitthvert eitt ljóð - eins og
hann segir á öðrum stað. Jafnvel ættjarðarljóð Tómasar séu nýtt tilbrigði við
íslenska ljóðlist og engin tilviljun að síðasta ljóðabók hans beri heiti þjóð-
hátíðarkvæðisins þótt kannski sé óþarfi að endurtaka þá fullyrðingu (bls.
180), svo augljós sannindi sem það eru orðin og studd rökum ritgerðarinnar