Skírnir - 01.01.1986, Page 427
SKÍRNIR
RITDÓMAR
423
sínu fulla og rétta heiti þar sem þess er fyrst getið (bls. 153), en ekki aðeins
Þjóðhátíðarkvœðið eins og þar er gert og gildir svipað um ljóðið um Stubb sem
einnig er þar nefnt. Á bls. 152 nefnir höfundur þegar með dagsetningum tvö
bréf Tómasar til systur sinnar, annað frá 1919, hitt frá 1920, en vitnar í „fyrr-
nefnt bréf“ (bls. 156) án þess að taka fram hvort þeirra það er. Á bls. 161 er
vitnað til eldra bréfsins og sagt um þá tilvitnun: „Það er 19 ára skáld sem
talar.“ En ábls. 152 segir höfundur að Tómas hafi skrifað bréfið 18 ára sem er
réttara þótt litlu muni. Eftirmáli sem hafður er með smáletri er svo stuttur og
eðlisskyldur sjöunda kafla ritgerðarinnar að betur hefði að mínum dómi farið
á að steypa þeim saman þótt eftirmálinn sé brot úr eldri ritgerð.
Málþing um Guðsgjafaþulu er ámóta löng ritgerð og formálinn um Tómas.
Höfundur tekur sér þar fyrir hendur að kanna eðli og efnisföng þessarar skáld-
sögu Halldórs Laxness og styðst bæði við skriflegar og munnlegar heimildir,
ekki síst samtöl sín við Halldór, svo að heitið er réttnefni. Ekki verður farið
hér út í mun „heimildarskáldsögu“ og „ritgerðarskáldsögu" sem höfundur
víkur að (bls. 184), en Halldór kallar sögu sína „essay-roman“ sem höfundur
þýðir með „ritgerðarskáldsögu“. Halldór hefur lýst því nokkuð í eftirmála
hennar hvers konar blendingur ýmiss konar ritsmíða slík saga sé og Matthías
segir: „Guðsgjafaþula er aldarspegill í skáldsöguformi. Eins konarSkáldatími
þar sem erfitt er að skilja á milli veruleika, draums og ævintýrs, skops og
ádeilu, skáldskapar og sannfræði. f því ekki sízt felst styrkur sögunnar og
endurnýjunargildi" (bls. 209).
Út frá þessari skilgreiningu leitast höfundur síðan við að sýna fram á aðferð
Halldórs og vinnubrögð við samningu sögunnar, grafast fyrir um hvaða heim-
ildir og fyrirmyndir hann hafi notað, hve mikið hann byggi á eigin reynslu,
hvar og hvenær hann fylgi sannanlegum staðreyndum og beinum heimildum
sem benda megi á og hvernig hann víkur frá þessu og umskapar það að eigin
vild í þágu sögunnar. Slík ritsmíð hlýtur að vekja forvitni allra sem áhuga hafa
á því hvernig skáldskapur verður til og verkum Halldórs Laxness og leiðir hug-
ann að Rótum íslandsklukkunnar eftir Eirík Jónsson. Auðvitað er stiklað á
stóru og einungis valdir úr ákveðnir þættir Guðsgjafaþulu til þess að varpa
ljósi á efnið eftir því sem þarf. Síst skal yfir því kvartað, en einmitt vegna
þeirrar aðferðar er kannski sumt fullsmálegt til þess að taka það með einu
sinni enn, svo sem áminningarnar um barnakennarasamþykktina frægu (bls.
183) og stafsetningardóminn (bls. 196) sem var margbúið að tönnlast á í ræðu
og riti áður en Halldór sagði Matthíasi frá því. En sem betur fer er lítið um
þetta.
Engum ætti að leiðast við lestur þessarar ritgerðar, en nýstárlegasta niður-
staðan er sú sem höfundur dregur þannig saman í lokin og skýrir e. t. v. tilgang
hans með ritun hennar og athugun sinni á sögu Halldórs: „Ætli vinnubrögð
skáldsins í þessari samtíma 1 slendingasögu sýni okkur ekki betur en flest ann-
að hvernig íslenzk fornrit voru saman sett. Guðsgjafaþula er að mínu viti ein
merkasta „heinuld" okkar tíma um efnismeðferð og vinnubrögð fornra sagna-
ritara og er því ómetanlegt framlag til skilnings á því sem nefnt hefur verið