Skírnir - 01.01.1986, Page 431
SKÍRNIR
RITDÓMAR
427
enginn svikinn af þeirri samfylgd. Það er líf og fjör í þessum athugunum sem
best sést á því að á stöku stað má höfundur ekki mælskari vera til þess að drepa
ekki kjarna máls síns of mikið á dreif, t. d. í túlkun sinni á kvæðinu La belle
dame qui bégaie. En skiljanlegt er það einmitt þar því að það er ort af svo hár-
fínni jafnvægislist. Vitund lesandans villist af því að það nær tökum á henni,
en hún ekki á því. Það er, en er þó ekki - gagnsætt eins og vorloftið - og lifir
svo sterku innra lífi að lesandinn sleppur ekki frá því, en þó beygir það skiln-
ing hans sífellt undir skynjunina og í þeim galdri eru mystískir töfrar þess að
einhverju leyti fólgnir. Á slíku er einatt erfitt að ná tökum með öðrum orðum
en kvæði gerir sjálft og má lengi reyna. Ákafi Matthíasar er þannig bæði til
vitnis um fjör og fræknleik skáldsins og ritskýrandans sem finnur glöggt að við-
fangsefnið er glímunnar virði og mestu skiptir í ritgerð hans hve skýrt og
skarplega hann les úr táknmáli kvæðanna og lýkur upp heimi þeirra og Krist-
jáns fyrir lesandanum. Með blæ af stíl hans sjálfs segir höfundur t. d.: „Krist-
jáni Karlssyni leiðist augsýnilega súbjektívur skáldskapur, þar sem skáldið er
alltaf að flækjast fyrir ljóðinu. Og það vakir fyrir honum að skapa sjálfstætt líf
úr málinu: lesandinn á að geta gengið inn í ljóðið, öðlazt þar nýja reynslu án
þess skáldið sé þar á stjái. Það merkir að sjálfsögðu ekki að skáldið hafi ekki
upplifað þá reynslu, sem felst í ljóðinu, heldur að skáldið hafi umbreytt henni
í ljóð“ (bls. 239).
Þessi orð standa í fullu gildi, nema hvað eitt kann þó að vera að láta sér leið-
ast tiltekna tegund skáldskapar og annað að finnast nóg af henni komið í bili
eða vilja ekki yrkja hana sjálfur. Á öðrum stað segir höfundur: „Stundum er
sagt að íslendingar séu miklir ljóðaunnendur. Ekki leikur vafi á að það hefur
við nokkur rök að styðjast, en þó skortir þá oft áhuga á að leita innri merking-
ar ljóða og fara því gjarna á mis við góða ljóðlist, enda undantekning að fræði-
menn sinni slíku“ (bls. 227). Er þetta ekki helst til hressileg alhæfing jafnt um
íslendinga, ljóðaunnendur og fræðimenn? Alhæfingar duga hins vegar oft vel
til þess að ýta við mönnum og vekja hjá þeim spurningar. Setjum nú svo að
þetta sé hverju orði sannara. Gæti þá t. d. hugsast að lesandinn ætti ekki sök-
ina einn og einhverjar aðrar eigindir (sem þó þurfa ekki að vera slæmar) væru
algengari í íslenskum ljóðum en þær sem gera þau sérstaklega vel til þess fallin
að leita í þeim innri merkingar? Hvaða eigindir eru það þá og hver er skýring-
in? Svona mætti halda áfram að spyrja, en hvað sem því líður er vel til fundið
að minnast á þetta í ritgerð um kvæði Kristjáns Karlssonar því að aðferðir
hans og afstaða til eigin ljóðagerðar eggja og laða til glímu við táknmál og
innri merkingu ljóða hans eins og sést af ritgerð Matthíasar. Undirritaður tel-
ur hann reyndar sýna fram á það með kvæðaskýringum sínum að þau séu
„brýn og aktúel“, jafnvel í algengasta skilningi þeirraorða, öfugt viðþað sem
hann heldur fram á bls. 236. En umfram allt eru þau það vegna bundnari
merkingar sinnar og nýstárleikans og tilbreytninnar sem felst í ljóðhugsun og
málbeitingu skáldsins og viðleitni þess að stefna þessu öllu til einnar heildar í
jafnvægi. Höfundur segir: „Það er hvorki prédikunin né skoðunin, sem hefur
gildi í kvæði, heldur það sjálft sem listaverk, hvorki pólitík þess né merking“