Skírnir - 01.01.1986, Side 432
428
HJÖRTUR PÁLSSON
SKÍRNIR
(bls. 236). Orðin lúta að viðhorfi Kristjáns til þessaog eru studd tilvitnun í eitt
af kvæðum hans. Einhverjum gæti virst mótsögn að leita annars vegar innri
merkingar ljóða eins og höfundur gerir í ritgerðinni, en benda svo t. d. eftir þá
leit á menningarpólitíska afstöðu skáldsins eins og þetta komi hvað öðru ekki
við. Pað gerir það þó auðvitað í þeim skilningi að einhver tegund afstöðu hlýt-
ur að vera samofin innri merkingu ljóðs og geta orðið svo gildur þáttur í áhrifa-
mætti þess og merkingarþunga að afstaða og innri merking séu nokkurn veg-
inn eitt og hið sama. Nærvera einhverrar skoðunar eða afstöðu skiptir þá máli,
ekki hver hún er. Skoðunin getur sem sagt haft gildi í kvæði hvert sem gildi
hennar sjálfrar er út af fyrir sig. Á þetta vill höfundur að líkindum benda, enda
glögg dæmi um slíkan samruna hjá Kristjáni og ljóð hans mörg þétt í sér.
Aldrei hafði undirritaður getað lagt jafn djúpan skilning í kvæði Kristjáns,
Maður kemur í Möðrudal á Fjöllum að kvöldi dags á öndverðri 18. öld ogfer
ekki þaðan aftur, eða ráðið tákn þess á sama hátt og höfundur gerir í ritgerð
sinni. Skilningur minn hafði takmarkast af hugmynd um einstaklinginn á valdi
ástríðna sinna og ailt það gráa gaman. Nú þykir mér skýring Matthíasar betri
og trúlegri og hef fyrir satt að hún sé rétt og kvæðið enn betra en mér þótti
áður. Þannig getur ritskýrandi leitt lesanda á rétta braut. Hins vegar þykir mér
prédikunartónninn einungis spilla fyrir þegar höfundur talar í tengslum við
þetta kvæði um að segja eitt, en meina annað í ljóðum og bætir við: „Ættu les-
endur að huga vel að því, hvað skáldin eru að fara, áður en þeir afgreiða ljóð
á venjulegan hátt: óskiljanlegt. Hið „óskiljanlega" ljóð á sér oft innri merk-
ingu og auðuga kviku, þegar nánar er að gætt, jafnvel svo að í fáum orðum er
hægt, með skírskotun til gamallar þjóðsögu, að lýsa örlögum þjóðar og ótta og
undrun manns sem kemur heim eftir langa dvöl erlendis" (bls. 231). Mörgum
þykir að vísu dapurlegt að því betur sem ort er frá einhverju sjónarmiði ogþví
dýpra sem skáldið leggst, því fjær fer lesandinn stundum „réttum“ skilningi.
Vandinn sem af því leiðir er þó fremur félagslegur en bókmenntalegur og það
þýðir ekkert að skamma lesandann. Og að lokum: Hve langt er rétt að ganga
í því að tala um afbrigði bragarháttar þegar það er orðið mjög fjarlægt upp-
haflegri fyrirmynd, sbr. bls. 231?
í ljóði eftir Jónas Hallgrímsson stendur annst f. annast (bls. 227, lO.l.a.o.)
og La Belle sans Mercií. La Belle Damesans Merci (bls. 246,2.1.a.n.). Saman-
burður bendir líka til þess að í því kvæði Keats hafi röð erinda ruglast, VI eigi
að vera V og öfugt (bls. 249-250).
Athvarf íhimingeimnum er stutt grein frá 1973 um samnefnda ljóðabók Jó-
hanns Hjálmarssonar. Höfundur fjallar þar lítið eitt um tiltekna áfanga á
skáldferli Jóhanns og einkenni Ijóða hans, en einkum um þessa einu bók.
Greinin er svo ágripskennd að ástæðulaust er að fjölyrða um hana hér, en með
henni lýkur fyrri hluta Bókmenntaþátta.
Seinni hluti bókarinnar, Umhverfis Sturlu Þórðarson, er allur um fornbók-
menntir íslendinga og beinist mest að Sturlu eins og heitið bendir til. Raunar
er hann nær allur ein löng ritgerð, Ritstýrð sagnfræði, sem skipt er í styttri rit-
gerðir eða kafla. Heiti þeirra ein veita nokkra hugmynd um það sem um er