Skírnir - 01.01.1986, Page 433
SKÍRNIR
RITDÓMAR
429
fjallað: Sturla Sighvatsson og Harðar saga, Plútark og Njála, Sturla Pórðar-
son, Höfundur Njálu og Ioks Kveðskapur Sturlu.
Hugtakið rilstýrð sagnfræði hefur höfundur frá Halldóri Laxness sem not-
aði það á sínum tíma í samtalsbók þeirra, Skeggrœðum gegnum tíðina, sem
vitnað er í (bls. 263-264), en með því átti hann við þá aðferð söguhöfundar að
ritstýra bæði eigin reynslu og misgömlum, sundurleitum heimildum við samn-
ingu skáldsögu sem einatt styðst við raunverulega atburði og persónur úr
samtíð höfundarins, líkja eftir sagnfræði og laga staðreyndir og heimildir í
hendi sér eftir þörfum sögunnar og raða þeim saman upp á nýtt. Þegar Halldór
notaði orðin ritstýrð sagnfræði var hann að tala um eigin aðferð við sagnagerð
sem Matthías telur að veiti mikilvæga leiðsögn um vinnubrögð fornra sagna-
ritara eins og áður hefur verið drepið á. Ritstýrð sagnfræði er því lykilhugtak
sem hann notar víða í ritgerðum sínum um fornbókmenntir, enda má segja að
þær séu að verulegu leyti tilraun til þess að varpa ljósi á forna sagnaritun með
því að beita því.
í fyrstu ritgerðinni minnir höfundur á að kjarninn í háskólafyrirlestri sem
Þórhallur Vilmundarson prófessor flutti og gjarnan hefði mátt geta hvenær
fluttur var hafi verið sá að Styrmir fróði hafi ritað Harðar sögu og Hólmverja
1243-1244 og sé hún í raun og veru samtímaheimild um Sturlu Sighvatsson,
ekki samfelld ævisaga sem kalla megi lykilskáldsögu, en öðrum þræði dulbúin
lýsing á hernaði hans og vígaferlum. Þetta gerði Þórhallur mjög skýrt og
skemmtilega og beitti bæði hugkvæmni og þekkingu í máli sínu eins og hans
var von og vísa, enda tekur höfundur fram að hugmyndaflug hansogfrumleiki
bendi í senn fram á leið og aftur til fyrirrennara sem skyggndu fornritin með
nýjum augum. Sagnfræði- og bókmenntaskýringar 13. aldar rita og afstaða til
þeirra verði aldrei söm og áður eftir að Þórhallur hefur borið fram kenningar
sínar og leitt rök að þeim. Höfundur fjallar um sum þau rök ognokkur saman-
burðardæmi Þórhalls um hvað líkt er með Herði Grímkelssyni og Sturlu Sig-
hvatssyni þar sem þeim er lýst í fornritum. Nú verður fátt beinlínis sannað í
þessum efnum þótt sennilegt þyki, en ekki er að sjá af orðum höfundar að hon-
um þyki fremur en undirrituðum auðvelt að hrekja skoðun Þórhalls, þvert á
móti. Matthías tekur fram að eftir athuganir Þórhalls vakni meiri forvitni en
áður um Harðar sögu, Sturlu Sighvatsson og Styrmi fróða. Sagan hafi verið
talin í yngsta flokki skemmtisagna eða frá lokum 13. aldar, en Þórhallur sé
þeirrar skoðunar að Grettis saga og Gísla saga Súrssonar hafi orðið fyrir áhrif-
um frá henni sem haggar þá hugmyndum um aldursafstöðu íslendingasagna ef
á er fallist. Höfundur minnir líka á að Harðar saga sé að líkindum samin eftir
handriti annarrar sögu eldri sem nú sé að mestu glötuð, en vísurnar séu ung-
legar og bendi til ritunartímans og í sögunni falli sagn- og bókfestukenning-
arnar saman. Loks segir hann: „Harðar saga og Hólmverja er að dómi Þór-
halls Vilmundarsonar andsvar Styrmis fróða Kárasonar við viðburðum Sturl-
ungaaldar. Þar sem íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar er sagnfræði þess tíma
er Harðar saga og Hólmverja, samkvæmt kenningum prófessors Þórhalls, rit-
stýrð sagnfræði Styrmis ábóta“ (bls. 264).