Skírnir - 01.01.1986, Page 435
SKÍRNIR
RITDÓMAR
431
leikritunum Júlíusi Sesari ogAntoníusi og Kleópötru. (Reyndar stendur Sesar
og Kleópatra þar sem hið síðara er nefnt (bls. 282,12.1. a. n.), en það hlýtur
að vera villa. Ekki er heldur auðskilin tilvitnun í Plútark, auðkennd (84) á
miðri bls. 276, auk þess sem vel hefði mátt segja aðeins meiri deili á honum.)
Bæði Shakespeare og Njáluhöfundur hafi hins vegar farið eigin götur, brætt
upp gömul sagnabrot og steypt úr þeim dramatíska heiid og hjá höfundi Njálu
hafi niðurstaðan orðið þessi: „Skikkja Sesars verður að skikkjunni Flosanaut"
(bls. 283).
Það er eitt af því skemmtilega við fornbókmenntaritgerðir Matthíasar hve
nákomin hann gerir fornritin með dæmum og margvíslegum samanburði við
aðrar gamlar og nýjar bókmenntir. í ritgerðinni um skikkjurnar gengur t. d.
Sesar, Cassíus, Brútus, Antóníus, Kleópatra, Hómer, Júdas og allt það fólk
að sunnan og austan ljósum logum og kemur við sögu í samanburðinum. Fram
kemur (bls. 283) að um svipað leyti og höfundur var að ganga frá ritgerð sinni
kom Hermann Pálsson fram með þá tilgátu sem um var rætt í riti sínu, Upp-
runi Njálu og hugmyndir, og gerir það hana síst ósennilegri, en minnir um leið
á að Matthías rær hér á sama borð og Hermann sem mikið hefur látið að sér
kveða á seinni árum við athuganir á erlendum áhrifum á íslensk fornrit og
könnun hugsanlegra rittengsla.
„Það er sterkur straumur mikillar sögu í æskuumhverfi Sturlu Þórðarson-
ar,“ segir höfundur á bls. 299 í ritgerðarkaflanum um hann, en sá kafli oghinir
tveir sem á eftir fara eru efnismikil og stórfróðleg röksemdafærsla fyrir hug-
myndum höfundar um Sturlu Þórðarson og þátt hans í sagnaritun 13. aldar
sem hann ætlar að verið hafi miklu meiri en talið hefur verið eða kveðið upp
úr með. Þar leiðir hann rök að því að Sturla hafi samið frumgerð Njáls sögu
auk annarra rita sem honum hafa verið eignuð með fullri vissu eða líklegri rök-
semdafærslu, en Matthías teiur sennilegt að ýmsu öðru megi bæta við og vill
færa út ríki hans. Lítill vafi er á því að bókarhlutinn Ritstýrð sagnfrœði og þá
einkum ritgerðirnar um Sturlu er sá sem mestum tíðindum sætir. Hvernig sem
á er litið verður því ekki neitað að aðferðir höfundar og ályktanir krefjast
fullrar athygli og knýja til umhugsunar og þar er þeim bent á marga matarhol-
una sem halda vilja rannsóknunum áfram. Vel getur undirritaður gert þá játn-
ingu að hann hefur naumast séð færð fyrir því líklegri eða skemmtilegri rök
hver vera kunni höfundur Njálu og verður nú að reyna á það hvernig þau
standast mat þeirra sem um það geta fjallað af mestri þekkingu á öðrum þátt-
um en þeim sem Matthías byggir mest á. Vitanlega er flestum ljóst og höfundi
líka að seint verður slíkt beinlínis sannað, en ritgerðin gerir miklu meira en að
réttlæta þess konar höfundarleit. Hún sýnir að leitin er ekki einungis metnað-
armál og of mikil freisting fyrir forvitnis sakir að láta hana eiga sig, heldur
varpar hún ljósi á hve margt annað hangir á spýtunni sem er rannsóknar virði
og gæti breytt tilteknum niðurstöðum ef á það er horft undan nýju sjónar-
horni. Þó er auðvitað ekki allt nýtt sem sagter í þessari ritgerð, en þarer margt
sett í nýtt samhengi og ýmsar ályktanir höfundar um rittengsl eru engu ómerk-
ari en ábendingar hans um höfund Njálu. Þess vegna væri ómaklegt ef þær