Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 52
46
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
Slík þjóð hlýtur að ala af sér afbragðsmenn. Hún gaf heiminum hinar
ódauðlegu Islendingasögur, hún ól upp mikil skáld til forna og ekki
skortir hana heldur hæfileikamenn nú á dögum.43
Með öðrum orðum: fortíð og nútíð fallast í faðma. Halldór er
ekki aðeins framsækinn Sovétvinur, hann er „skald úr fjarlægum
firði“ eins og Boris Polevoj nefnir hann í bók sinni Stefnumót d
krossgötum.
Polevoj kynntist Halldóri þegar hann kom til Islands í sendi-
nefnd árið 1953. í bókarkafla um þau kynni vitnar Polevoj í ýmis
dæmi um ósérplægna Sovétvináttu bóndans að Gljúfrasteini. Og
bætir því við heldur hróðugur, að þótt hann hafi nú fengið
Nóbelsverðlaun „slær hans hjarta, heiðarlegt hjarta með oss“ enn í
dag.44 Eins og ýmsir aðrir lýsir Polevoj því hvernig sósíalísk hug-
myndafræði hafi hjálpað Halldóri til að skilja og túlka lífsbaráttu
einyrkjans Bjarts í Sumarhúsum og leysa ýmsar lífsgátur. En í
næstu andrá er Halldóri komið fyrir í svo rómantísku og hrika-
legu umhverfi að lesandinn kannast ekki lengur við sig í Mosfells-
sveit. Polevoj lýsir því fjálglega að Halldór sitji og skrifi í litlu húsi
„sem stendur inni á milli eyðikletta, grárra og brúnna. Hvert sem
litið er sést ekki ein einasta bygging, ekki ein hrísla, ekki nokkur
lifandi sála“. En skáldinu, segir Polevoj, finnst þetta landslag
hvorki drungalegt né hrjóstrugt, ónei, hann elskar sitt óblíða land:
Hann er Islendingur í merg og bein, afkomandi þrautseigra og hörku-
legra bænda sem aldrei unnu sér hvíldar og þurftu næstum því að slíta
upp með tönnunum naumar gjafir stjúpu sinnar náttúrunnar, en vilja þó
ekki fyrir nokkurn mun skipta á urð, mýrum, hraunbreiðum, mjóum
túnræmum í dölum og fjarðabotnum og allsnægtum heitari landa.45
Það er stutt í fleiri litbrigði í þeim viðtökum sem verk Hall-
dórs Laxness fengu í Sovétríkjunum. Gefum því gaum, að
Brekkukotsannáll var sú skáldsaga hans sem einna mest lof hlaut í
Sovétríkjunum. Henni var reyndar betur tekið en pólitískri
ádrepu eins og Atómstöðinni eða verkalýðsskáldsögu eins og
43 Bibliografitsjeskij úkazatelj. Halldor Kiljan Laksness. Sostavila E. V. Pereslep-
ina. Moskva 1963.
44 B. Polevoj: Vstretsji naperekrjostkakh. Moskva 1961, bls. 225.
45 Polevoj, bls. 211.