Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
GEGN ÞJÓÐTRÚ
157
lega uppbyggingu, heldur draga upp brotakennda mynd af lífi og
tilveru, lýsa amstri og önnum venjulegs fólks. Hversdagsleikinn
er skoðaður með augum almúgamannsins og endursagður út frá
litlum atburðum eða uppákomum. Með vissum hætti er um að
ræða samansafn hversdagslegra kjaftasagna þar sem „fiskisagan
flýgur“ manna á millum.
Líkt og þessar frásagnir eru draugar táknmynd þess sem er
óhöndlanlegt, formlaust, endalaust. Draugar verða seint kveðnir
niður. Hinar ýmsu birtingarmyndir þeirra eru ósmættanlegar;
þeir eru ýmist sýnilegir eða ósýnilegir, nærverandi eða fjarver-
andi, en alltaf yfirvofandi. Fjölskyldudraugurinn fellur undir
þessa skilgreiningu. Honum „bregður fyrir“ sem snöggvast og
alltaf óljóst, en er, á mótsagnakenndan hátt, alltaf „til staðar“, og
hverfur ekki úr ættinni. Draugurinn vísar í sjálfu sér ætíð til ætt-
arsögunnar, hins afstæða tíma, hins táknræna arfs sem Skipeyri
stendur fyrir. Þetta vissi Shakespeare mæta vel eins og fram kem-
ur í Hamlet þegar vofan er kynnt með þessum orðum: „The time
is out of joint“. Arfleifðin verður ekki umflúin. Astæða þess að
Siggi, Ingibjörg og Guðrún fara ekki að Skipeyri er sú að þau
komast ekki undan því sem þau eru; þau komast ekki undan
arfleifðinni.15
Þjóðsaga eða reynslusaga
Útburðurinn í sögunni vekur upp spurningar. Þetta þjóðsagna-
minni er fráleitt tilkomið fyrir hreina tilviljun. Vera má að félags-
legar ástæður, sem rekja má aftur í sögu fjölskyldunnar, séu til
þess að í henni skuli birtast útburður en ekki uppvakningur,
Móri en ekki Skotta.
Við nánari athugun á goðsagnakenndri orðræðunni sem
hjálpar-andinn flutti, sést að hana má hæglega setja fram sem
þjóðsögu, eins og þær sem finnast í þjóðsagnasöfnum nítjándu
aldar. „Þjóðsaga“ fjölskyldunnar mundi byrja á staðarlýsingu og
ættarsögunni. Sagt væri frá því að á Skipeyri hafi um aldir verið
15 Um hugtakið vofukennd arfleiðsla (Héritage Spectral) sjá Jacques Derrida,
Spectres de Marx, Paris 1993.