Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 117
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
111
steypist yfir okkur upp úr þurru líkt og gróðrarskúr - eða hinn
farsæli maður „sé eins konar kameljón, án nokkurrar fótfestu"71 -
enda sé farsældin að mestu leyti á valdi okkar sjálfra. Hins vegar
getur slíkt hamingjubann fallið okkur til handa (veikindi, ástvina-
missir og svo framvegis) að ekkert sem við sjálf aðhöfumst tryggi
okkur farsælt líf. Hvernig menn bregðast við slíkum harmsköp-
um, hvort þeir söðla glæp á óhapp, það er hleypa því meir fram
óráðvendni sinni sem meira knýr þá, ellegar taka ógæfu sinni með
æðruleysi, er svo önnur saga.
Af framansögðu má ljóst vera hvernig Aristóteles hugsar sér
að dygðir almennt, og þar með yfirdygðin stórmennska, séu að
einhverju leyti háðar lífsláni. Með öðrum orðum: Agæti einstak-
lingsins veltur að hluta til á happi og hendingum. Jón kotbóndi
kann að vera jafnfrómur í orði og verki og Jón óðalsbóndi en
hinn fyrri getur ekki orðið stórmenni vegna þess að hann skortir
klof til að ríða röftunum. Glati óðalsbóndinn síðar efnum sínum
verður hann eins og tannbrotið ljón. Við hnjótum hér um hug-
mynd sem var jafneðlileg í SHF og hún kann að virðast framandi
- og fráhrindandi - í SHN. Nútímafólk er vant því að gera ráð
fyrir að siðferðilegir verðleikar velti á góðum vilja og engu öðru.
Ekkjan sem lagði smápeningana sína tvo í fjárhirsluna í helgi-
dóminum hafði þannig, að dómi Jesú, gefið meira en hinir ríku,
sem þó létu margfalt hærri upphæð af hendi rakna, vegna þess að
hún gaf af skorti sínum en þeir af allsnægtum.72 Taka bar viljann
fyrir verkið; og hún var því í raun meira „stórmenni“ en þeir.
Annar skyldur ásteytingarsteinn verður á vegi okkar þegar við
spyrjum hvort brestir annarra, mér tengdra, geti haft áhrif á verð-
leika mína. I SHF er ekkert athugavert við það svar að óhæfuverk
föður míns eða bróður geti varpað slíkum skammar-skugga á mig
að stöðu minni sem stórmennis sé hætt. Jafnvel smánarleg nafn-
gift - að heita Prumphænsn eða eitthvað álíka, svo að vitnað sé í
sögu eftir André Gide73 - getur rúið mig svo ærunni að ekki verði
71 Sama rit, bls. 237 [1100b].
72 Mk 12:42-44.
73 Dæmið er þegið úr ritgerð J. Deigh, „Shame and Self-Esteem: A Critique“,
Ethics, 93 (1983), bls. 232.