Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 118
112
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
um bætt. Breitt og úfið haf virðist milli þessara hugmynda, ann-
ars vegar, og hins vegar þeirrar algengu forsendu í SHN að æra
okkar sé varin fyrir þeim skeytum ólukkunnar sem okkur telst
ósjálfrátt um; enda gefi það, á hinn bóginn, ekki heldur „dvergn-
um gildi manns þótt Golíat sé afi hans“ (Ibsen/Matthías
Jochumsson).
Ofmælt væri að forsendan um óhultleik dygða fyrir ytri áföll-
um hafi ekki verið þekkt í fornöld. Hún er til dæmis snar þáttur í
siðfræði Platóns. En hin almenna hugmynd í SHF mun þó sú sem
Aristóteles fangar í ritum sínum: um mannlegt ágæti sem brot-
hætta skel, utan frá jafnt sem innan.74 Á sama hátt er almenna
hugmyndin í SHN augljóslega kantísk, þó að ýmsir nútímaheim-
spekingar hafi síðar skrifað langt mál um siðferðilegt lán.75 Fyrir
Kant er útilokað að siðlegt gildi einstaklingsins eða athafna hans
geti á nokkurn hátt ráðist af takmörkunum naumgjöfullar nátt-
úru. Fyrst allir eiga að gera x, samkvæmt kalli skynseminnar -
hinu skilyrðislausa skylduboði - þá hljóta líka allir að geta gert x.
Það er því, sem fyrr segir, hinn góði vilji einn sem ræður ágæti
manns. Þessi hugmynd á sér líka stoð í kristnum kennisetningum:
um verðmætin sem hvorki „mölur né ryð“ fá grandað76 og um
kærleika guðs sem engin utanaðkomandi öfl, yfirstandandi eða
ókomin, fá skilið okkur frá.77 Litlu breytir hér um þótt til séu
guðfræðingar og jafnvel heilu kristnu söfnuðirnir sem trúa því að
fólk verði ekki hólpið af eigin verkum heldur einungis fyrir til-
fallandi náð: forútvalningu eða jafnvel það happ að í tá manns
stingist flís úr krossinum helga.
74 Hugmyndin um mannlegt ágæti sem brothætta skel er eitt höfuðþemað í
hinni eftirminnilegu bók M. C. Nussbaum, The Fragility of Goodness
(Cambridge: Cambridge University Press, 1986). Kynlegt er að hún virðist
líta á þetta sem kost en ekki galla: hluta af „feigðarfegurð“ mannlífsins!
75 Tvær frægustu ritgerðirnar um það efni eru: T. Nagel, „Moral Luck“ í bók
hans, Mortal Questions (New York: Cambridge University Press, 1979), kafli
3, og B. Williams, „Moral Luck“ í samnefndri bók hans (Cambridge:
Cambridge University Press, 1981), kafli 2. Þær hafa hrint af stað mikilli um-
ræðuhefð, sjá t.d. ritgerðasafnið Moral Luck, ritstj. D. Statman (Albany: State
University of New York Press, 1993).
76 Mt 6:19-20.
77 Rm 8:38-39.