Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 192
186
ÞÓRHILDUR ÍSBERG
SKÍRNIR
öðrum og erfiðleikar í skólarekstri ullu henni vonbrigðum.
Huldu finnst, að frú Guðrún hefði átt að taka þessa ungu konu
að sér og gera henni lífið léttara: „En því fór fjarri, enda geðslag
hennar þannig, að lítil von var til þess“ (s. 106).
Hulda tekur fram, að samstarf Stefáns og Hjaltalíns hafi verið
algerlega snuðrulaust og fer þá eftir dagbókum föður síns, en
hann mun hafa haldið nákvæmar dagbækur. Hún bætir síðan við:
„Hins vegar má sjá af dagbókum hans, að honum hefir ósjaldan
runnið í skap, þegar Hjaltalín tók upp á því að fara eftir einhverj-
um kenjum konu sinnar, alls konar uppátækjum sem voru alger-
lega út í bláinn" (s. 139). Hulda fullyrðir m.ö.o. að þegar þá
greindi á, föður hennar og Hjaltalín, hafi það verið frú Guðrúnu
skólameistarafrú að kenna. Það sama verður uppi á teningnum,
þegar hún ræðir það, að Jón A. Hjaltalín, sem var konungkjörinn
þingmaður, greiddi því atkvæði í nefnd á Alþingi, að flytja skól-
ann suður. Miklir erfiðleikar voru þá í rekstri skólans og sparn-
aðar þörf í öllum opinberum rekstri að mati stjórnarinnar (lands-
höfðingjans), en Hjaltalín var, sem nú væri kallað „stjórnarsinni“
sem konungkjörinn þingmaður (s. 139-40).15 I bók Huldu er
þessi skýring hins vegar gefin: „Þeir, sem leituðu skýringa á þess-
ari afstöðu, höfðu þá helst á hraðbergi, að því er mér var sagt, að
nú langaði frú Hjaltalín til Reykjavíkur“ (s. 140).
15 í stuttu máli voru málsatvik þau að nokkur umræða hafði orðið á Alþingi um
skólamál og kostnað þeirra vegna. Alþingismenn voru ekki á eitt sáttir um
Lærðaskólann og lagði landshöfðingi til með frumvarpi 1895, sem frú Hulda
vísar til, að taka upp gagnfræðakennslu í Lærðaskólanum og skipta skólanum
í tvennt, lærða kennslu í efri bekkjunum og gagnfræðakennslu í neðri bekkj-
unum. Um leið yrði Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum lagður niður. Jón A.
Hjaltalín var í þingnefnd, sem fékk málið til meðferðar. Þrír nefndarmenn
vildu fella frumvarpið en minnihlutinn, Jón og annar til, samþykkja. Forsenda
þeirra var að „stofna á Akureyri einn sameiginlegan skóla handa piltum og
stúlkum“ (Saga Menntaskólans á Akureyri I, s. 126). Frumvarpið var fellt með
6 atkvæðum gegn 5. Á Alþingi 1897 lagði svo Jón A. Hjaltalín fram frumvarp
um að koma á gagnfræðakennslu við Lærðaskólann og auka gagnfræða-
kennslu á Möðruvöllum. Við umræður um málið var ræddur sá möguleiki að
flytja skólann til Akureyrar. Þessu máli eru gerð ítarleg skil í Sögu Mennta-
skólans á Akureyri I (s. 121-34). Er þar svolítill annar bragur á frásögninni en í
sögu Huldu Á. Stefánsdóttur.