Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 131
SKÍRNIR
STÓRMENNSKA
125
kallar réttmæta skömm nái maður ekki marki sínu; og sannur
„höfðingi" hlyti væntanlega líka að vera stórmenni, það er dygð-
um prýddur; ekki aðeins ófáanlegur að sveigja til við lífsskoðun
sína, hver sem sú lífsskoðun kynni að vera. En þetta er enn aðeins
hugdetta; og ég hlýt að endurtaka rannsóknarspurninguna: Hvert
er sambandið milli stórmennsku og sjálfsvirðingar?102
I öðru lagi má spyrja að hve miklu leyti stórmennska krefjist
þess að við temjum okkur hinar svokölluðu „neikvæðu" geðs-
hræringar, er margir siðfræðingar hafa fordæmt: reiði, afbrýði-
semi og svo framvegis. Samkvæmt Aristótelesi er réttmæt reiði
göfug geðshræring, það er að segja þegar menn reiðast „eins og
skyldi eða þegar skyldi eða þeim sem skyldi". Það er hins vegar
„þrælsháttur að láta sér í lyndi móðganir í garð sjálfs sín og vina
sinna“ með því að gá of seint að reiðast.103 Stórmennið hefur
sterka réttlætiskennd og þegar annar aðili er ófyrirsynju tekinn
fram yfir það, til dæmis við stöðuveitingu, hlýtur það einnig að
fyllast afbrýðisemi.104 En hvernig á að kenna ungu fólki að reið-
ast, eða vera afbrýðisamt, á réttan hátt og innan réttra marka, án
þess að um leið sé espuð upp í því smámunasemi og fyrtni?
Þriðja spurningin, sem raunar er nátengd þessari, er almennt
sú hvernig gera eigi börn að stórmennum. Hvaða uppeldisaðferð-
um á að beita? Þær hljóta að vera efni í heila bók.105 Nágranni
minn einn og vinur, pólskur tónlistarkennari á Akureyri, segist
ala upp í dóttur sinni höfðingslund með því að kenna henni að
svara í sömu mynt, innan skynsamlegra marka, sé hún áreitt. Sigli
hún laufseglum á vit misgerðarmanna sinna (jafnaldranna í leik-
skólanum!) fær hún hins vegar lítið hrós frá föðurnum. Eg efa
ekki að stúlkan, sem er fimm ára gömul þegar þetta er skrifað, á
102 Ég reifa þessa spurningu frekar í „Self-Respect, Megalopsychia, and Moral
Education", erindi fluttu á 8. heimsþinginu urn heimspeki með börnum í júní
1997, pr. í Journal of Moral Education, 27 (1998).
103 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 357 [1126a]. Sjá einnig umfjöllun
mína um þetta efni í „Um geðshræringar", 5. hluta.
104 Sjá ritgerð mína, „Why Persons Need Jealousy", The Personalist Forum, 12
(1996).
105 Ég sting upp á nokkrum slíkum uppeldiskostum í lokahluta „Self-Respect,
Megalopsychia, and Moral Education".