Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 191
SKÍRNIR
MEINT HEITROF GUÐRÚNAR HJALTALÍN
185
getur varið sig. Margt hendir manninn á langri ævi og enginn
sleppur við stór eða lítil áföll. Mat höfunda á því, hvað skuli taka
með í svona minningabók er umdeilanlegt svo ekki sé meira sagt.
„Slúðrið á Möðruvöllum“, eins og kennararnir kölluðu það,
virðist ætla að verða ansi lífseigt.
IV
Höfundar Sögu Menntaskólans á Akureyri eru ekki þeir einu,
sem telja sér sæma að sverta skólameistarafrúna á Möðruvöllum.
Frú Hulda A. Stefánsdóttir, Stefánssonar, skólameistara, er tók
við skólastjórn af Jóni A. Hjaltalín látnum, minnist lítillega á
Guðrúnu, og allt annað en vinsamlega, í fyrsta bindi minninga
sinna, er ber undirtitilinn Bernska og út kom árið 1985. Hulda
endursegir þar að vísu skoðanir foreldra sinna, því sjálf kynntist
hún Guðrúnu aldrei.
Hulda er fædd á nýársdag aldamótaárið 1900 og getur vart
munað eftir Guðrúnu Hjaltalín, sem hún kallar „the grand lady“
Möðruvalla.14 Þær áttu aldrei heima undir sama þaki. Guðrún fór
til lækninga suður til Reykjavíkur sumarið eða haustið 1901 og
dvaldist þar árlangt. Þá er Hulda aðeins á öðru ári. Skólahúsið á
Möðruvöllum brann svo 22. mars 1902. Hulda segir í bók sinni
að hún muni vel eftir Hjaltalín, sem svo hafi oftast verið kallaður,
og einnig „töluvert eftir Guðrúnu konu hans“ (s. 138). Guðrún
deyr á Akureyri 12. júní 1903, en þangað flutti skólinn eftir brun-
ann og Hjaltalínshjónin fluttu til Akureyrar haustið 1902. Hulda
var Guðrúnu Hjaltalín því aldrei samtíða og ekki líklegt að farið
hafi verið með hana um veturinn til Akureyrar til þess að sýna
Guðrúnu hana, en Hulda telur að ekki hafi verið vinskapur milli
móður sinnar og Guðrúnar. Ástæðuna telur hún vera þá hvernig
skólameistarafrúin tók á móti móður hennar, er hún kom nýgift
til Möðruvalla auðvitað full af væntingum ungrar kraftmikillar
konu, en þröngt húsnæði, sem hún að hluta til þurfti að deila með
14 Hulda Á. Stefánsdóttir. Minningar Huldu A. Stefánsdóttur. Bernska. Rvík
1985, s. 106. Hér eftir er vitnað til bókarinnar með blaðsíðutali í svigum.