Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 196
SKÍRNISMÁL
Er íslensk þjóðerniskennd
frá Oz?
Um ímyndub tengslþjóðar og tungu
þegar SÖGUHETJURNAR fjórar í barnasögunni Galdrakarlinn frd
Oz (1900) hittu loksins Oz, galdrakarlinn mikla, komust þau að
raun um að hann var alls ekkert mikill og ógurlegur eins og þau
höfðu gert sér í hugarlund heldur lágvaxinn gamall maður, sköll-
óttur og hrukkóttur í framan - í raun hálfgert himpi. Ekki var allt
sem sýndist í Oz og galdrakarlinn trúði Dóróteu og félögum
hennar fyrir því að sér hefði frá upphafi tekist að blekkja íbúa
Smaragðsborgarinnar fallegu. I forundran spurði Dórótea litla
hvort það væri þá ekki allt grænt í borginni eftir allt saman.
„Ekkert frekar en í öðrum borgum“, svaraði Oz, „en séu menn með
græn gleraugu á nefinu, sýnist þeim auðvitað allt grænt. [—] þegnar
mínir hafa nú borið græn gleraugu svo lengi, að flestir eru farnir að
ímynda sér, að Smaragðsborg sé í raun og veru öll græn, en hitt er víst að
hún er yndislega fögur borg."1
Ævintýri Dóróteu og félaga er hér rifjað upp vegna þess að í svari
galdrakarlsins felst ákveðin heimspeki sem í fljótu bragði virðist
mega heimfæra upp á þjóðernishyggju. Að vísu er þjóðernis-
hyggjan margslungið fyrirbæri og svo samofin hefur hún verið
hugsunarhætti Islendinga að menn hafa ekki lagt sig mikið eftir
því að brjóta hana til mergjar og meta sem sérstakt mótunarafl
samfélagsins fyrr en á allra síðustu árum.2 Efasemdir um að þjóð-
erni sé manni í blóð borið, eins og orðræða þjóðernishyggjunnar
hefur jafnan haldið fram, gerast hins vegar áleitnar nú um stundir
og það er ætlan mín hér á eftir að skoða nánar þá umræðu. I kjöl-
1 L. Frank Baum, Galdmkarlinn frá Oz, Þorsteinn Thorarensen íslenskaði,
Graham Percy myndskreytti (Reykjavík, 1985), bls. 86-90.
2 Guðmundur Jónsson, „Þjóðernisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta",
Skírnir, 169. ár (vor 1995), bls. 65.
Skírnir, 172. ár (vor 1998)