Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 98
92
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
vísu er ein viðtekin merking orðsins „stórmennsku“ í íslensku
máli stórlæti og dramb en önnur merking þess er göfuglyndi og
rausn, sem birtist ekki hvað síst í lýsingarorðinu „stórmannleg-
ur“. Eg bið lesendur að hafa þá merkingu í huga í framhaldinu.12
Verkefni mitt í ritgerð þessari er, í sem fæstum orðum sagt, að
skýra og bera hlífiskjöld fyrir dygðina stórmennsku. Þó að ég
geti þar ekki drjúgt úr flokki talað er ég ekki alveg einn míns liðs,
því á síðustu árum hafa fáeinir heimspekingar snúist í vörn fyrir
þessa óþokkasælu dygð og/eða hugsjónir henni tengdar.13 Mér
virðist samt sem enginn þeirra hafi hugsað til hlítar hvað það
þýddi ef við vildum gera manngildishugsjón stórmennskunnar að
okkar. Ur því fýsir mig að bæta.
I öðrum hluta dreg ég upp mynd af dygðinni stórmennsku,
eins og Aristóteles lýsir henni, og í þeim þriðja reyni ég að hrinda
algengustu - en jafnframt vanhugsuðustu - lastmælunum sem
hún hefur mátt þola. I fjórða hluta skipti ég um gír og spyr að
hve miklu leyti stórmennskan samrýmist nútíma-siðferðishug-
myndum; og þar sem hún gerir það ekki, hvorum megin hryggjar
sé þá vænlegra að liggja. Fimmti hluti hnitar svo í heild málsvörn
stórmennskunnar, jafnframt því sem ég tíunda nokkra spennandi
rannsóknarkosti er tengjast viðfangsefni mínu: framtíðar-eldsmat
fyrir „stórmannlega“ heimspekinga.
II
Ef til vill væri ákjósanlegast að birta hér í upphafi allan kaflann úr
Siðfrœði Níkomakkosar er fjallar um stórmennsku sem siðferðis-
dygð.14 En hvort tveggja er að slíkt myndi ganga um of á rúm rit-
heitið óþýtt, sjí t.d. H. J. Curzer, „Aristotle’s Much Maligned Mega-
lopsychos", Australasian Journal of Philosophy, 69 (1991).
12 Það flækir svo málið enn að í íslendingasögunum er „stórmennska" einatt
notað um það sem Aristóteles kallar „stórlyndi" (örlæti af miklum efnum),
einkum í orðasambandinu „að veita stórmannlega", en stórmenni í skilningi
Aristótelesar eru þar fremur nefnd mikilmenni.
13 Sjá einkum fyrrnefnda grein Curzers og bækurnar Pagan Virtue eftir John
Casey (Oxford: Clarendon Press, 1990) og Shame and Necessity eftir
Bernard Williams (Berkeley: University of California Press, 1993).
14 Siðfrœði Níkomakkosar, fyrra bindi, bls. 346-54 [1123a-1125a].