Skírnir - 01.04.1998, Side 181
SKÍRNIR
MEINT HEITROF GUÐRÚNAR HJALTALÍN
175
Brekkubæ og þá hafi verið glatt á hjalla. „Einn veturinn var leikin
„komedia", sem hjet „Þak“ eptir Overskou, og snerum við henni
á íslenzku". Meðal leikara voru „Guðrún Thorsteinsen og Þor-
valdur Pjetursson, sem þá var skotinn í henni en fjekk hana ekki“
(s. 207). Benedikt segir frá því, að þau hafi trúlofast, Guðrún og
Jón Thorarensen, sonur Bjarna amtmanns, „og þóttu þau heldur
en ekki glæsileg hjer á götunum" (s. 208). Ennfremur segir hann,
að Jón hafi verið „fríður sínum og mesta nettmenni, en hafði enga
lyst til lærdóms eða neins annars [...] besti drengur að öllu. [...]
Jón var ágætur skrifari og teiknari, en hann nennti ekki að temja
sjer það, því hann var svo latur, hann var tómur lífsnautarmaður“
(s. 208). Samband Guðrúnar og Jóns „leystist upp líklega vegna
óreglu Jóns og framtaksleysis“ (s. 208). Hinsvegar minnist Bene-
dikt hvorki á að Steingrímur Thorsteinsson hafi fellt hug til
Guðrúnar né að nokkur samdráttur hafi verið milli þeirra. Hann
þekkti vel til Steingríms, þótt ekki hafi þeir verið vinir. Miklar
líkur eru á því, að Benedikt hefði getið þess, ef samband hefði
tekist milli Guðrúnar og Steingríms. Það hefði ekki farið framhjá
honum í smábænum Reykjavík, þar sem allir vissu allt um alla.
Það var ekki aðeins að Guðrún þætti falleg og skemmtileg.
Hún lék bæði á hörpu og gítar og kenndi á þau hljóðfæri. Sveinn
Einarsson segir frá því í grein í Skírni, en þar skrifar hann m.a.
um leikrit Steingríms Thorsteinssonar, að Guðrún hafi verið „í
hópi fyrstu kvenna sem skrifa fyrir leiksviðið: hún staðfærir
breskt leikrit, Olnbogabarnið, sem Indriði Einarsson uppfærir í
Góðtemplarahúsinu á tíunda áratug aldarinnar".4
II
Eins og eg gat um í upphafi varð umfjöllun Hannesar skálds Pét-
urssonar í bók hans um líf og list Steingríms, ástarsorg hans og
4 Sveinn Einarsson. „Ekki er allt sem sýnist.“ Skírnir 165 (haust 1991), s. 395.
Sveinn ræðir þar um leikrit, sem talið er nokkurnveginn víst að sé eftir Stein-
grím Thorsteinsson og samið stuttu eftir að ætlað „samband“ hans og
Guðrúnar hafi rofnað. Þar komi fram hugarfar umburðarlyndis og sáttfýsi,
sem ekki var að finna í ljóðum hans nokkrum árum áður (s. 393-95).