Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 238
232
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
ísak að þola við í þeirri ást sem bundin er frelsi og ábyrgð hugsunarinn-
ar, eða þ essari reynslu hugarins sem er hvort tveggja í senn farvegur
þarfarinnar fyrir trú og afneitun manns á griðastað. Er það ástin sem
hann fúlsar við?
III.
Og sannarlega er það ekkert boðorð fyrir daginn í dag og á morgun
að læra að elska sjálfan sig. Heldur er það fínasta, slungnasta, hinsta
og þolinmóðasta list allra lista.28
Svo virðist sem Isak þurfi að sneiða framhjá hlutskipti sínu til að geta
trúað á sanna, varanlega hamingju. Hér verður því spurt hvort ísak geti
hætt að elska hugsunina um hlutskipti sitt, öðruvísi en að finna sig í túlk-
un á sjálfum sér og á lífinu, handan sköpunar/mótsagnar. Til að leita
svara við þessari lokaspurningu verður fyrst hugað að tilfinningu barns-
ins ísaks fyrir guði/veruleikanum og hvernig þrá hans á fullorðinsárum
eftir guði/nýjum veruleika geti verið mótuð af tilfinningu barnsins. Síðan
verður snúið til upphafs sögunnar, þess kafla sem (eins og sagan öll) ber
yfirskriftina „Til allra sem þrá komu Veruleikans", en þar má ekki aðeins
sjá tilraun Isaks í fæðingu, heldur hvernig hann undirbýr brottför sína úr
einum veruleika í annan. I lokin (og í sama erindi) verður hugað að túlk-
un Isaks á fundi guðs og skáldskapar og hvernig skynjun hans á nýjum
veruleika er bundin þeirri túlkun.
„Eg var fimm ára og hugsaði ekki um ævintýri - ég þekkti engan guð
nema þig“ (26), játar Isak á fullorðinsárum. Tilfinningin sem barnið Isak
ber í brjóstinu er tilfinning fyrir augnabliki blíðu, augnablik sem fólk á
víxl þráir og ferst úr, seinna á ævinni. Skáldið Isak segist í æsku þekkja
bara einn guð og lætur á fullorðinsárum eins og sú þekking sé uppskrift
að hamingju, ekki bara fyrir sig, heldur alla. En er, í okkar menningu,
annan guð að hafa? Er guð ekki ævintýrið sem hvorki er hægt að vera í
eða fara úr, byrji maður að hugsa um það? Tilfinningin sem Sarnið ísak
ber í brjóstinu getur ekki verið guði að þakka, heldur fjarveru guðshug-
myndarinnar úr hugarfylgsnum þess. Leitin að augnabliki blíðu hlýtur
þess vegna ekki farsælan endi í þekkingu á einum guði, á sama hátt og
barn er ekki skáld þeirrar ástar sem lifir í mistökum.
Getur Isak sneitt framhjá hlutskipti sínu, með því að rifja upp til-
finningu sína úr barnæskunni? Barnið Isak þekkir bara þrjú nöfn sem
eru þrjár uppsprettur lífs, öryggis og hlýju: „þig - guð -, ömmu og afa“
(25). Og þetta ástand ríkir (eðlilega) löngu áður en önnur nöfn byrja að
kalla, nöfn sem krefjast „athygli og hollustu", löngu áður en ísak fregnar
28 Úr Svo mœlti Zaraþústra, bls. 196.