Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 57
SKÍRNIR
NORÐAN VIÐ KALT STRÍÐ
51
Stundum eru þeir látnir styðja hvor annan eins og þegar
Krymova og Pogodin vitna í Kúltúra Islandii í bók sinni um
Halldór sem heimild um gífurlega þýðingu bókmenntaarfsins í
íslensku þjóðfélagi. Líklegt er að verk þeirra og fordæmi ráði
miklu um það, að beri Island á góma, þá er það ekki síst í tengsl-
um við tungu þess og bókmenntir. Dæmi um þetta er sú slagsíða í
efnisvali sem sjá má í greinum um efni tengd Islandi á fyrrnefnd-
um vettvangi sovéskra Norðurlandafræðinga, ársritinu Skandi-
navskij sbornik. I yfirliti um efni ritsins 1965-1975 kemur fram,
að þar eru alls 65 greinar um hagsögu og stjórnmálasögu Norður-
landa - en engin um Island. 40 greinar fjalla um málvísindi, þar af
9 um íslenska tungu og 26 um bókmenntasögu og bókmenntir,
þar af 7 um íslenskar fornbókmenntir og Halldór Laxness. I grein
sem birtist í þessu ársriti árið 1969 um sovéskar rannsóknir á
sviði Norðurlandasögu segir A. Nekrasov: „Saga Islands er það
svið sovéskrar sagnfræði sem rækilegast hefur gleymst [...]. I
okkar landi er unnið að ítarlegum rannsóknum einungis á sviði
íslenskrar málfræði og bókmenntafræði og er svo fyrir að þakka
skóla M. I. Steblin-Kamenskijs við háskólann í Leningrad."55
Þeir Halldór Laxness og Steblin-Kamenskij eru með beinum
og óbeinum hætti fyrirferðarmiklir í bókum og greinum sem rit-
höfundar, blaðamenn, landfræðingar og stjórnmálaskýrendur
skrifuðu um Island á þessum tíma. Hér er m.a. átt við allstóra
ferðabók rithöfundarins Gennadijs Fish (1903-1973), Einbúinn í
Atlanshafi sem fyrst kom út árið 1963 sem og litlar bækur um
sögu Islands, landafræði, efnahag og stjórnmál, sem komu út á
nokkurra ára fresti, þær síðustu 1983 og 1986.56 Þess er að geta að
slík rit skiptu meira máli í Sovétríkjunum en mörgum öðrum
55 G. A. Nekrasov: „Problematika i organizatsija skandinavskikh istoritsjeskikh
issledovanii v SSSR“. Skandinavskij sbornik XIV, 1969, bls. 19.
56 Gennadij Fish: Otsbelnik Atlantiki. Moskva 1962 (endurútgefin í 100 þúsund
eintökum upplagi árið 1977 ásamt öðrum ferðalýsingum höfundar frá Skandi-
navíu). L. V. Serebrjanyj: Islandija. Strana, Ijúdi, khozjajstvo. Moskva 1969
(landafræði, hagfræði). O. V. Tsjerstvova: Islandija -problemy vnesbnej poli-
tiki. Moskva 1983 (um utanríkismál, upplag 16 þúsund eintök). Ja. Vasiljev:
Islandija vtsjera i segodnja. Moskva 1986 (bók í fræðsluritaflokknum „Saga og
samtíð“, upplag 23 þúsund eintök).