Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 245
SKÍRNIR
ÓLAFUR FERJUMAÐUR FRÁ SEYRU
239
á óperusviði í Winnipeg í sögulok. í hljómsveitargryfjunni situr frændi
þeirra, Andrew Callaghan, og spilar á fíólín langafa síns.
Tími sögunnar nær alveg fram á tíunda áratug þessarar aldar enda
kemur fram að Callaghan fiðluleikari er fæddur árið 1940 og er á sex-
tugsaldri í sögulok (11:315-16). Við upphaf sögunnar er minnst á
kanadíska hlauparann Ben Jonson og illa meðferð á honum (1:14). Þar er
greinilega átt við atburð í lífi hans árið 1988. Þetta kemur heim og saman
því að sögumaður er sex ár að skrifa ættarsöguna (11:254). Frásögnin er
römmuð inn á þann hátt að Olafur Tryggvason skrifar dóttur sinni, Pat,
og segir henni frá ættmennum fyrri kynslóða. Hann stendur djúpum
rótum í íslensku þjóðfélagi, tungutaki þess og hugsunarhætti, en dóttirin
sem býr í London talar ekki íslensku: bylgjukvik og rótleysi nútímans
hefur sett mark sitt á samband þeirra. Það er þó von sögumanns að sá
tími muni koma að dóttir hans læri íslensku og opni skókassann þar sem
ættarsagan liggur. Annars konar rammafrásögn er þarna einnig því að
inn í einkabréfið til Pat skýtur Ólafur gömlum bréfum eða brotum úr
bréfum sem gengu milli ættfólks hans á Islandi og í Vesturheimi.
Fyrra bindið, Híbýli vindanna, hefst á því að ungt fólk, karl og kona,
komast hvort um sig í kast við lögin fyrir litlar sakir snemma á síðustu
öld. Þau eru sett í tugthús í Reykjavík en fá frelsi við komu Jörundar
hundadagakonungs til Islands og eru gefin saman skömmu síðar. Við
brottför Jörundar fær maðurinn fíólín að gjöf úr hendi þessa danska
ævintýramanns. Ungu hjónin njóta svo verndar Magnúsar konferensráðs
Stephensen sem loks útvegar þeim kotbýli í Stóru-Tungusókn, undir
Þrískóaheiði, norðan Jökulsár. Þar fæðist Ólafur fíólín, kenndur við
hljóðfærið sem hann fær í arf frá föður sínum. Hann dvelst um skeið hjá
systur sinni sem gifst hafði rosknum presti í Stóru-Tungu, séra Jóni
Grímssyni. Við dauða séra Jóns verða draumar Ólafs um skólagöngu að
engu. Hann heldur norður yfir heiði, er þar í vinnumennsku í nokkur ár
og gengur að eiga Sæunni, fátæka stúlku sem þó hefur fengið gott upp-
eldi á prestssetri í Gnúpasókn. Ólafur er hagleiksmaður og tónelskur.
Þau hjón flæmast suður í heimabyggð Ólafs því að hreppurinn norðan
heiðar vill ekki ábyrgjast framfæri stækkandi fjölskyldu hans. Á heiðinni
fæðist þeim sonurinn Ólafur heiðarsveinn. Foreldrunum er nú stíað
sundur og börnunum komið fyrir hjá vandalausum. Síðar byrja þau hjón
að hokra í Seyru, sunnan Jökulsár, en halda til Kanada þjóðhátíðarárið
1874. Þar taka við erfiðleikar og basl, fyrst í Kinmount í Ontariofylki en
síðan í Nýja-íslandi, norðan Winnipeg. Þar deyr Sæunn úr bólusótt.
í síðara bindinu, Lífsins tré, heldur Ólafur fíólín til Islands á ný og
býr í Seyru. Hann kynnist Elsabetu og eignast með henni soninn Jens
Duffrín sem er annarlegur á ýmsan hátt. Aður hefur Elsabet eignast þrjár
dætur með stjúpföður sínum og mátt sitja í tugthúsi fyrir þann „glæp“.
Þau Ólafur halda til Vesturheims með Duffrín litla og njóta nú Málm-
fríðar, dóttur Ólafs, sem flúið hafði til Vesturheims með unnusta sínum