Morgunblaðið - 10.07.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
Þótt Styrmir Gunnarsson sé ekkilengur formlega á vaktinni yfir
málefnum Evrópu, sambandinu sem
við álfuna er kennt og myntinni sem
er svo illa lukkuð, þá fylgist hann
áfram vel með. Nú
síðast skrifar hann:
Guy Verhofstadt,fyrrum for-
sætisráðherra Belg-
íu og nú þingmaður
á Evrópuþinginu
segir í grein á evr-
ópuútgáfu banda-
ríska vefmiðilsins
politico, að Grikk-
land sé sjúkdóms-
einkenni þeirrar
kreppu, sem Evrópa
horfist í augu við.
Báðir aðilar hafigert mistök. Grikkir hafi aldr-
ei snúið baki við fortíðinni. Evrópa
hafi fylgt stefnu bókhaldarans, sem
hafi kæft efnahag Grikklands.
Grikkir verði að sýna að þeir hafibolmagn til að láta Grikkland
stjórnast af lögum og reglum.
Evrópa verði að setja upp einskonar endurreisnarsjóð skuld-
ugra þjóða.“
Í þessum orðum virðist forsætis-ráðherrann fyrrverandi gæta
sæmilegs jafnvægis.
Því var þó ekki að heilsa þegarforsætisráðherra Grikklands
ávarpaði þingmannasamkundu
ESB þegar hann mætti til Brussel
eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Verhofstadt og fleiri þingmennhelltu sér þá yfir gestinn af
miklu yfirlæti eins og sjá má af
myndböndum.
Guy Verhofstadt
Eru þeir að
sjá að sér?
STAKSTEINAR
Styrmir
Gunnarsson
Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K ,
S Í M I 5 1 2 8 1 8 1
VERIÐ VELKOMIN
Á NÝJAN VEITINGASTAÐ
Í RAUÐA HÚSINU
VIÐ GÖMLU HÖFNINA
Í REYKJAVÍK
Veður víða um heim 9.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 8 alskýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 13 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 15 skýjað
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 22 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 15 léttskýjað
Berlín 17 léttskýjað
Vín 22 skúrir
Moskva 23 léttskýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 38 heiðskírt
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 21 alskýjað
Montreal 21 alskýjað
New York 21 alskýjað
Chicago 19 alskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
10. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:27 23:40
ÍSAFJÖRÐUR 2:43 24:34
SIGLUFJÖRÐUR 2:23 24:20
DJÚPIVOGUR 2:46 23:20
Útihátíð í kristilegri kantinum verð-
ur haldin í Hljómskálagarðinum á
morgun, laugardag. Boðið verður
upp á maraþondagskrá í tólf tíma frá
hádegi til miðnættis. Sviðið verður
sunnan við Hljómskálann.
Andrés Bertelsen er einn skipu-
leggjenda hátíðarinnar, en hann seg-
ir þau þurft að hafa skjótar hendur
þar sem leyfi til hátíðarhaldsins hafi
einungis borist fyrir tveimur vikum.
Á hátíðinni treður upp stór hópur
gospeltónlistarfólks úr öllum áttum
kristinnar hefðar og skemmtir gest-
um og gangandi, en aðgangur verð-
ur ókeypis.
Listinn yfir tónlistarfólkið sem
treður upp er eðlilega langur þar
sem fylla þarf hálfan sólarhring af
tónlist en Andrés nefnir Eik Einars-
dóttur, Önnu Siggu, Írisi Lind og
Emil, Lofgjörðarsveit United
Reykjavík, Sylvíu Guðnýjardóttur,
Sigurð Ingimarsson, Ingunni Huld,
söngkonuna Þollý Rósmunds og
Lofgjörðarsveitina Catch the Fire.
Þar sem ekki er selt inn á hátíðina
hafa skipuleggjendur þurft að reiða
sig á fjárframlög en Andrés segir að
þar hafi þau hvarvetna fengið góðar
viðtökur. Ef einhver rekstrar-
afgangur verði eftir renni hann þó
óskiptur til ABC Barnahjálpar.
Léttar veitingar og
fjölskylduvæn stemning
Boðið verður upp á kaffi og vöffl-
ur, hoppukastali verður á staðnum
fyrir börnin og stefnt að því að bjóða
upp á sykurfrauð. Aðstaða verður
fyrir þá sem vilja koma og grilla ofan
í sig og sína á staðnum.
Tvær listakonur, þær Magga
Maja og Karen, munu meðan á há-
tíðinni stendur mála málverk og
verða verkin boðin upp meðan á há-
tíðinni stendur.
Andrés tekur fram að tekið verði
til jafnharðan á meðan leikar standa.
„Það kemur enginn fram í nafni
Krists og skilur allt eftir í rúst.“
bso@mbl.is
Morgunblaðið/Frikki
Hljómskálagarður Hátíðin fer fram á morgun frá hádegi til miðnættis.
Veðurspáin í Reykjavík er ágæt, búist við hlýju og hægu veðri yfir daginn.
12 tíma gospelhátíð
í Hljómskálagarði
Fjölmargir listamenn á laugardegi