Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
Sláttumaður Ívar Kristinsson notfærði sér blíðuna í gær til að slá grasbletti við Bústaðaveg. Gott sláttuveður ætti að vera í höfuðborginni í dag en síðra á morgun og síðan er útlit fyrir votviðri.
Kristinn
Sameiginlegar varn-
ir í stað friðargæslu
eða íhlutunar í öryggis-
mál fjarlægra ríkja
ráða nú stefnu Norður-
Atlantshafsbandalags-
ins (NATO). Varn-
armálaráðherrar
NATO-ríkjanna 28
tóku miðvikudaginn 24.
júní lykilákvarðanir
um að efla sameig-
inlegar varnir bandalagsins meðal
annars með því að auka styrk og
getu viðbragðshers þess (NATO
Response Force (NRF)). Í við-
bragðshernum verða allt að 40.000
menn – upphaflega var reiknað með
13.000 mönnum.
Reistar verða bækistöðvar fyrir
NATO-herstjórnir í Búlgaríu, Eist-
landi, Lettlandi, Litháen, Póllandi
og Rúmeníu. Í hverri þeirra verða
um 40 manns sem skipuleggja, æfa
og undirbúa móttöku liðsauka, verði
hann sendur. Komið verður á fót
sameiginlegri birgða- og flutn-
ingastjórn til að auðvelda liðsflutn-
inga þegar þeirra gerðist þörf. Jafn-
framt hefur yfirmanni herstjórnar
NATO í Evrópu (SACEUR) verið
veitt heimild til að hækka viðbún-
arstig heraflans í Evrópu.
Þá tilkynnti Ash Carter, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, að
flutt yrðu þungavopn, skriðdrekar,
bryndrekar og stórskotaliðsvagnar,
fyrir allt að 5.000 manna bandarískt
herlið til landa austast á varn-
arsvæði NATO. Her-
gögnin yrðu til taks ef
senda þyrfti manna-
flann á vettvang vegna
hættu á átökum.
Eystrasaltsþjóð-
irnar þrjár eiga allt
undir aðfluttum her-
afla á hættutímum.
Hætta er á að rúss-
neskur liðsafli í lofti
eða á sjó frá Kal-
iningrad (Könings-
berg), 223 ferkílómetra
landsvæði Rússa, í
krika milli Litháens og Póllands,
myndi fleyg á Eystrasalti milli
Eystrasaltsríkjanna og annarra
NATO-ríkja og stöðvi aðflutninga á
sjó.
Sænska eyjan Gotland (3.183 fer-
kílómetrar) er á milli Svíþjóðar og
Lettlands. Rússneskar sprengjuþot-
ur hafa nokkrum sinnum æft loft-
árásir á Gotland, síðast laugardag-
inn 4. júlí. Vegna hernaðarumsvifa
Rússa hefur sænska ríkisstjórnin
ákveðið að styrkja varnir Gotlands.
Vandi NBP9-ríkjanna
Bandaríska hugveitan Center for
European Policy Analysis (CEPA)
gaf nýlega út skýrsluna The Coming
Storm – Væntanlegt ofviðri – eftir
Edward Lucas, heimskunnan blaða-
mann og rithöfund sem sendi frá sér
bókina The New Cold War árið
2008. Í skýrslunni fjallar hann um
stöðu öryggismála á Eystrasalti og í
Norður-Evrópu. Nefnir hann til
sögunnar níu ríki: Norðurlöndin
fimm, Eystrasaltsríkin þrjú og Pól-
land og kallar þau NBP9. Hann seg-
ir ríkin standa frammi fyrir sameig-
inlegum og svipuðum vanda vegna
endurvígbúnaðar í Rússlandi og
ágengari stefnu rússneskra stjórn-
valda.
Lucas rekur dæmi um ögrandi að-
gerðir Rússa í garð ríkjanna og vek-
ur sérstaka athygli á að Rússar hafi
sumarið 2014 æft eldflaugaárás á
dönsku eyjuna Borgundarhólm þeg-
ar þar var efnt til þess sem Danir
kalla Folkemødet og er árlegur við-
burður með þátttöku forystumanna í
stjórnmálum og á öðrum sviðum
dansks samfélags. Þegar æfingin
var gerð voru um 80.000 manns á
eyjunni, þar á meðal danski for-
sætisráðherrann. „Hefði árásin ver-
ið gerð hefðu Danir verið af-
höfðaðir,“ segir Lucas.
Þá segir í skýrslunni að í mars
2015 hafi 33.000 rússneskir hermenn
tekið þátt í aðgerð þar sem æfð var
skyndiárás í Norður-Noreg, á
Álandseyjar, Gotland og loks á
Borgundarhólm. Í skýrslunni segir:
„Heppnist árás af þessu tagi munu
yfirráð yfir þessum landsvæðum
gera NATO næstum ókleift að auka
herstyrk í Eystrasaltslöndunum.“
Meginboðskapur skýrslunnar er
að verði ekki gerðar ráðstafanir til
að auka öryggi á svæðinu sem um er
rætt í henni gæti það leitt til þess að
NATO, best heppnaða hernaðar-
bandalag sögunnar, yrði dæmt mátt-
vana jafnvel án þess að hleypt yrði af
einu skoti. Hlutverki Bandaríkjanna
sem ábyrgðaraðila á evrópsku ör-
yggi til þrautavara lyki á nokkrum
klukkustundum.
Gunnar Bragi í Washington
Í þessu ljósi ber að skoða við-
ræður Gunnars Braga Sveinssonar
utanríkisráðherra við Robert S.
Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, í Washington mið-
vikudaginn 1. júlí þar sem Work
„sagði skuldbindingu Bandaríkjanna
um að verja Ísland algerlega óhagg-
aða og lýsti vilja til þess að skoða
möguleika til frekara samstarfs
ríkjanna á sviði öryggis- og varn-
armála. Hann sagði Ísland lyk-
ilbandamann og að staðsetning
landsins hafi áfram strategískt mik-
ilvægi eins og það hafi haft alla tíð,“
svo að vitnað sé í fréttatilkynningu
utanríkisráðuneytisins.
Eftir fundinn í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu flutti Gunnar
Bragi erindi um málefni norðurslóða
og hagsmuni Íslands á vegum hug-
veitunnar Center for Strategic and
International Studies (CSIS). Ráð-
herrann var spurður hvort hann
teldi stöðu öryggismála skapa „þörf“
fyrir að endurreisa varnarlið á Ís-
landi undir stjórn Bandaríkjamanna
eða NATO.
Utanríkisráðherra sagði erfitt að
svara hvort þessa væri „þörf“. Það
yrði hins vegar að bregðast við stöð-
unni í öryggismálum hverju sinni og
nú væri öfugþróun vegna framgöngu
Rússa og hættu frá hryðjuverka-
mönnum. Sig mundi ekki undra að
Ísland yrði mikilvægara og hern-
aðarlegt mikilvægi landsins kæmi að
nýju til umræðu. Hann væri hlynnt-
ur því ef NATO og allir samstarfs-
aðilar á Norður-Atlantshafi hefðu
getu til að svara fljótt frá Keflavík
eða í Keflavík. Hann gæti ekki sagt
hvernig viðbúnaður væri bestur en
eðli hans og tímasetningar yrði að
ræða næstu mánuði og jafnvel ár. Ís-
lendingar hefðu lagt áherslu á að-
stöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir leit
og björgun. Ef til vill mætti skapa
tengsl milli slíkrar starfsemi og
varnarviðbúnaðar, það þyrfti að
skoða nánar.
Undir lok fundarins sagði Gunnar
Bragi íslensk stjórnvöld vilja halda
allri aðstöðu á Keflavíkurflugvelli í
því horfi að erlendar flugvélar undir
merkjum NATO gætu „plug and
play“, það er komið á völlinn og hafið
þaðan aðgerðir innan fáeinna
klukkustunda – þannig hefði það til
dæmis verið fyrir skömmu þegar um
200 manna lið hefði birst til að
stunda kafbátaleit frá vellinum.
Augljós tengsl eru milli öryggis í
skjóli NATO á Eystrasalti og við-
búnaðar á Íslandi. Nauðsynlegt er
að styrkja að nýju alla keðjuna og
þar má enginn hlekkur bresta eigi
að tryggja sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna þriggja.
Eftir Björn
Bjarnason »Eystrasaltsþjóðirnar
þrjár eiga allt undir
aðfluttum herafla á
hættutímum. Gæti
NATO ekki veitt þeim
aðstoð væri voðinn vís.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Öryggiskeðja milli Íslands og Eystrasaltsríkjanna