Morgunblaðið - 10.07.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 10.07.2015, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Facebook-færsla fjármálaráðherra, Bjarna Benedikts- sonar, frá 6. júlí sl. hef- ur vakið athygli og sterk viðbrögð. Þar boðaði ráðherrann að gera mætti ráð fyrir 8,9% hækkun bóta al- mannatrygginga frá næstu áramótum á grundvelli launaþróunar. Í ályktun aðalstjórnar ÖBÍ frá 27. maí 2015 var gerð sú krafa að lífeyrir almannatrygginga hækkaði að lág- marki í samræmi við krónutöluhækk- un lægstu launa í yfirstandandi kjarasamningagerð. Lægstu laun voru hækkuð um 31.000 kr. 1. maí 2015 og eiga að hækka um 15.000 kr. á næsta ári, eða samtals um 46.000 kr. Hækkun lífeyris almannatrygg- inga um 8,9% næstu áramót myndi þýða hækkun upp á 17 til 20.000 kr. fyrir lífeyrisþega með óskertar greiðslur, eftir því hvort fólk fær greidda heimilisuppbót eða ekki. Lágmarkslaun munu því hækka rúm- lega helmingi meira en lífeyrir al- mannatrygginga auk þess sem hækk- un lágmarkslauna kemur átta mánuðum fyrr til framkvæmda. Boð- uð hækkun er því talsvert undir væntingum og óásættanlegt að hún fylgi ekki hækkun lágmarkslauna. Skortur á efnislegum gæðum hjá 23% öryrkja Önnur frétt sem vakti athygli í síð- ustu viku var um nýlega rannsókn Hagstofu Íslands, þar sem fram kem- ur að 23% öryrkja búa við skort eða verulegan skort á efnislegum gæðum. Öryrkjar eru langstærsti hópurinn ef þátttakendur eru greindir eftir at- vinnustöðu. Öryrkjum sem búa við verulegan skort fjölgaði úr 5% í 11% milli 2013 og 2014. Niðurstaðan kem- ur ekki á óvart því lífeyrir almanna- trygginga hefur einungis hækkað á bilinu 3 til 3,9% á árunum 2013 til 2015. Í krónutölum þýðir þetta um 5.000 kr. hækkun ráðstöfunartekna hverju sinni fyrir þá sem hafa ekkert eða lítið annað en lífeyrinn sér til framfærslu. Útreikningar sem Talna- könnun hf. gerði fyrir ÖBÍ sýna að lífeyririnn hefur hvorki haldið í við hækkun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu og er munurinn umtals- verður. Því hefur orðið veruleg kja- ragliðnun lífeyris almannatrygginga á síðustu árum, sem ekki verður leið- rétt með 8,9% hækkun, þó að vissu- lega sé það lítið skref í rétta átt. 8,9% hækkun myndi þýða að ráðstöf- unartekjur hækkuðu um rúmar 10 til 12 þúsund krónur á mánuði fyrir þann sem er með óskertan lífeyri. Ráðstöfunartekjur og mannsæmandi framfærsla En hvað þarf til að geta staðið und- ir mannsæmandi framfærslu? Í við- leitni til að svara þessari spurningu er leitað fanga í nýlegri álitsgerð sem dr. Ólafur Ísleifsson vann fyrir ÖBÍ. Í henni svarar Ólafur m.a. þeirri spurningu hver séu eðlileg og hefð- bundin mánaðarleg útgjöld til fram- færslu fyrir örorkulífeyrisþega, sem býr einn í eigin húsnæði og er barn- laus. Meginniðurstaða álitsgerðarinnar var í stuttu máli sú að örorkulífeyr- isþegar með tekjur við framfærslu- viðmið, þ.e. engar eða litlar aðrar tekjur en frá TR, vantaði rúmar 160.000 kr. til að ná dæmigerðu neysluviðmiði velferðarráðuneyt- isins. Til að ná grunnviðmiði vantaði tæp 100.000 kr. upp á, sem er vís- bending um hvað þarf að lágmarki til að viðhalda grunnlífskjörum. Því er ljóst að hækkun ráðstöfunartekna um rúmlega 10 til 12 þúsund krónur í byrjun árs 2016 breytir litlu um stöðu þessa hóps, mun meiri hækkun þarf að koma til. Ítarlegri umfjöllun um álitsgerðina birtist í grein í 3. tbl. vef- rits ÖBÍ 2015 (www.obi.is/utgafa/ vefrit-obi) fyrir þá sem vilja kynna sér hana betur. Vandi örorkulífeyrisþega er oft á tíðum sá að fólk hefur þurft að fram- fleyta sér árum saman á mjög lágum tekjum, sem gerir stöðuna enn erf- iðari. Fólk á engan pening og fær ekki lán til að mæta óvæntum nauð- synlegum útgjöldum og leyfa sér t.d. þann „lúxus“ að kaupa hollan og góð- an mat eða fara til tannlæknis. Betur má ef duga skal Það er algjörlega óásættanlegt að bjóða fólki upp á þessi kjör, sem ekki gera annað en halda fólki í skorti og fátækt. Álitsgerð dr. Ólafs Ísleifs- sonar sýnir enn frekar hvað þörf fyrir verulega hækkun er brýn til að gera lífeyrisþegum mögulegt að geta lifað mannsæmandi lífi. Óhjákvæmilegt er að hækka lífeyrinn þannig að hann dugi til framfærslu í íslensku sam- félagi því fólk lifir ekki á þessum tekjum. Að lokum viljum við benda á að Ís- land undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í mars 2007 en þar segir að aðild- arríkin skuli „viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, meðal annars viðunandi fæðis og klæða og full- nægjandi húsnæðis, og til sífellt batn- andi lífskilyrða og skulu gera viðeig- andi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötl- unar“. Við hvetjum alla til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að full- gilda samninginn, en hana er að finna á heimasíðu ÖBÍ. Undirskriftalistinn verður afhentur stjórnvöldum í haust. Boðuð 8,9% hækkun almannatrygginga ekki nóg Eftir Halldór Sævar Guðbergsson og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur » Það er algjörlega óásættanlegt að bjóða fólki upp á þessi kjör, sem ekki gera annað en halda fólki í skorti og fátækt. Halldór Sævar Guðbergsson Halldór er varaformaður ÖBÍ, Sigríð- ur Hanna er félagsráðgjafi ÖBÍ. Sigríður Hanna Ingólfsdóttir Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sendi mér kveðju í útvarpsþætti á föstudaginn fyrir viku. Kann ég honum maklegar þakkir fyr- ir. Í kveðjunni fann framkvæmdastjórinn að því að undirritaður hvatti almenning ný- lega úr ræðustól Al- þingis til að snið- ganga fyrirtæki sem gengið hafa á undan með hækkun á vöruverði í kjölfar kjarasamn- inga. Nú er það svo að sá sem hér ritar er kjörinn á þing af ís- lenskum almenningi og sækir þangað umboð sitt. Ef það er sví- virðilegt eða populismi eða hvað það annað sem framkvæmdastjór- inn bar mér á brýn í viðtalinu að gæta hagsmuna almennings, vinnuveitenda minna, skal ég glaður gangast við því að vera hvort tveggja svívirðilegur og po- pulisti. Sá sem hér ritar hefur undanfarin tvö ár gagnrýnt ís- lenska verslun töluvert. Ég hef einnig tekið fram að ekki eru öll verslunarfyrirtæki undir sömu sök seld. Ég hef bent á að geng- isstyrking krónu hefur ekki skil- að sér í lægra vöruverði, nið- urfellingar og/eða lækkaðar álögur skila sér seint, illa eða alls ekki. Flest framangreint var staðfest í nýlegri skýrslu Sam- keppniseftirlitsins. Á und- anförnum tveimur árum hef ég skorað á kaupmenn að bæta ráð sitt, beðið þá, brýnt þá en lítið gagnast. Lengi vel var því haldið fram að undirritaður færi með rangt mál, ef ekki beinlínis ósannindi um málefni verslunar- innar. Loks nú nýlega hikstaði framkvæmdastjóri SVÞ því upp í útvarpsþætti að víst væri eitthvað til í að gengisstyrking hefði ekki verið skilað að fullu vegna þess að verslunin væri að bæta sér upp meint tjón í hruninu fyrir sjö árum. Ekki kom fram í máli framkvæmdastjórans þá hversu mikið meint tjón væri eða hversu lengi íslenskir neyt- endur ættu að greiða yfirverð þar til meint tjón verslunarinnar væri að fullu bætt. Í útvarpsviðtalinu á föstudaginn fyrir viku kvað hins vegar við annan tón. Þegar minnst var á að vöru- gjaldslækkun, sem tók gildi um sl. ára- mót, á sykri og sykr- uðum vörum skilaði sér seint og illa sagði framkvæmdastjórinn eitthvað á þá leið að á Íslandi væri frjáls álagning og að sam- keppnin á markaði hér (sic) myndi sjá um að lækkanir skiluðu sér til neytenda. Verslanir sem gætu verðlagt sig hátt myndu einfaldlega gera það. Það er ein- mitt það. Fyrirsvarsmenn ís- lenskrar verslunar kveinka sér undan alþjóðlegri samkeppni og telja tolla sem enn eru við lýði skekkja samanburð. Nú er ein- mitt tækifæri til að gaumgæfa hverju nýframkomnar breytingar á gjöldum hafa breytt í því efni. Það er verðugt verkefni versl- unar, samtaka launafólks, neyt- endasamtaka og stjórnvalda. Þá verður máski möguleiki að varpa ljósi á verðmyndun á Íslandi að einhverju leyti. Þá mun koma í ljós hvort kaupmönnum er treyst- andi. Þangað til hvet ég neyt- endur til að sniðganga þau fyr- irtæki á lista Neytendasamtakanna sem hækka vöruverð þessa dagana og sem draga lappirnar í að skila lækkun vörugjalda og styrkingu krónu út í verðlagið. Er kaupmönnum treystandi? Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson » Á undanförnum tveimur árum hef ég skorað á kaupmenn að bæta ráð sitt, beðið þá, brýnt þá en lítið gagnast. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Egg og nýklaktir ungar á færibandi í hvert mál. Fyrir nokkrum árum kom út svört skýrsla um lífríki Tjarnarinar. Lækurinn sem rann undan Öskjuhlíðinni er horfinn, þessi læk- ur myndaði votlendið og hina einu sönnu Vatnsmýri og var það hið eina sanna kjör- lendi og varpstaður fugla við Tjörnina. Þessi lækur er týndur en í honum voru allskonar lækja- lontur og flugnalirfur, allskonar kjörfæða og eina fæða lítilla unga, brunnklukkur og aðrar pöddur líf- ríkisins. Það hefur alltaf verið gengið meir og meir á það svæði sem fuglarnir urpu á, hvar á þetta að enda? Sjórinn flæddi eftir gamla lækn- um undir Lækjargötunni og fólk tók eftir þegar flóð var og fjara, þá flæddi sjórinn undir Lækjagöt- unni, með honum marflær og alls- konar lífríki, kjörið æti fyrir litla unga. En nú er hún Snorra- búð stekkur, þessi lækur er líka farinn, stoppaður og týndur. Þegar áðurnefnd skýrsla kom út hafði ekki einn einasti ungi komist upp við Tjörn- ina, ég veit ekki hvernig þessari miklu náttúruperlu hefur reitt af síðan. Núna, þegar enginn vandi er að útiloka varginn frá Tjörninni, þá er ekkert gert í því. Ég fór fram hjá Tjörninni um daginn, þá voru þar tugir sílamáfa í miklu æti. Ég held að margt fólk hafi afskrifað Tjörnina nema sem uppeldi vargfugla. Það sjást varla nema fullorðnir fuglar og vargfugl sem étur allt sem hreyfist. Skyldi nokkur þjóð í veröldinni hafa get- að státað af öðrum eins nátt- úruperlum sem við? Við höfðum varpfugla í tugatali inn um alla borg, verpandi í húsa- görðum hjá fólki, tvær laxveiðiár sem renna í gegnum borgina með þó nokkrum laxi, kríuna sem hefur orpið um aldir við Tjörnina og sennilega margir aðrir fuglar. Út- sýni til fegurstu fjalla, Norður- Atlantshafið fullt af fiski gutlandi við ströndina. Uppsjávarfiskur er vaðandi inn um allar hafnir. Er fólk virkilega ekki með höfuðverk að horfa vísvitandi á eftir öllum þessum perlum, eða er fólki alveg sama? Svo hneykslast fólk þegar vargfuglinn laumast á svalirnar hjá því og stelur grillkjötinu, eins og í Breiðholtinu um daginn. Nú hef ég frétt að eitthvað sé farið að skoða Tjörnina en mikið má gera ef ætti að ræsa lækina fram. Gósentíð hjá varg- fuglinum við Tjörnina Eftir Karl Jóhann Ormsson »Ég fór fram hjá Tjörninni um dag- inn, þá voru þar tugir sílamáfa í miklu æti. Ég held að margt fólk hafi afskrifað Tjörnina nema sem uppeldi vargfugla. Karl Jóhann Ormsson Höfundur er fv. deildarstjóri. Kærar þakkir fyrir myndina á bls. 49 í Mogganum mínum 2. júlí sl. Hún er óborganleg. Eldsnemma um morgun sat ég og hló og hló. Svipurinn á áhorf- endunum, ja hérna. Þetta heitir að hitta á rétta augnablikið. Golli bjargaði deginum. Meira svona. Takk aftur. Gamla konan í Grafarholtinu. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Mynd bjargaði deginum Útilegufjör Þetta er myndin sem kætti bréfritara. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.