Morgunblaðið - 10.07.2015, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
✝ Elín Gunn-arsdóttir fædd-
ist í Gilsfjarð-
armúla í Gilsfirði
15. mars 1933. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Hólma-
víkur 29. júní 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Jónsson, f. 18. maí
1896, d. 25. febr-
úar 1979 og Sólrún
Helga Guðjónsdóttir, f. 24.
febrúar 1899, d. 21. janúar
1985. Systkini Elínar eru: Ólaf-
ur, f. 8. maí 1921, d. 7. febr.
2015, maki: Margrét Eysteins-
dóttir. Guðjón, f. 17. júní 1922,
maki: Erna Brynhildur Jens-
dóttir, látin. Skúli, f. 27. maí
1924, maki: Dröfn Hann-
esdóttir, látin. Jón Halldór, f. 1.
sept. 1927, maki: Sigríður
Ragnheiður Oddsteinsdóttir,
þau skildu. Steinn Eyjólfur, f.
13. febr. 1929, látinn, maki:
Sigríður Guðbjörnsdóttir, látin.
Sigmundur, f. 24. jan. 1957,
maki: Inga Þórunn Sæmunds-
dóttir, f. 17. nóv. 1946. Barns-
móðir hans er Guðný Þorgils-
dóttir og eiga þau Jóhönnu
Mjöll, f. 17. okt. 1979, og El-
ínrós, f. 16. ág. 1989.
2) Guðjón Friðbjörn, f. 16.
júní 1958, maki: Margrét
Vagnsdóttir, f. 26. júní 1962.
Barn þeirra: Ágústa Halla, f. 4.
jan. 2001. 3) Gunnar, f. 4. des.
1959, maki: Ragnheiður Sveins-
dóttir, f. 29. apríl 1961. Börn
þeirra: Guðjón Ingi, f. 17. maí
1992 og Sólrún Ásdís, f. 26. júlí
1995. 4) Sólrún, f. 17. júlí 1961,
maki: Ingimundur Jóhannsson,
f. 29. apríl 1962. Börn þeirra:
Jón, f. 19. febr. 1986, Unnur, f.
27. apríl 1988 og Elín, f. 2. nóv.
1990. 5) Lýður, f. 29. jan. 1967.
Giftist: Rósu Þorleifsdóttur, f.
30. mars. 1966, þau skildu.
Barn þeirra: Magðalena, f. 3.
ágúst 1995. 6) Jóhann Lárus, f.
28. ágúst 1969, maki: Kolbrún
Þorsteinsdóttir, f. 29. janúar
1970. Börn þeirra: Sara, f. 22.
júní 1996, Íris, f. 28. júlí 1999
og Lárus, f. 3. mars 2003.
Útförin fer fram frá Hólma-
víkurkirkju í dag, 10. júlí 2015,
kl. 13. Jarðsett verður í
Óspakseyrarkirkjugarði.
Sigrún, f. 4. mars
1931, maki: Óskar
Þorgils Stefánsson,
látinn. Sigfús, f.
21. sept 1937,
maki: Steingerður
Einarsdóttir. Hall-
dór, f. 26. júní
1943, maki: Ólöf
Snorradóttir, látin.
Seinni kona Mo-
nika Björk Ein-
arsdóttir. Hálf-
bræður Elínar samfeðra:
Halldór Dalkvist, f. 30. des.
1936, maki: Ásthildur Guðveig
Vilhjálmsdóttir. Guðjón Dalk-
vist, f. 5. júlí 1944 maki: Re-
bekka Margrét Ágústsdóttir,
þau skildu. Elín ólst upp í Gils-
fjarðarmúla og bjó þar til tví-
tugs. Hún giftist Jóni Sig-
mundssyni árið 1953 og bjuggu
þau á Einfætingsgili allt til árs-
ins 2002 er þau létu af búskap
og fluttu aðsetur sitt til Hólma-
víkur. Jón lést árið 2004.
Börn Jóns og Elínar eru: 1)
Komið er að kveðjustund.
Elskuleg mamma, tengda-
mamma og amma kvaddi sitt
jarðneska líf í faðmi náinna ást-
vina, mánudagskvöldið 29. júní
sl. Þó að vitað væri að hverju
stefndi þá er alltaf erfitt að
horfast í augu við þá staðreynd
að ástvinur kveðji. Við andlát
myndast sú tilfinning sem við
köllum söknuð. Af hverju? Jú,
þá köllum við fram minningar,
sem ekki verða fleiri með þeim
sem deyr og um leið rifjast upp
svo margar minningar sem við
eignuðumst með viðkomandi í
lifanda lífi.
Við söknum af því að okkur
þótti vænt um þann sem dó og
hann gæddi líf okkar gleði og ef
til vill „ greiddi götu“ okkar í
gegnum lífið. Ef við söknuðum
ekki þá hefði lífið með viðkom-
andi ekki verið gott. Þess
vegna er eðlilegt að sakna
vegna góðra minninga.
Við söknum mömmu, Ellu á
Gili, eins og hún var alltaf köll-
uð. Hún hélt vel utan um fjöl-
skyldu sína og var alltaf tilbúin
til að rétta hjálparhönd á meðan
heilsa hennar leyfði. Mamma
var dugleg og vinnusöm, enda
fyrir stóru heimili að sjá. Eins
og tíðkaðist á fyrri árum voru
börn og unglingar send í sveit
og þannig var það á Gili. Þá var
stundum gestkvæmt og því var
alltaf mikið að gera hjá húsmóð-
urinni. Aðdáunarvert var hversu
mamma og pabbi voru samhent
í búskap og heimilishaldi.
Mamma var hæversk og barst
ekki á en hún var síður en svo
skaplaus. Hún bað aldrei um
neitt og gerði ekki kröfur á aðra
en sjálfa sig en var þakklát fyrir
allt sem fyrir hana var gert.
Hún var æðrulaus og mátti
ekkert aumt sjá. Hún var alltaf
með eitthvað á prjónunum og
einhvern tíma sagði hún að
skemmtilegast væri að prjóna
lopapeysur enda eru til margar
peysur sem eftir hana liggja.
Hún kunni mikið af ljóðum og
textum og hún elskaði að
syngja.
Skemmtilegast þótti henni
þegar öll stórfjölskyldan hittist
og tók lagið.
Nú er komið að leiðarlokum.
Við fjölskyldan kveðjum
mömmu með þökk fyrir allt
sem hún gaf okkur. Við sökn-
um hennar en yljum okkur við
ljúfar minningar.
Veri hún ævinlega guði fal-
in.
Að loknum starfsdegi löngum hér
ljúfust er næturværð.
Í værum blundi nú birtist mér
blessun af himni færð.
Þú miðlaðir okkur mild og hlý
af móðurkærleikans gnótt.
Heiminn þú fæddir okkur í
og annaðist dag og nótt.
Sofðu nú róleg, mamma mín,
við munum hafa hljótt.
Þau breiða ońá þig börnin þín
og bjóða þér góða nótt.
(Kristján Árnason.)
Guðjón, Margrét og
Ágústa Halla.
Það var árið 1990 sem Gunn-
ar fór með mig heim til foreldra
sinna að Einfætingsgili í Bitru-
firði.
Ég var náttúrulega dálítið
kvíðin að hitta verðandi tengda-
foreldra í fyrsta skipti. En Elín
lét þann kvíða hverfa eins og
dögg fyrir sól. Hún lét mér
strax líða eins og ég ætti heima
þarna. Við skröfuðum saman
um alla heima og geima og ég
man sérstaklega eftir því hvað
henni var umhugað um að geta
gert eitthvað nýtilegt úr gömlu.
Ella gerði ekki miklar kröfur
og hún var líka ótrúlega nægju-
söm, enda mat hún ekki verð-
mæti í hlutum, hennar gersem-
ar voru börnin hennar. Það var
ekki komist hjá því að ást
hennar á þeim var algjörlega
skilyrðislaus.
Ella hafði líka miklar mætur
á söng. Hún og tengdapabbi
voru og öll börnin þeirra eru
frábært söngfólk, það var því
oft sungið á Gili.
Einnig átti hún það til að
skella í vísu og eitt sinn þegar
við vorum með soninn okkar lít-
inn á Gili og hún var að passa
hann fyrir okkur meðan við
skruppum í fjárhúsin, þá kvað
hún þessa vísu „syngur alltaf
sama braginn, svona tónlist lík-
ar mér, Guðjón Ingi góðan dag-
inn, gaman er að heyra í þér“.
Ella og Jón voru ákaflega
gestrisin og voru vön því að fá
allt í einu fjölda gesta bæði
óvænta og boðna. En þau tóku
við öllum með bros á vör og
buðu inn.
Það var alltaf nægt pláss fyr-
ir alla og nóg að borða þrátt
fyrir að það væri ekki mat-
vörubúð á næsta horni.
Einhver sagði að þegar þú
deyrð þá ferð þú á stað þar sem
þú ert umvafin óendanlegri ást,
ég kveð þig því, kæra
tengdamóðir, og vona að þú
sért á þessum stað.
Ragnheiður
Sveinsdóttir.
Elsku besta amma mín.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann
þegar litið er til baka.
Eins og til dæmis þegar
maður kom í sveitina um helgar
og vaknaði við þennan svaka
góða kaffiilm í húsinu og á
sunnudögum þegar maður
vaknaði þá var enginn smá
matarilmur þegar þú varst að
elda sunnudagssteikina.
Þegar ég var yngri kom ég
alltaf til ykkar afa í sveitina
þegar skólinn var búinn á vor-
in, þú hafðir alltaf svo miklar
áhyggjur af því að mér myndi
leiðast, hringdir í Sólrúnu og
fékkst Unni eða Elínu lánaða
stundum báðar, en mér fannst
svo gaman að hjálpa ykkur afa
í fjárhúsunum, hænsnakofanum
og öðrum bústörfum þó ég hafi
nú kannski ekki gert mikið en
mér fannst ég auðvitað vera að
gera helling.
Alltaf fannst mér jafn spenn-
andi að taka göngutúr með þér
niður að póstkassanum til að
kanna hvort það væri nokkuð
kominn einhver póstur.
Öll ferðalögin sem við fórum
saman á sumrin, sungum sam-
an í bílnum og í tjaldinu, það er
ógleymanlegt, þú hafðir alltaf
svo miklar áhyggjur af því að
mér væri kalt, tókst mig alltaf í
fangið,vafðir utan um mig teppi
og knúsaðir mig, það var mjög
notalegt og mér varð sko alls
ekki kalt.
Man svo vel eftir ættar-
mótinu sem haldið var í sveit-
inni þegar við dönsuðum saman
Fugladansinn, þér fannst það
svo gaman hvað við barnabörn-
in tókum vel undir og það ljóm-
aði af þér gleðin.
Ég gleymi því aldrei hvað
okkur Elínu og Unni fannst
gaman að hjálpa þér að baka
kleinur, við hlustuðum á
skemmtilega tónlist og auðvitað
sungum við með.
Það var dýrmætt að fá að
fagna með þér 80 ára afmælinu
þínu, elsku amma, þú varst svo
glöð, söngst með þegar við fór-
um að syngja og dansaðir.
En nú ertu komin til afa og
það hafa án efa verið miklir
fagnaðarfundir.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma mín.
Ég elska þig.
Þín sonardóttir
Elínrós.
Elsku amma.
Alltaf man ég þegar ég átti
að fara í sveitina hvað ég var
spennt að fara. Ég kom til þín/
ykkar öll sumur og leið alltaf
svo vel .
Man þegar við vorum að
hlusta á spóluna sem ég söng
inn á í afmælinu hjá afa sem
Snúlla tók upp, ég sat í kjölt-
unni þinni og við hlustuðum og
ég var svo montin.
Ég gleymi aldrei þegar við
vorum í ferðalagi og þú kenndir
mér lagið Frost er úti, fuglinn
minn, og svo sungum við lagið
mörgum sinnum,ég held að allir
hinir í bílnum hafi verið orðnir
leiðir á að hlusta á það.
Þegar við löbbuðum upp á
Silungavatn og lögðum net í
vatnið og fórum daginn eftir að
athuga í netið. Alltaf var það
gaman með þér, amma.
Þegar ég og Magga frænka
vorum með búið úti í garði og
alltaf þegar okkur vantaði eitt-
hvað í búið fannstu handa okk-
ur allskonar búsáhöld.
Þegar við sungum og döns-
uðum Óli Skans saman.
Ég á svo margar góðar
minningar. Þú varst alltaf svo
yndisleg amma. Elska þig. Þín,
Jóhanna.
Elín
Gunnarsdóttir
ur. Við gleymum því seint þegar
við náðum að fá hann til að fara
í rennibrautina í sundlauginni í
Stykkishólmi. Hann varð þá aft-
ur, í stutta stund, lítill strákur.
Afi var alla tíð stoltur af sínum
heimabæ, Stykkishólmi.
Snemma á tíunda áratugnum
keypti fjölskyldan hús við
Höfðagötu og þar áttum við ófá-
ar samverustundir með ömmu
og afa. Göngutúrarnir með afa í
Hólminum voru oft langir, sér-
staklega þegar hann hitti ein-
hvern sem hann þekkti. Langar
samræður hjá fullorðna fólkinu
gáfu okkur tíma til að leika í
klettunum eða setjast við höfn-
ina, telja marglyttur og reyna
að veiða þær með stígvélunum.
Við fórum í ófá skipti í siglingu
út á Breiðafjörðinn með ein-
hverjum trillukarlinum, sem afa
tókst alltaf að fá til að taka okk-
ur með, sérstaklega ef honum
tókst að rekja ættir okkar sam-
an. Minningarnar um afa munu
alltaf vera sterkastar í Hólm-
inum og þá sérstaklega í húsinu
okkar sem var honum svo kært.
Afi var alla tíð skipstjóri í sér
og fastur fyrir en skipstjóraeðlið
lét fljótt undan þegar litlu snúll-
urnar beittu brögðum og náðu
að beina honum í átt að næstu
sjoppu. Sælgætið var aldrei
langt undan, enda voru birgða-
stöðvar afa dreifðar um heimilið:
suðusúkkulaði í eldhússkúffunni,
brjóstsykur í eldhússkápnum og
gúmmí í bland við M&M í skál
inni í skáp.
Skipstjórinn birtist okkur
einna helst þegar hann gerði
„káetutékk“. Þá labbaði hann
beina leið inn í herbergin hjá
okkur barnabörnunum og skoð-
aði, oftar en ekki fylgdu svo at-
hugasemdir um sóðaskap. Á síð-
ari árum fluttu þau í íbúð á
Strandveginum og auðvitað
þurfti kapteinninn að fá íbúð á
efstu hæð, með útsýni yfir hafið
og kíki á vísum stað við
gluggann.
Við sem stóðum honum næst
fundum fyrir miklum áhuga afa
á okkar lífi, áhugamálum og
samferðafólki. Það brást ekki að
ef einhver hringdi óvenjuseint
að kvöldi til, þá var það hann
afi. Tilgangur símtalsins var oft-
ast sá að forvitnast og heyra
hvað allir væru að gera. Kaffi-
heimsóknir á Strandveginn fóru
í það að rekja nákvæmlega hvað
við höfðum fyrir stafni, hvað
væri að frétta af okkar fólki,
hvaðan við vorum að koma og
hvert við værum að fara næst.
Afakossana, gullglottið og
þéttingsföstu faðmlögin tökum
við með okkur út í lífið og vitum
að hann mun alltaf fylgjast með
okkur, í gegnum kíkinn.
Þínar afastelpur,
Auður og Ingibjörg Fríða.
Afi og bátar. Þetta tvennt er
óaðskiljanlegt í mínum huga.
Þegar ég rifja upp okkar tíma
saman er rauði þráðurinn sá að
það sem upp úr stendur tengist
á einhvern hátt bátum. Það er
þó ein minning sem einhverra
hluta vegna stendur alltaf upp
úr.
Þegar við vorum heima í
Garðabæ fórum við oft upp að
Vífilsstaðavatni með forláta
seglbát, sem ég dró í bandi
hringinn í kringum vatnið. Því-
líka ævintýrið sem það var allt-
af. Nema þegar hann fór á hlið-
ina og seglið blotnaði. Við
nánari umhugsun þá gerðist það
eiginlega alltaf. Samt sem áður
er þessi bátur sá flottasti sem
gerður hefur verið, í minning-
unni. Þegar ég var orðinn nógu
gamall til að hjóla að Hafnar-
fjarðarhöfn tóku við ófáir túr-
arnir þangað frá Stekkjarflöt, í
kvöldsólinni. Alltaf var jafn
gaman að fara niður að höfn, sjá
bátana og fuglana. Það sama
átti við í Stykkishólmi.
Þær voru ófáar bátsferðirnar
sem við afi fórum saman í um
Breiðafjörð. Skipstjórinn gamli
sá til þess að borgarbörn eins og
við barnabörnin vorum, fengjum
nasaþef af því að fara út á sjó þó
að stutt væri farið. Minningin
sem upp úr stendur er þó ein
ferð sem við fórum með Magga
frænda í Stykkishólmi. Þá hafði
afi heyrt af því að hann ætlaði
að sækja fólk út í einhverja eyj-
una á Breiðafirði og við fengum
að fara með. Þvílíka ævintýrið.
Við fórum út á trillu en fórum
svo í land á minni bát með utan-
borðsmótor. Með fólkinu var
dökkur Labrador hundur, sem
tók upp á því á miðri siglingu að
stökkva úr minni bátnum í sjó-
inn með þeim afleiðingum að
hann fór í skrúfuna og skarst
mjög illa. Sú minning situr afar
fast í huga mínum og mun
sennilega aldrei hverfa. Særðu
dýrinu komum við niður í káetu
á trillunni og settum á fullt stím
í land.
Afi gerði sitt til að hlúa að
hundinum og hjálpa fólkinu. Á
endanum komust allir í land.
Ekki man ég hver afdrif grey
hundsins urðu, en þessu kvöldi
gleymi ég aldrei. Það er afa að
þakka að ég upplifði margt sem
jafnaldrar mínir og vinir fengu
aldrei og þetta kvöld var bara
eitt dæmi um slíkt. Þær eru æði
margar minningarnar sem aldr-
ei munu gleymast, margar frá-
bærar stundir sem við áttum
saman sem ég mun varðveita.
Einhverra hluta vegna mun
þessi þó alltaf standa upp úr.
Hennar vegna mun ég aldrei
gleyma hve frábæran afa ég
átti, sem kenndi mér líklega
meira en hann hefur nokkurn
tíma grunað og mótað mig að
miklu leyti. Forvitnina mína vill
ég sérstaklega rekja til hans og
eiginleikann að ræða við
ókunnuga nánast upp úr þurru.
Slíkt átti hann auðvelt með.
Því miður lést afi minn í föð-
urætt áður en ég fæddist og því
kynntist ég honum aldrei. Afi
Rögnvaldur var á við tvo, án
þess að reyna það sérstaklega.
Hann var gjafmildur og ávallt
boðinn og búinn til að aðstoða
þá sem stóðu honum nærri,
sama hvað það var. Afi var ein-
faldlega einn allra besti maður
sem ég hef nokkurn tíma kynnst
og ég verð honum ævinlega
þakklátur fyrir svo margt.
Minning hans mun alltaf lifa í
hjarta mínu. Takk fyrir allt,
elsku afi Rögnvaldur, og megi
næsta sigling verða svo ljúf sem
þú átt skilið.
Rögnvaldur Már Helgason.
Það eru forréttindi að eiga
afa og það voru enn meiri for-
réttindi að hafa átt afa Rögn-
vald sem afa! Afi var einstak-
lega hlýr og góður maður sem
gaf af sér með sínu breiða brosi,
brosi sem var einkennandi fyrir
hann. Það var ekki aðeins brosið
sem afi gaf af sér heldur mikill
áhugi á öllum sem urðu á hans
vegi. Sá áhugi kom best í ljós
við hin ýmsu tilefni þegar afi gat
setið og spjallað tímunum sam-
an þangað til ömmu leiddist bið-
in og þá heyrðist gjarnan „eig-
um við ekki að fara að koma
Rögnvaldur“.
Þegar við frændurnir sitjum
hér saman á Strandveginum og
rifjum upp gamla tíma með afa
koma upp í hugann margar
skemmtilegar minningar sem
vekja mikla gleði. Stundirnar
heima hjá afa og ömmu á
Stekkjarflöt voru frábær
skemmtun þar sem ýmislegt var
brallað. Kartöfluuppskerur á
haustin, sundferðir úti í garði,
harðfiskát í bílskúrnum, fótbolti
á ganginum þar sem ýmislegt
varð fyrir barðinu á boltanum
og kannski ekki síst skipstjóra-
leikur þar sem við klæddum
okkur upp í gömul einkennisföt
af afa. Okkur er öllum einnig
minnisstæð leyndardómsfulla
hvíta trékistan í bílskúrnum,
með hengilásnum. Aðeins afi
vissi hvað var í kistunni. Ófá
matarboð voru haldin þar sem
borið var fram lambakjöt með
bernaise eða fiskibollur með
brúnni. Þar sat afi ávallt við
endann á borðinu og stýrði
borðhaldinu eins og sannur skip-
stjóri með bros á vör.
Bátsferðir út á sjó voru marg-
ar og þar nutum við þess að
vera með afa, skipstjóranum,
sem miðlaði til okkar strákanna
af reynslu sinni. Hann kenndi
okkur að míga í saltan sjó.
Ósjaldan hringdi síminn seint
á kvöldin og þar var elsku afi á
hinum endanum sem vildi for-
vitnast um allt og ekkert. Fjöl-
margar spurningarnar dundu á
okkur sem við svöruðum sam-
viskusamlega. Þetta var eitt af
einkennum hans og áhuga hans
á fólkinu sínu. Afa þótti mjög
vænt um okkur og okkur þótti
mjög vænt um afa.
Elsku afi. Takk fyrir allar
minningarnar. Hvíldu í friði.
Kristján, Andri Már
og Hrannar Þór.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar