Morgunblaðið - 10.07.2015, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015
✝ Einar ÖrnEiðsson fædd-
ist á Akranesi 9.
febrúar 1978.
Hann lést á heim-
ili sínu, Ásvalla-
götu 65, 29. júní
2015.
Foreldar Einars
Arnar voru Ásdís
Einarsdóttir kenn-
ari, er uppalin var
í Læk í Leirár-
sveit, f. 1952, d. 2008, og Eiður
Arnarson, f. 1951, d. 2006, er
starfaði lengst af sem kerf-
isfræðingur. Ásdís og Eiður
skildu. Foreldrar Ásdísar voru
Einar Helgason og Vilborg
Kristófersdóttir, búsett að Læk
í Leirarársveit og foreldrar
Eiðs voru Örn Eiðsson og Hall-
fríður Kristín Freysteinsdóttir,
búsett í Garðabæ.
Einar Örn var elsta barn Ás-
ar Marteinsson, f. 1998.
Einar Örn bjó að mestu á
heimili móður sinnar í vest-
urbæ Reykjavíkur með viðveru
á sumrin að Læk í Leirársveit í
búskap. Hann ferðaðist einnig
oft til syðri hluta Afríku þar
sem stjúpfaðir hans vann fyrir
ÞSSÍ.
Einar Örn stundaði nám við
Menntaskólann við Hamrahlíð
og tölvubraut við Iðnskólann í
Reykjavík. Síðar stundaði hann
nám í Háskóla Íslands í málvís-
indum og rússnesku. Einar Örn
bar áhuga til tungumála og
hafði unun af vel rituðu máli.
Hann starfaði lengst af sem
kerfisstjóri og þá helst hjá
Margmiðlun. Hann vann einnig
að ýmsum störfum fyrir Geð-
hjálp sem starfsmaður og sjál-
boðaliði ásamt félagsstörfum
fyrir Húmanistafélagið.
Einar Örn var barnlaus.
Útför Einars Arnar fer fram
í Neskirkju í dag, 10. júlí 2015,
kl. 13. Jarðsett verður á Borg
á Mýrum.
dísar og Eiðs en
hálfbræður hans
eru Vilhjálmur
Ólafsson, sam-
mæðra, f. 1988, og
Einar Rafn Eiðs-
son, samfeðra, f.
1989.
Einar átti einnig
stjúpsystur þrjár í
gegnum seinni
mann Ásdísar, Ólaf
Valgeir Einarsson,
f. 1952, d. 1997, en þær eru:
Jóna Valdís Ólafsdóttir, f. 1974,
Ásgerður Ólafsdóttir, f. 1979,
Valgerður Ólafsdóttir, f. 1983,
og einn stjúpbróður, Val Rafn
Valgeirsson, f. 1976, í gegnum
seinni konu Eiðs, Hafdísi Stef-
ánsdóttur, f. 1957.
Einar Örn átti að auki eitt
foreldrasystkini, Guðbjörgu
Kristínu Arnardóttur, f. 1958,
en sonur hennar er Örn Bjarn-
Ég hef ávallt álitið það svo
miðað við fyrri tíma að nútím-
inn veiti okkur það lán að lifa
mun lengur en mannskepnunni
hefur verið hæft öldum áður.
Það er því sorglegt þegar gáf-
aður maður fellur frá ungur að
aldri og lán í óláni er að for-
eldrar hálfbróður míns eru
ekki vitni að þeim degi enda
engum það boðlegt að jarða
eigin börn. Við erum víst öll í
ósýnilegri biðröð þeirri er end-
ar í þeim eilífa sannleika að
maður mun deyja og það eina
er við getum gert í því er að
sjá til þess að skilja það eftir
okkur er vert er að minnast og
geyma fyrir kynslóðir þær er
taka við.
Einar skildi ekki eftir sig
börn sem er miður en mun
vera minnst út ævi þeirra er
þekktu hann, og þeirra er
koma á eftir þeim, fyrir þann
mann er hann hafði að geyma.
Einar hafði þann kost að
spyrja aldrei fyrir kurteisis-
sakir hvernig maður hefði það,
hann vildi vita svarið. Hann
var einnig ávallt tilbúinn til
þess að hjálpa ef eitthvað
þurfti og þó svo við bræðurnir
höfum ekki sammælst um
marga hluti þá lét hann það
aldrei koma í veg fyrir það að
bera þann kærleik í brjósti er
góðum bróður sæmir.
Tungumál voru Einars
hjartans mál og taldist hann til
orðheppinna einstaklinga. Orð
eru öflug og geta veitt mönn-
um óhugsandi þjáningar sem
og læknað djúp sár. Þau geta
þó ekki lýst mönnum á þann
hátt er maður vill á tímum sem
þessum.
Einars minnist ég þó helst af
því að berjast fyrir mannrétt-
indum og þeim er áttu erfitt
fyrir í samfélaginu. Sú barátta
var mér ungum gott fordæmi
en því miður hefði oft sá bar-
áttuvilji Einars betur snúið að
honum sjálfum.
Mér verður minnisstæð sú
kenning að hver ákvörðun
mannsins leiði til annars raun-
veruleika er við búum í og
syndin er sú að sá heimur þar
sem Einar varð beiskju manns-
ins ekki að bráð er með öllu
raunhæfur. Heimur þar sem
Einar hefði notið sinna ágætu
eiginleika og verið virtur til
þeirra metorða er hann svo
auðveldlega hefði öðlast. Heim-
ur þar sem hann hefði gamall
kvatt okkur, ástvini sína, með
bros á vör.
Ég vil að lokum þakka öllum
þeim er þekktu til Einars fyrir
þann stuðning er þið hafið sýnt
mér og fjölskyldu minni.
Vilhjálmur Ólafsson.
Við Einar Örn unnum saman
í Margmiðlun fyrir margt
löngu. Á þeim árum skemmtum
við okkur oft saman. Hann var
kerfisstjóri af guðs náð, sjálf-
menntaður og einstaklega út-
sjónarsamur og úrræðagóður.
Eftir að Margmiðlun lagði upp
laupana héldum við sambandi í
mörg ár og þótt við hittumst
ekki jafn reglulega, gáfum við
okkur alltaf tíma til að taka tal
saman þegar við hittumst á
förnum vegi og ef langt var um
liðið, slógum við annað slagið á
þráðinn hvor til annars. Síðast
þegar við hittumst var það fyr-
ir utan hið nýja Háskólatorg,
veturinn 2013-2014.
Eftir að hafa hætt í tungu-
málanámi einhverjum árum áð-
ur og snúið sér að öðru í milli-
tíðinni, var Einar Örn aftur
kominn inn á þær brautir og
sagði mér glaðbeittur frá því
að sér hefði nýlega áskotnast
sjaldgæf rússnesk orðabók,
sem hafði komið upp í hend-
urnar á honum fyrirhafnarlítið
og honum að kostnaðarlausu.
Fyrir tilviljun rakst ég stuttu
síðar á þessa sömu orðabók í
bókabúð hér fyrir austan og
ætlaði einmitt að segja honum
frá þessu eintaki næst þegar
við hittumst. Úr því varð ekki,
en ég á margar minningar um
góðan dreng, sumar skrautleg-
ar – allar hugljúfar og einlæg-
ar.
Ég votta ættingjum og vin-
um samúð mína. Hvíl í friði,
Einar Örn.
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Síþyrstur blærinn grípur í tómt
þegar hann staldrar við næst til að
bergja á bikar
blómanna hér fyrir neðan, angandi
skálum þessarar brekku.
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Ég sé þig í anda fella kvíðatár
þegar þú finnur á morgun kulið
koma
koma inn um dyrnar, strjúka þér um
brár.
Senn eru dagar sóleyjanna taldir.
Sumarið reyndist furðu stutt í ár.
(Hannes Pétursson.)
Kristian Guttesen.
Mig langar til að minnast
Einars, þessa ágæta drengs í
nokkrum orðum. Bróðir hans,
Vilhjálmur, og Eyjólfur sonur
minn voru vinir í í Melaskóla
og þannig kynntist ég fjöl-
skyldu Einars.
Um tíma hittumst fjölskyld-
urnar gjarnan um jólin og
komu bræðurnir þá ásamt Ás-
dísi og móður hennar, Vilborgu
ýmist heim til okkar eða við
fórum til Ásdísar. Voru þetta
ánægjulegar samverustundir
og tengdust fjölskyldurnar
böndum sem aldrei hafa rofn-
að.
Einar hafði mikinn hug á að
stunda nám og fékk hann inn-
göngu í Háskóla Ísland þrátt
fyrir að hafa ekki lokið stúd-
entsprófi. Þar lagði hann stund
á íslensk fræði og er tímar liðu
fram á rússnesku. Hann hafði
sérstaka ánægju af að læra og
skrifa rússneska letrið.
Einar átti góðan vin í Rúss-
landi og ákvað síðastliðið haust
að láta draum sinn rætast. Fór
hann til Rússlands, til heima-
borgar þessa vinar síns, til að
kynnast landinu af eigin raun
og ná tökum á rússneskunni.
Undirbjó hann ferðina af kost-
gæfni.
Á þeim tíma kom hann
stundum á Lynghagann og átt-
um við góðar stundir saman,
sem eru mikilvægar núna þeg-
ar hann er allur. Var rætt um
alla heima og geima og kom þá
fram hve vel hann var að sér og
hvernig hjarta hans sló með lít-
ilmaganum.
Einar dvaldi í Rússlandi í
þrjá mánuði en dvölin reyndist
honum erfið. Hringdi hann oft
á Lynghagann til þess að ræða
málin. Hann sagði mér margt
fróðlegt af dvöl sinni en hélt
fyrir sig mestu erfiðleikunum
enda stoltur að eðlisfari.
Einar var trúr þeim sem
honum þótti vænt um. Allt
fram á seinasta dag var hann
að hugsa um Vilborgu ömmu
sína á Læk og hafa áhyggjur af
því hvort hann gæti farið í
sveitina og sett niður kartöflur
fyrir hana eða slegið blettinn í
kringum húsið.
Eins vil ég nefna að Einar
var mjög stoltur af Vilhjálmi
bróður sínum og sagði mér hve
vænt honum þótti um hann.
Hann gladdist mjög þegar Vil-
hjálmur gifti sig í september
síðastliðnum en gat því miður
ekki verið viðstaddur því þá var
hann kominn til náms í Rúss-
landi.
Hann lagði sig fram um að
kaupa fallega brúðargjöf handa
Elínu og Vilhjálmi eða eins og
hann sagði eitthvað fallegt sem
þau ættu alltaf frá honum.
Að lokum vil ég og fjölskylda
mín senda Vilborgu ömmu
hans, Vilhjálmi og Elínu inni-
legrar samúðarkveðjur svo og
öllum öðrum aðstandendum.
Mun minningin um góðan
dreng lifa í huga í okkar.
Anna Friðriksdóttir.
Þegar ég hóf störf hjá Geð-
hjálp var Einar Örn Eiðsson
einn af þeim fyrstu til að bjóða
mig velkomna.
Hann kynnti sig fyrir mér og
bauð fram aðstoð sína á sinn
einlæga, hægverska hátt í
gegnum síma í septembermán-
uði árið 2013. Stuttu síðar birt-
ist hann svo á miðju skrifstofu-
gólfinu á Túngötunni til að
innsigla kynni okkar með þéttu,
hlýju handtaki.
Einar Örn hafði haldið sam-
an kvíðahópi á vegum Geð-
hjálpar þrátt erfið veikindi í ein
þrjú ár árið 2013.
Nú var hann orðinn þreyttur
á bindingunni og velti því fyrir
sér hvort einhver/einhverjir
Einar Örn Eiðsson
✝ Elsa Jóhann-esdóttir fædd-
ist á Rangárvöllum
í Kræklingahlíð 7.
júlí 1929. Hún and-
aðist eftir stutta
baráttu við krabba-
mein á Landspítala
háskólasjúkrahúsi
10. júní 2015.
Foreldrar Elsu
voru Karólína
Soffía Jósefsdóttir,
f. 5. febrúar 1905, d. 1991, og Jó-
hannes Jóhannesson, f. 17. maí
1904, d. 1989. Systir Elsu var
Bergrós Sigurbjörg, f. 21. júní
1927, d. 1996.
Elsa giftist 17. júní 1949
Hreini Þorsteini Garðarssyni, f.
4. maí 1929, d. 2001. Foreldrar
Hreins Þorsteins voru Garðar
Þorsteinsson, f. 29. október
1898, d. í flugslysi í Héðinsfirði
1947, og Anna Pálsdóttir, f. 25.
ágúst 1896, d. 1978. Systkini
Hreins Þorsteins voru Hilmar, f.
1922, Rannveig María, f. 1927,
bæði látin, og Anna, f. 1939, bú-
sett í Reykjavík.
Elsa og Hreinn Þorsteinn
skildu árið 1963. Börn þeirra
eru 1. Garðar, f. 4. september
1950, giftur Ástu Gestsdóttur, f.
9. september 1955. Börn þeirra
ardóttir, f. 19. mars 1987. Val-
garður á dótturina Anítu Líf, f.
1994; b) Hildigunnur Jóna 29.
janúar 1990 og c) Brynhildur
María, f. 17. júlí 1992.
Árið 1968 giftist Elsa Eggerti
F. Guðmundssyni listmálara, f.
30. desember 1906, d. 1983, son-
ur hans er Thor Benjamín, f. 28.
desember 1945, giftur Guðnýju
Margréti Skarphéðinsdóttur, f.
6. janúar 1950. Eftirlifandi sam-
býlismaður Elsu er Kjartan
Ingibergsson, f. 20. febrúar
1927. Sonur hans er Sigurberg,
f. 20. júlí 1953.
Elsa ólst upp á Akureyri. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum og vann á
tímabili í Braunsverzlun. Hún
lauk námi frá Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1949. Elsa var tæp-
lega tvítug þegar hún gifti sig
og stofnaði heimili á Akureyri.
Fjölskyldan bjó á Oddeyrargötu
15 fram til ársins 1960 og flutti
þá til Reykjavíkur. Elsa veikist
af krabbameini 34 ára gömul og
var þá nýfráskilin með þrjú
börn á aldrinum 4 til 12 ára.
Hún náði aldrei fullri heilsu eft-
ir það. Elsa helgaði sig heim-
ilisstörfum alla tíð og sinnti
heimili sínu af alúð og natni.
Hún var félagi í Oddfellowregl-
unni, fyrst á Akureyri og síðar í
Reykjavík.
Útför hennar hefur farið
fram.
eru a) Garðar Þór,
f. 29. júlí 1986, og
b) Tanja Bryndís, f.
11. desember 1991.
Garðar og fjöl-
skylda eru búsett í
Bandaríkjunum. 2.
Anna Karólína, f. 1.
desember 1952,
gift Guðbergi Rún-
arssyni, f. 11. júlí
1951. Börn þeirra
eru a) Jóhann Rún-
ar, f. 20. mars 1974, giftur Guð-
rúnu Huld Birgisdóttur, f. 6. maí
1978. Börn þeirra eru Birgir
Rúnar, f. 2007, og Ísak Máni, f.
2013. Fyrir átti Jóhann Rúnar
soninn Aron Berg, f. 1999, og
Guðrún dótturina Selmu Rún, f.
1999. b) Garðar Thor, f. 3. sept-
ember 1977, sambýliskona Lauf-
ey Ýr Hákonardóttir, f. 12. nóv-
ember 1976. Börn þeirra eru
Anna Valdís, f. 2005, og Ágúst
Logi, f. 2008 og c) Elsa Kristín,
f. 2. júní 1980, sambýlismaður
Sturla Þorvaldsson, f. 22. nóv-
ember 1976. Börn þeirra eru
Andrea Eva, f. 2011, og Ingólfur
Arnar, f. 2015. 3. Rannveig
María, fráskilin Gesti Valgarðs-
syni. Börn þeirra eru a) Val-
garður Daði, f. 18. mars 1980,
sambýliskona Þórunn Arn-
Snemma árs 1970 byrjuðum
við Anna að draga okkur saman
og vorum yfir okkur ástfangin.
Eins og gengur þegar slíkt
ástand ríkir í fjölskyldum reyna
skötuhjúin að halda aftur af af-
skiptum foreldra og grafarþögn
er í fullu gildi. Ég hafði enga hug-
mynd um hve klók tilvonandi
tengdamóðir mín var. Fljótlega
gómaði hún okkur í herbergi
Önnu og sagði: „Og hvað hyggist
þér fyrir með dóttur mína.“ Ég
glotti eins og fáviti og Anna varð
eins og kleina. Fátt var um svör.
Tengdó hafði fylgst með dóttur-
inni og greinilegt var á innkomu
hennar inn á sviðið að hún hafði
einsett sér að upplýsa ástandið.
Við fundum mjög fljótt að mikill
þrýstingur var á að koma ein-
hverju skikki á þetta samband
okkar og við trúlofuðumst um
vorið, allt undir strangri og
öruggri leiðsögn þeirra eldri.
Sambandið við tilvonandi
tengdamóður var gott og ég var
öllum stundum í Hátúni 11,
heima hjá Önnu. Haustið 1972
gengum við Anna í hjónaband,
útskrifuðumst úr framhaldsskóla
árið 1973 og héldum á vit ævin-
týranna austur á Eskifjörð.
Tengdamamma lét sig ekki vanta
og kom í heimsókn í Framkaup-
stað en svo hét húsið sem við
bjuggum í. Árin liðu, Jóhann
Rúnar og Garðar Thor komu í
heiminn.
Við fluttum til Reykjavíkur og
tengdamamma hafði yndi af
barnabörnunum og alltaf
reiðubúin að gæta þeirra. Ævin-
týraþráin ólgaði enn í blóðinu og
fluttum við fjölskyldan austur á
land þar sem ég tók við stöðu um-
sjónarmanns Lagarfossvirkjun-
ar. Þrátt fyrir vegalengdina aust-
ur kom tengdamamma reglulega
í heimsóknir. Á þessu tímabili
kom prinsessan í heiminn. Hún
var skírð Elsa Kristín í höfuðið á
Elsu tengdamömmu.
Árin liðu og fjölskyldan bjó í
Álaborg. Ég var í verkfræði,
Anna í sérkennaranámi og börnin
í danska skólakerfinu. Þessi tími
var yndislegur og auðvitað lét
tengdamamma sig ekki vanta.
Hún kom í heimsóknir til Dan-
merkur og átti góðar stundir með
okkur í Álaborg. Síðustu árin hef-
ur hún verið dugleg að ferðast
austur um haf til að heimsækja
„gullmolann“ sinn Garðar, barna-
börnin og Ástu tengdadóttur.
Elsa var vel gefin, skapstór,
stjórnsöm og fylgin sér. Hún var
alltaf miðdepillinn, hvar sem hún
var og hrókur alls fagnaðar. Hún
var góður vinur vina sinna en vei
þeim sem settu sig upp á móti
henni. Ævinlega var gott að
sækja hana heim og marga stór-
veisluna hefur hún boðið til í
gegnum tíðina. Hún var mikil
barnagæla og krafðist óskiptrar
athygli barna sinna, maka þeirra,
barnabarna og raunar allra sem
hún umgekkst. Sem dæmi um
staðfestu Elsu er þegar hún
ákvað að hætta að reykja. Hún
hafði ákveðið að það skyldi gerast
á sjötugsafmælisdaginn, 7. júlí.
Hún kveið því að hætta en með
klókindum sínum sneri hún á
sjálfa sig og hætti einum degi
fyrr en hún hafði skipulagt og
fækkaði þar með kvíðadögum um
einn.
Elsa hefði orðið 86 ára hefði
hún lifað næsta afmælisdag. Það
er mikill söknuður vegna fráfalls
hennar. Guð blessi hana og varð-
veiti.
Guðbergur Rúnarsson.
Jæja amma mín, nú ertu farin
á annan stað fjarri okkur. Það
gladdi mitt hjarta að fá að kveðja
þig, þegar þú kreistir hönd mína
þá vissi ég að þú værir sátt við að
fara á annan stað.
Þar munum við á endanum
hittast á ný og kannski taka eitt
rommý eða bara spjalla um lífið
og tilveruna eins og við gerðum
svo oft.
Já, þú ert amma mín og þannig
verður þú alltaf til í mínu hjarta.
Ég er svo þakklátur að hafa feng-
ið að eyða svo miklum hluta af lífi
mínu hjá þér. Sem lítill snáði var
það ævintýraheimur að fá að
verja öllum þessum stundum í
Hátúninu með þér. Allar pylsurn-
ar sem þú gafst mér, smákökurn-
ar og ég tala nú ekki um gos-
birgðirnar sem leyndust í
kjallaranum hjá þér.
Að vera hjá þér gaf mér frið
frá öllu. Manstu föstudagskvöld-
in amma? Við tvö að horfa á Der-
rick og bara spjalla.
Mér leið svo vel hjá þér, amma
mín. En það var nú ekki alltaf
kósíkvöld. Nei, það þurfti líka að
þrífa og gera fínt, ekki slapp
maður við það, bæði var það
heimilið og garðurinn, endalaus
vinna en þú launaðir manni alltaf
fyrir erfiðið.
Það voru jú alltaf pylsur til í
frystinum og ef það lá sérstak-
lega vel á þér þá skelltirðu nokkr-
um kótelettum á pönnuna.
Amma mín, nú ertu farin en
samt ertu hjá mér. Ég mun aldrei
gleyma þér og þeim stundum
sem við áttum saman. Minningin
um þig sem ömmu mína, mun
ávallt verða í hjarta mínu.
Knús frá Gunnu og börnunum.
Þinn
Jóhann.
Elsa Jóhannesdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar