Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.07.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 2015 Þegar maður á ellefu ára dóttur verður maður að halda upp á af-mælið á réttum degi, annað er ekki tekið í mál,“ segir Guð-mundur Gísli Geirdal léttur í bragði, en hann er fimmtugur í dag. Í kvöld ætlar hann að bjóða sínum nánustu heim til sín til þess að fagna með sér. Hann segist þó mögulega ætla að halda stærri veislu í haust en það verði bara að koma í ljós. Guðmundur er búsettur í Kópavogi og er mikilsvirkur í bæjarlífinu þar, en árið 2014 tók hann sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Hann segir starfið þar gefandi og að mikið hafi lærst síðan hann hóf störf þar. Spurður hvort hann stefni á að sækjast eftir endurkjöri þegar sá tími kemur segir hann auðmjúklega að það verði kjósendur að fá að segja til um, honum þyki þó gaman og telji sig vera að gera gagn. „Það er sennilega fólkið sem maður sækir mest í og ef það væri ekki gott fólk bæði í Kópavoginum og í bæjarstjórninni hefði maður ekki eins gam- an af þessu,“ segir Guðmundur. Á sumrin gerir Guðmundur út bát frá Suðureyri, þar sem hann veiðir á handfæri. Aðspurður segir hann að ferðalögin séu lítið mál, einn af kostunum sé sá að þegar geri norðanátt og brælu fyrir vestan sé blíða í bænum. Hann sé því alltaf í góðu veðri. Guðmundur er kvæntur Lindu Jörundsdóttur hárgreiðslumeistara og á fimm börn: Helgu Kristínu 28 ára, Hjört Atla 28 ára, Axel Örn 19 ára, Bjarka Frey 15 ára og Söndru Dís 11 ára. Ljósmynd/Guðmundur Gísli Geirdal Hjónin Guðmundur Gísli ásamt konu sinni, Lindu Jörundsdóttur. Verður að halda upp á afmælið í dag Guðmundur Gísli er fimmtugur í dag H ermann fæddist í Keflavík 10.7. 1975: „Æskuslóðirnar voru í Keflavík, nánar til- tekið á Hátúninu, innan um mikinn og fjörugan krakkaskara. Á barnaskólastigi var ég í Myllubakkaskóla en þaðan lá leiðin í Holtaskóla. Þaðan á ég skemmtilegar minningar sem gam- an er að rifja upp með gömlum skólafélögum og vinum. Síðan var ég í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.“ Í skóbransanum í rúm 20 ár Hermann hóf sinn starfsferil í bæjarvinnunni í Keflavík og vann síðan í Saltveri við ýmis störf, s.s. saltfiskvinnslu og rækjuvinnslu. Hann hefur að mestu leyti unnið við skóverslun frá 1996, fyrst hjá Xport (X18) frá 1996 og síðan hjá Ecco á árunum 1997-2002. Þá stofnaði hann og starfrækti eigin skóverslun í Keflavík í þrjú ár. Hann varð inn- kaupa- og rekstrarstjóri hjá Stein- ari Waage Ecco og Toppskónum ár- ið 2005 en hefur verið framkvæmda- stjóri og hluthafi S4S frá 2009. S4S rekur nú níu skóverslanir og eina íþróttavöruverslun á höfuð- borgarsvæðinu. Áhersla á fjölskylduíþróttir Hermann sat í stjórn Heimis, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, 1995-2001, var vara- bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjanesbæ 2002-2006 og sat m.a. í fjölskyldu- og félags- málanefnd á vegum Reykjanes- bæjar: „Ég hafði gaman af pólitík- inni á þessum árum en verð að segja eins og er að ég hef að verulegu leyti vaxið upp úr pólitíkinni, hvort sem það er nú þroskamerki eða ekki.“ Hermann sat í stjórn Körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur 2001-13, var þar varaformaður um skeið og síðan formaður 2004-2005 og aftur 2012- 2013. Hann hlaut bronsmerki Kefla- víkur 2006 og silfurmerki Keflavík- ur 2011 og 2013 hlaut hann starfs- merki UMFÍ fyrir stjórnarstörf á vegum íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Hermann Helgason, framkvæmdastjóri S4S – 40 ára Keflavíkurfjölskyldan Hermann og Steinunn Ýr með börnunum sínum, Önnu Maríu, Thelmu Hrund og Helga. Keflvíkingur – með al- hliða áhuga á íþróttum Reykjavík Birgitta Björk Birgisdóttir fæddist 15. júní 2014. Hún vó 3.102 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Birgir Arngrímsson og Svala Björk Jónsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is 2.495KR BRÖNS Í hádeginu laugardaga, sunnudaga og rauða daga frá 11:30 – 15:00 g e y s i r b i s t r o . i s Aðalstræti 2 517 4300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.