Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Kjaftstopp á flækingi um landið Júlímánuður hefur lengi vel veriðeinhver vinsælasti ferðalaga-mánuður ársins. Þá rífur fjöldi manns kælibox, tjöld og tilheyrandi úr yfirfullum hirslum og heldur á vit ævintýranna á íslenskum þjóð- vegum. Á okkar dögum eru ferðalög tals- vert einfaldari í framkvæmd en áð- ur. Ólæs á öll kort og kennileiti stimplar maður bara inn staðarheiti í snjallgræjuna og ekur af stað. Það kemur í hlut blárrar pílu eða radd- hermis að skipa hvort maður fer til hægri eða vinstri. Þó er ekki tryggt að maður sleppi umhugsunarlaust úr ferðalag- inu. Það er nefnilega ekki einungis útsýnið sem breytist samfara því sem kílómetrarnir hverfa í bak- sýnisspeglinum heldur tungumálið líka. Flakk á forsetningum Algengt efamál sem plagar ókunnuga ferðalanga er hvaða for- setningar eða atviksorð á að nota með staðarnöfnum. Allur gangur er á því hvort rétt er að segja að mað- ur sé „í“ eða „á“ firðinum þar sem maður er staddur. Aðstæðurnar ráða úrslitum. Venjan er að þegar talað er um kaupstað eða kauptún er forsetn- ingin „á“ notuð. Til dæmis er talað um að vera á Borgarfirði (eystri), á Eskifirði, á Fáskrúðsfirði, á Horna- firði, á Ísafirði, á Seyðisfirði og á Siglufirði, svo fátt eitt sé nefnt. En sé talað um sveitabyggð við fjörðinn er forsetningin „í“ vanalega notuð. Sagt er: í Berufirði, í Borgarfirði (eystri eða á Vesturlandi), í Ham- arsfirði og í Siglufirði. Þannig má sjá að það er eitt að vera staddur „á Siglufirði“ en annað að vera staddur „í Siglufirði“. Ann- að er bær en hitt er fjörðurinn sjálfur. Þá flækir málin frekar að sums staðar tíðkast hvort tveggja. Það hefur til dæmis þótt formlegra að nota forsetninguna „í“ um kaup- staðinn, og þekkist því hvort tveggja að talað sé um að vera „í“ og „á“ Siglufirði þegar maður er í bænum sjálfum, en talið er að sú málvenja sé aðflutt. Á Norðfirði er maður í Neskaupstað, en ekki í Norðfirði Fjörið færist heldur betur í aukana ef hugað er að því að sums staðar heita kauptún eða kaupstaðir öðrum nöfnum en firðirnir sem þau eru í og þannig er oft hægt að skapa fróðlegan rugling á ferðalögum. Stórmunur er til dæmis á því hvort sagt er að maður sé staddur „í“ Ísafirði eða „á“ Ísafirði. Kaup- staðurinn Ísafjörður er í Skutuls- firði og þannig má sjá að sé ég staddur á Ísafirði er ég á sama tíma í Skutulsfirði. Sé ég aftur á móti í Ísafirði er ég hvorki í Skutulsfirði né á Ísafirði. Sama gildir um Norð- fjörð. Segist ég vera staddur á Norðfirði er ég í rauninni í Nes- kaupstað. Dæmin eru vitaskuld fleiri og ná til fleiri forsetninga en „í“ og „á“ og gilda þá að sjálfsögðu mis- munandi reglur eftir því hvar maður er staddur. Maður flyst til dæmis annað hvort „að Nesi“ eða „í Nes“ og býr svo „á Nesi“ eða „í Nesi“, allt eftir landshlutum. Helmingareglan Það getur ært óstöðugan að reyna að mynda sér fullkominn skilning á öllum þessum reglum á einu bretti. Sumir hafa drukkið þetta í sig með móðurmjólkinni og vita hvort þeir eru „í“ eða „á“ umhugs- unarlaust. Við hin sem hlutum ekki þessa aukagjöf í uppvextinum erum hins vegar ekki gersamlega bjargarlaus. Til eru ákveðnar þumalfingurs- reglur sem hægt er að styðjast við, þótt þær séu ekki par fínar á málvísindalegan mælikvarða. Sú sem hefur reynst flestum hvað best er hugsanlega „landhelm- ingareglan“. Sé landinu skipt í tvennt og dregin loftlína frá Ísa- fjarðardjúpi til Hornafjarðar er nokkurn veginn hægt að reiða sig á að sagt er „á“ austan megin við línuna en „í“ vestan megin (sbr. á Ísafirði / í Hornafirði). Þetta er þó engan veginn algild regla heldur aðeins viðvaningslegt viðmið. Oft þarf þó ekki meira. Ekki sakar að spyrja Í riti Árna Böðvarssonar um ís- lenskt málfar fer hann ítarlega í saumana á þessum fræðum og tekur skilmerkilega fram að nafn- myndir heimamanna séu „rétt- hærri en þær myndir sem að- komufólk notar, jafnvel þó að þær séu sannanlega rangar á mæli- kvarða almenns máls“. Ætli það sé því ekki öruggast fyrir mann, efist maður um hvar, eða öllu heldur hvernig, maður er staddur þegar rennt er inn í næsta fjörð, að hóa í einhvern nærtækan heimamann og spyrja: „Afsakaðu mig. Gætirðu nokkuð sagt mér hvort ég er í eða á Ólafsfirði?“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi ÞAÐ ER EKKI EINGÖNGU SKÖPUNARVERKIÐ SEM BREYTIST ÞEGAR LAND ER LAGT UNDIR FÓT. TALI KUNNÁTTUMENN ÍSLENSKUNNAR SAMAN SÍM- LEIÐIS VEIT ANNAR AÐ ÞEGAR HINN SEGIST VERA Á NORÐFIRÐI, AÐ HANN ER RAUNAR Í NESKAUPSTAÐ. ÞAÐ GERIR STAÐFRÆÐI TUNGUMÁLSINS. Nokkur bæjarnöfn og örnefni Í Aðalvík Ásum (bæjarnafn) Bólu Dilksnesi Fagradal (Breiðaf.,Vopnaf.) Hafnarnesi (Fáskr.f.) Hjálmsholti Kirkjubæ (Rang., Síðu) Miðhúsum (Rang.) Nesi (Aðaldal, Höfðahv., við Hellu, við Seltj.) Skál (á Síðu) Skarði (Rang., Árn.) Skjaldbreið (bæjarnafn) Sviðnum (Breiðaf.) Svínadal (Skaft.) Þórshöfn (Færeyjum) Á Árbæ (Rang.) Búðum (Fáskr.fj.) Fagradal Felli (Biskupst., Mýrdal, Sléttuhlíð) Finnmörk (Torfusthr.) Hólmum (Reyðarf.) Hólum (Biskupst., Hjaltad.) Höfn (Hornaf.) Jökuldal (Múl.) Kirkjubæ (Hróarstungu) Klaustri (Skaft.) Melhól (Skaft.) Miðhúsum (Við Egilsst.) Skaftárdal (Skaft.) Skarði (Dal.) Þórshöfn (Langanesi) Landhelmingareglan Á Í *Nafnmyndir heimamanna eru rétthærri en þær myndirsem aðkomufólk notar, jafnvel þó að þær séu sannanlegarangar á mælikvarða almenns máls. Árni Böðvarsson, málfræðingur og orðabókarritstjóri Þjóðmál Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Eitt hér, annað þar en sama alls staðar Lækirnir meðfram þjóðveginum gera meir en að seytla, syngja og svala þorsta ferðalanga. Þeir skipta líka nöfnum og sanna að ekki er tvívegis stigið í sama fljótið. Lækir á Íslandi geta nefnilega heitið mismunandi nöfnum allt eftir því hvaða landareign þeir renna gegnum, þrátt fyrir að heita allir sama nafni. Hróarslækur austan við Reyðarvatn er einn slíkra. Frá Rangárvöllum og á leið hans út í Ytri-Rangá kallast hann að minnsta kosti fjórum nöfnum. Fyrst Reyðarvatnslækur, svo Ketlulækur, síðan Varmadals- lækur, Selalækur og líkast til Grafarlækur meðan sú jörð var í byggð. Kynskipti eftir landshlutum Til eru örnefni sem hafa mismunandi forsetningar eftir landshlutum. Á Suðurlandi er afrétturinn til að mynda karlkyns og því talað um „féð á afréttinum“ á meðan afréttin er kvenkyns Norðanlands og þar talað um „féð í afréttinni“. Hins vegar gildir ekki sama um svipuð orð. Til að mynda eru hestarétt eða fjárrétt, þar sem merkingin er hólfaður flötur en ekki beitiland, kvenkyns um allt land. Hjáleigur og kot Forvitnilegt er að flesta bæi með viðskeytið -hjáleiga að finna á Suður- landi en meirihluti bæja með viðskeytið -kot er að finna á Norður- landi. LANDSVÆÐALEIKFIMI ÍSLENSKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.