Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 43
Courtney Carver sem heldur úti blogginu bemorewit- hless.com skrifaði grein á becomingminimalist.com um hvaða tíu hluti fólk ætti að byrja á því að sleppa takinu af til að einfalda líf sitt. Þá er best að byrja á hlutunum á heimilinu. Það að eiga minna getur hjálpað til við að spara tíma, segir hún. 1. Föt sem maður not- ar ekki. Tilvalið er að byrja á fötunum. Flest okkar eiga of mikið af föt- um en eru jafnframt alltaf í sömu fötunum. Gefðu gallabuxurnar sem þú get- ur ekki lengur rennt upp, hentu götóttu sokkunum, losaðu þig við föt sem eru ekki lengur í tísku. Og ef þú átt auka-úlpu, gefðu hana einhverjum sem þarfnast hennar. 2. Hlutir í draslskúffunni sem maður ber ekki kennsl á. Það gæti verið of snemmt að losa sig við skúffuna í heild sinni en það er hægt að fjarlægja hluti sem passa hvergi eða eru ekki í notkun og maður man ekki af hverju maður setti í skúffuna til að byrja með. Viti maður það ekki í dag er ólíklegt að það renni upp fyrir manni á morgun.. 3. Krem af ýmsu tagi. Raðaðu saman kremunum, förðunardóti, hársápu og fleiru á einn stað. Raðaðu í hillu hlutunum sem þú not- ar á hverjum degi og hentu afganginum. 4. Stakir hlutir. Ef það er ekki hægt að nota hlutinn án einhvers annars hlutar sem er löngu týndu eða ónýt- ur þá er kominn tími til að sleppa takinu. Þetta gætu til dæmis verið kassettur án kassettutækis, Tupperw- are-lok án boxins og stakir sokkar. 5. Krakkadót. Ekki neyða börnin til að losa sig við hluti heldur gerðu það að skemmtilegum viðburði. Til dæmis er hægt að veita verðlaun fyrir hverja tíu hluti sem þau ákveða að gefa. Verðlaunin geta verið eitthvað skemmtilegt sem fjölskyldan gerir saman eða uppáhalds-kvöldmatur barnsins. Ef þú átt fleiri en eitt barn þá er hægt að bjóða uppá bónusverðlaun ef allir ná takmarki sínu, til þess að hvetja til samvinnu. 6. Útrunninn matur. Stilltu tímastilli á fimmtán mín- útur og farðu í gegnum búrið, frystinn eða ísskápinn. Hentu því sem er útrunnið eða því sem búið er að opna og er ónýtt. Ef þarna leynist matur sem er í lagi með en þú munt aldrei borða gefðu einhverjum matinn sem getur notað hann. 7. Auka matarstell. Ef þú átt tvö stell og tvö hnífap- arasett skaltu losa þig við annað. Ef þú elskar fínu diskana þína notaðu þá á hverjum degi. Ef þeir eru í boxi og þú notar þá aldrei, gefðu þá einhverjum sem getur notað matarstellið. 8. Annarra manna hlut- ir. Ef heimili þitt er orðið að geymslu fyrir fjölskyldu og vini hringdu þá í fólkið. Vertu almennilegur, láttu vita að þetta þurfi að fara, biddu kurteislega eða hjálp- aðu þeim að losa sig við hlutina ef það hefur ekki áhuga á þeim sjálft. 9. Hlutir sem draga þig niður. Það sem hefur til- finningalegt gildi er oft geymt þegar verið er að fækka hlutum. En slepptu endilega taki af hlutum sem minna þig á fólk, staði eða viðburði sem valda þér sársauka, til að rýma til fyrir nýjar og ánægjulegar minningar. 10. Sektarkennd. Þetta fellur ekki í „auðvelda“ flokk- inn en ef þú sleppir takinu nú hefur ferðalagið fram- undan meiri þýðingu. Þú ert búinn að borga með tíma, peningum og athygli. Sektarkenndin er versti gjaldmið- illinn af öllum. Með sektinni borgar maður áfram, með því að halda í fortíðina og refsa sjálfum sér. Kveddu sektarkenndina. Það að sleppa takinu af þessum hlutum á eftir að létta líf þitt og hvetja þig til að halda lengra í ferðalaginu í leit að einfaldara lífi og meira frelsi. Þegar þessir hlutir eru farnir, fagnaðu þá áfanganum og haltu áfram. Það er einfaldara líf framundan. 10 hlutir til að sleppa takinu af Verkefni 333 er góð leið til að prófa að nota færri föt á mark- vissari hátt í þrjá mánuði en það þarf að vanda valið. Getty Images/iStockphoto Þær segja báðar að börn þroskist í því sem þau leiki sér og eðlilega sé leikið mest með nýjustu hlutina. Ekki þýði að geyma allt hitt fyrir ókomnar kynslóðir. En er stöðug vinna við að viðhalda þessum lífsstíl? „Það verður alveg framþróun, til dæmis með því að af- þakka gjafir,“ segir Þórhildur. „Þá stopparðu í það gat og þarft ekki að fá allt þetta dót. Svo líka ef þú breytir hegðun þinni og hættir að fara í H&M þegar þú ferð til útlanda og velur betur hvað þú kaupir.“ Magnea segir að þetta smiti út frá sér og fólk hætti að gefa eins mikið. Hún segist sjálf hafa áhuga á snyrtivörum og setji sér það takmark að eiga ekki meira af þeim en sem nemi einni hillu á baðinu. Hún segir Íslendinga oft ganga svo langt í áhugamálum sínum. Nú ætli annar hver maður að verða hjólari og þá þurfi að græja sig upp fyrir allan peninginn og nota allt geymslu- plássið í það. „Það væri kannski betra að prófa að fara út að hjóla fyrst?“ Sjálf segist hún hafa losað um mikið pláss á heimilinu eft- ir að hafa losað sig við tölvuborð og tölvu sem var lítið not- uð, farsímarnir og fartölvan duguðu. Þannig græðir hún pláss, með því að fækka hlutum en ekki með því að flytja í stærra húsnæði. Draumur hennar er ekki að flytja í einbýlis- hús. „Ég þarf að þrífa það og hugsa um það. Ég nenni ekki að eyða fríinu í að reyta arfa,“ segir hún en ítrekar að það geti vel hentað einhverjum öðrum. Það að vera meðvitaður skipti máli, að spyrja sig; „hvað er tímans míns virði?“ „Af því bara“ og „kannski einhvern tímann“ Þórhildur segir að það sé munur á því að nota hluti og njóta þess að nota þá. Því sé mikilvægt að losa sig við hlutina sem maður á „af því bara“ og dótið sem maður heldur að maður þurfi „kannski einhvern tímann“. „Ef mig vantar einhvern tímann sautján lök þá skrifa ég bara Facebook-status og spyr hvort einhver geti ekki lánað mér,“ segir Magnea og líkar heldur ekki allt þetta tal um að það verði að vera gott skápapláss. „Af hverju? Hvað ætlarðu að geyma í þessum skápum? Efri skáparnir hjá mér eru hálftómir,“ segir Magnea, sem vill vita hvað er í kössunum hennar í geymslunni. Hún segir að þegar börnin þurfi sitthvort herbergið íhugi hún að sofa bara í stofunni frekar en að vinna meira til að eiga fyrir húsi. Hún segir að hún og maður hennar hafi tek- ið eftir því þegar þau tóku upp þennan lífsstíl að þau hafi átt meiri pening en áður. „Það var eitt sem við tókum fljótt eftir, við áttum meiri pening vegna þess að við vorum ekki að eyða í eitthvað sem við þurftum ekki. Og við gátum frek- ar farið á kaffihús með börnin okkar. Þetta snýst um að hafa meiri tíma með fólkinu sínu og átta sig á því að hlutir skipta þig ekki máli; þetta eru bara hlutir. Ef ég þarf að eyða miklum tíma í að þrífa íbúðina mína með því að færa til allt dótið sem er í henni eða raða í barnafatakommóðuna þá er ég að eyða minni tíma með fjölskyldunni minni. Þetta snýst um að eyða meiri tíma með fólkinu mínu og mig lang- ar til að nota þetta til að einfalda líf mitt fyrst og fremst,“ segir Magnea. Þórhildur segir að þær séu vissulega að synda á móti straumnum og allt samfélagið sé mikið til byggt upp á neysluhyggju. Magnea furðar sig á því hvernig við getum verið komin svona langt frá þessum nýtnu kynslóðum sem fæddust á fyrri hluta síðustu aldar. Heimilið á ekki að vera streituvaldur „Við erum ekki enn búnar að tala mikið um streitu en það er alveg nóg um streitu í lífi fólks svo heimilið sé ekki líka að valda streitu eða fataskápurinn. Þá er tími til að gera eitthvað,“ segir Magnea en þeir sem lengra eru komnir í mínimalíska lífsstílnum eru farnir að yfirfæra þetta á marga hluti lífsins eins og til dæmis að einfalda matarinnkaup með því að borða einfaldari mat en fjölskyldufólk þekkir það vel að „hvað á að vera í matinn?“ er einn af streituvöldum heim- ilisins. Það má ennfremur taka til í hausnum á sér og byrja að stunda hugleiðslu en líka má taka til í tölvunni, nota dropbox til að afrita skrár til að minnka streituna þar. „Næsta skref er að taka til í kringum þig, hluti sem eru ekki efnislegir,“ segir Þórhildur. Það felst líka í því að taka meðvitaða ákvörðun um hvaða fólk maður vilji hitta, umgangast fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann og koma sér ekki í aðstæður sem mann langar ekki að vera í, útskýra þær. En fyrir þá sem eru að byrja í mínimalíska lífsstílnum þá er best að byrja á því að losa sig við allt óþarfa drasl og hér til hliðar má finna góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að hefja þessa vegferð. Morgunblaðið/Styrmir Kári * Þetta snýst um að hafa meiritíma með fólkinu sínu og áttasig á því að hlutir skipta þig ekki máli; þetta eru bara hlutir. 12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.